Haukarnir unnu tvö undirbúningsmót í ágúst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2020 13:30 Aron Kristjánsson hefur unnið nokkra titlana á Ásvöllum og er að byrja vel með liðið núna. Vísir/Daníel Aron Kristjánsson er að byrja vel með Haukaliðið sem hefur unnið bæði undirbúningsmót sín fyrir komandi tímabil í Olís deild karla í handbolta. Haukar tryggðu sér sigur á æfingamóti aðra helgina í röð þegar liðið vann FH í lokaleik Hafnarfjarðarmótsins á Ásvöllum. Haukaliðið hafði helgina á undan unnið Aftureldingu í úrslitaleik Ragnarsmótsins á Selfossi. Aron Kristjánsson tók aftur við Haukaliðinu í vor en þetta er í þriðja skiptið sem hann tekur við liðinu. Í hin tvö skiptin hefur hann búið til meistaralið á Ásvöllum og það lítur út fyrir að hann sé á góðri leið með liðið nú líka. Haukar unnu tveggja marka sigur á FH, 30-28, í Hafnarfjarðarslagnum sem var eins og venjulega lokaleikur hin árlega Hafnarfjarðamóts í handbolta. Haukum nægði jafntefli í leiknum og máttu í raun tapa leiknum þökk sé stórsigri liðsins á Aftureldingu. Heimamenn í Haukum voru sterkari í byrjun og náðu fjögurra marka forskoti snemma í leiknum. FH-ingar unnu sig inn í leikinn og náðu að jafna áður en var flautað til hálfleiks þar sem staðan var 17-17. Jafnt var með liðunum í seinni en Haukamenn þó alltaf skrefi á undan og unnu að lokum tveggja marka sigur 30-28 í jöfnum og spennandi leik. Stjarnan vann 25-24 sigur á Aftureldingu í hinum leik dagsins. Mosfellingar voru í við sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með 2 mörkum, 14-12 þegar flautað var til hálfleiks. Stjörnumönnum tókst að vinna sig inn í leikinn í seinni og unnu að lokum eins marks sigur 25-24. Haukar unnu alla þrjá leiki sína á mótinu og standa því uppi sem Hafnarfjarðarmótsmeistarar 2020. Afturelding. FH og Sjarnan unnu síðan öll einn leik hvert. Haukar unnu einnig sautján marka sigur á Aftureldingu og tveggja marka sigur á Stjörnunni. Að loknum leik var lið mótsins valið og er liðið skipað eftirfarandi leikmönnum. Meistarar Hauka áttu þrjá leikmenn í úrvalsliðinu eða markvörðinn Björgvin Páll Gústavsson, leikstjórnandann Tjörva Þorgeirsson og hægri hornamanninn Kristófer Mána Jónasson. Stjörnumenn áttu einnig þrjá leikmenn í liðinu eða vinstri hornamanninn Dag Gautason, línumanninn Sverri Eyjólfsson og besta varnarmanninn í Tandra Má Konráðssyni. FH átti besti vinstri skyttuna í Ásbirni Friðrikssyni og besta hægri skyttan var Birkir Benediktsson úr Aftureldingu. Hafnarfjarðarmótinu lauk í dag með tveimur leikjum. Í fyrri leik dagsins áttust við Stjarnan og Afturelding....Posted by Haukar Topphandbolti on Laugardagur, 29. ágúst 2020 Olís-deild karla Haukar Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Aron Kristjánsson er að byrja vel með Haukaliðið sem hefur unnið bæði undirbúningsmót sín fyrir komandi tímabil í Olís deild karla í handbolta. Haukar tryggðu sér sigur á æfingamóti aðra helgina í röð þegar liðið vann FH í lokaleik Hafnarfjarðarmótsins á Ásvöllum. Haukaliðið hafði helgina á undan unnið Aftureldingu í úrslitaleik Ragnarsmótsins á Selfossi. Aron Kristjánsson tók aftur við Haukaliðinu í vor en þetta er í þriðja skiptið sem hann tekur við liðinu. Í hin tvö skiptin hefur hann búið til meistaralið á Ásvöllum og það lítur út fyrir að hann sé á góðri leið með liðið nú líka. Haukar unnu tveggja marka sigur á FH, 30-28, í Hafnarfjarðarslagnum sem var eins og venjulega lokaleikur hin árlega Hafnarfjarðamóts í handbolta. Haukum nægði jafntefli í leiknum og máttu í raun tapa leiknum þökk sé stórsigri liðsins á Aftureldingu. Heimamenn í Haukum voru sterkari í byrjun og náðu fjögurra marka forskoti snemma í leiknum. FH-ingar unnu sig inn í leikinn og náðu að jafna áður en var flautað til hálfleiks þar sem staðan var 17-17. Jafnt var með liðunum í seinni en Haukamenn þó alltaf skrefi á undan og unnu að lokum tveggja marka sigur 30-28 í jöfnum og spennandi leik. Stjarnan vann 25-24 sigur á Aftureldingu í hinum leik dagsins. Mosfellingar voru í við sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með 2 mörkum, 14-12 þegar flautað var til hálfleiks. Stjörnumönnum tókst að vinna sig inn í leikinn í seinni og unnu að lokum eins marks sigur 25-24. Haukar unnu alla þrjá leiki sína á mótinu og standa því uppi sem Hafnarfjarðarmótsmeistarar 2020. Afturelding. FH og Sjarnan unnu síðan öll einn leik hvert. Haukar unnu einnig sautján marka sigur á Aftureldingu og tveggja marka sigur á Stjörnunni. Að loknum leik var lið mótsins valið og er liðið skipað eftirfarandi leikmönnum. Meistarar Hauka áttu þrjá leikmenn í úrvalsliðinu eða markvörðinn Björgvin Páll Gústavsson, leikstjórnandann Tjörva Þorgeirsson og hægri hornamanninn Kristófer Mána Jónasson. Stjörnumenn áttu einnig þrjá leikmenn í liðinu eða vinstri hornamanninn Dag Gautason, línumanninn Sverri Eyjólfsson og besta varnarmanninn í Tandra Má Konráðssyni. FH átti besti vinstri skyttuna í Ásbirni Friðrikssyni og besta hægri skyttan var Birkir Benediktsson úr Aftureldingu. Hafnarfjarðarmótinu lauk í dag með tveimur leikjum. Í fyrri leik dagsins áttust við Stjarnan og Afturelding....Posted by Haukar Topphandbolti on Laugardagur, 29. ágúst 2020
Olís-deild karla Haukar Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira