Erlent

Fyrr­verandi for­seti Ind­lands látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Pranab Mukherjee gegndi embætti forseta Indlands á árunum 2012 til 2017.
Pranab Mukherjee gegndi embætti forseta Indlands á árunum 2012 til 2017. Getty

Pranab Mukherjee, fyrrverandi forseti Indlands, er látinn, 84 ára að aldri. Greint var frá því fyrir þremur vikum að hinn 84 ára Mukherjee hafi greinst með Covid-19.

Upp komst að forsetinn fyrrverandi hafi smitast af kórónuveirunni þegar til stóð að fjarlægja æxli úr heila hans.

Mukherjee átti langan stjórnmálaferil að baki áður en hann tók við embætti forseta árið 2012. Hann gegndi embættinu til 2017. 

Áður hafði hann gegnt embætti fjármálaráðherra, utanríkisráðherra og varnarmálaráðherra og þá átti hann sæti í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans.

Mukherjee var mestan hluta ferils síns meðlimur í Þingflokknum sem réð um áratugaskeið ríkjum í indverskum stjórnmálum áður en flokkurinn beið lægri hlut fyrir flokki Narendra Modi forsætisráðherra í kosningum 2014 og 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×