„Sara er með eldmóð og þrautseigju á öðru stigi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. september 2020 07:30 Sara Björk Gunnarsdóttir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem hún mætti sínum gömlu félögum í Wolfsburg. getty/Clive Brunskill „Þetta var geggjað. Þótt ég hafi verið rithöfundur í smá stund er ég fyrst og fremst fótboltaþjálfari og ég man ekki eftir að hafa séð aðra eins frammistöðu hjá kvennaliði og hjá Lyon í fyrri hálfleik. Og það er ótrúlega gaman að Sara hafi verið hluti af þessu,“ sagði Magnús Örn Helgason fótboltaþjálfari í samtali við Vísi. Magnús ritaði ævisögu Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, nýbakaðs Evrópumeistara, sem kom út fyrir síðustu jól. Ævisagan heitir Óstöðvandi og það var einmitt það sem Sara var í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrradag: óstöðvandi. Hún var að margra mati besti leikmaður vallarins og kórónaði stórleik sinn með því að skora þriðja mark Lyon undir lokin. Þetta var annar úrslitaleikur Söru í Meistaradeildinni en hún var í tapliði Wolfsburg gegn Lyon fyrir tveimur árum. Hún fór þá meidd af velli í seinni hálfleik en Lyon vann leikinn, 4-1 eftir framlengingu. „Eins og kemur fram í bókinni hvetur mótlæti hana fremur en að letja hana í að vinna enn harðar að því að láta drauma sína rætast. Það að hafa komist svona nálægt þessu fyrir tveimur árum gerir þetta örugglega enn sætara en að hafa unnið þetta í fyrstu tilraun,“ sagði Magnús. Sara gekk í raðir Lyon í síðasta mánuði og var ekki lengi að vinna sér sæti í byrjunarliðinu hjá þessu ógnarsterka liði. „Það er rosaleg samkeppni þarna og ég held það segi svolítið mikið um viðhorfið hjá Söru, að hafa náð að stimpla sig inn á svona skömmum tíma,“ sagði Magnús. En hvað einkennir Söru sem afreksíþróttakonu? „Ég myndi segja að það sé eldmóður og þrautseigja á öðru stigi en ég hef allavega áður kynnst hjá íþróttafólki á Íslandi. Þessi þrá eftir að gera alltaf betur og meira. Hún fór í besta liðið í Svíþjóð [Rosengård] og vann allt þar, ár eftir ár. Svo fór hún til Þýskalands og vann tvöfalt fjögur ár í röð,“ sagði Magnús og bætti við Sara slaki ekki á þrátt fyrir góðan árangur, heldur haldi áfram að vinna að markmiðum sínum. „Ég skynjaði mjög sterkt að hún væri langt frá því að vera södd. Hún velti því ekki einu sinni fyrir sér að fara til deildir þar sem er kannski þægilegt að vera og miklir peningar. Hún vildi komast enn lengra og þá var í raun bara eitt lið sem kom til greina. Hún stökk á það og stimplaði sig inn eins og skot.“ Magnús er þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Gróttu og hefur þjálfað yngri flokka hjá félaginu um langt árabil. Hann segir að Sara sé gríðarlega góð og mikilvæg fyrirmynd fyrir yngri iðkendur. „Það að hafa svona mikla fyrirmynd frá okkar litla landi hvetur unga og áhugasama iðkendur til dáða, að sjá að það sé hægt að komast á toppinn þótt þú sért frá Íslandi,“ sagði Magnús sem hvetur stráka, ekki síður en stelpur, til að taka Söru sér til fyrirmyndar. Magnús og Sara árita Óstöðvandi á Seltjarnarnesi.mynd/grótta „Þegar bókin kom út sá maður að allar stelpur í fótbolta eru klárar á því hver Sara er og hvað hún hefur gert. En maður myndi vilja sjá meira af því að ungir strákar í fótbolta nýti sér afreksíþróttakonu eins og Söru sem fyrirmynd. Það var áberandi þegar við vorum að árita bókina að í röðunum voru annað hvort stelpur eða fjölskyldumeðlimir sem ætluðu að gefa fótboltastelpum bókina. Það varr mjög sjaldan sem maður sá strák eða einhverja sem ætluðu að gefa strákum bókina. Ég held að þarna getum við Íslendingar gert betur, að kynna stráka í íþróttum fyrir kvenkyns fyrirmyndum.“ En kemur uppfærð útgáfa af Óstöðvandi út um næstu jól? „Það hefur ekki verið rætt,“ svaraði Magnús og hló. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Bára um Söru: „Hún rís alltaf upp í mótlæti“ Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sparkspekingur, segir að Evrópusigur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í gær lýsi henni afar vel. 31. ágúst 2020 23:00 Sara sýndi gullmedalíuna og fagnaði með súkkulaði croissant Sara Björk Gunnarsdóttir var mætt aftur heim til Lyon í morgun er hún ræddi við íþróttadeild Stöðvar 2 um sigurinn magnaða í Meistaradeildinni í gær. 31. ágúst 2020 19:00 Margrét Lára: Sara gaf líf og sál í leikinn Sara Björk Gunnarsdóttir er best þegar mest á reynir. Þetta segir Margrét Lára Viðarsdóttir. 31. ágúst 2020 15:00 Grínuðust með það að Sara Björk ætti að fara og taka við silfrinu líka Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði jafnmarga leiki með gullliði Lyon og silfurliði Wolfsburg í Meistaradeildinni 2019-20. 31. ágúst 2020 14:00 „Ég fíla að fara eftir fjarlægum draumi“ „Mér þykir ótrúlega vænt um allar þessar kveðjur. Ég var í smá sjokki yfir hve margir voru að horfa á leikinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, nývöknuð í Frakklandi. Hamingjuóskum hefur rignt yfir hinn nýkrýnda Evrópumeistara í fótbolta. 31. ágúst 2020 10:30 Sara og Evrópumeistararnir sungu Whitney Houston-lag í fagnaðarlátunum Evrópumeistarar Lyon sungu frægan slagara Whitney Houston í rútunni á leið af Anoeta vellinum þar sem úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fór fram. 31. ágúst 2020 10:00 Sara hughreysti vinkonu sína í Wolfsburg eftir úrslitaleikinn Eftir að hafa unnið sinn stærsta sigur á ferlinum gaf Sara Björk Gunnarsdóttir sér tíma til að hughreysta vinkonu sína í Wolfsburg, liðinu sem hún lék með áður en hún fór til Wolfsburg. 31. ágúst 2020 09:30 Forsætisráðherra sendi Söru hamingjuóskir: „Mögnuð íþróttakona og sannkallað afrek“ Forsætisráðherra Íslands var meðal þeirra fjölmörgu sem sendu Söru Björk Gunnarsdóttur hamingjuóskir eftir að hún varð fyrst íslenskra kvenna til að vinna Meistaradeild Evrópu. 31. ágúst 2020 08:00 Vatni skvett yfir Söru sem dansaði trylltan sigurdans Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon voru heldur betur í stuði eftir að liðið lyfti Evrópubikarnum á loft. 30. ágúst 2020 23:00 Sjáðu Söru lyfta Evrópubikarnum Sara Björk Gunnarsdóttir varð í kvöld annar íslenski leikmaðurinn til þess að vinna Meistaradeild Evrópu. 30. ágúst 2020 21:15 Frakklandsforseti, formaður KSÍ og samherjar úr landsliðinu senda Söru hamingjuóskir Íslenskt knattspyrnufólk sem og aðrir hafa sent Söru Björk Gunnarsdóttir hamingjuóskir eftir að hún varð Evrópumeistari í kvöld. 30. ágúst 2020 20:23 Blaðamaður The Athletic sagði Söru besta leikmann úrslitaleiksins sem átti skilið að skora Sara Björk Gunnarsdóttir átti virkilega góðan leik í liði Lyon sem hirti gullið í Meistaradeild Evrópu með 3-1 sigur á Wolfsburg í kvöld. 30. ágúst 2020 20:13 Sjáðu markið hennar Söru sem innsiglaði sigur Lyon Sara Björk Gunarsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt marka Lyon sem vann 3-1 sigur á Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. 30. ágúst 2020 20:05 Sara Björk skoraði og Lyon er Evrópumeistari Sara Björk Gunnarsdóttir er Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir að Lyon vann 3-1 sigur á Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Sara Björk skoraði í leiknum. 30. ágúst 2020 19:55 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Sjá meira
„Þetta var geggjað. Þótt ég hafi verið rithöfundur í smá stund er ég fyrst og fremst fótboltaþjálfari og ég man ekki eftir að hafa séð aðra eins frammistöðu hjá kvennaliði og hjá Lyon í fyrri hálfleik. Og það er ótrúlega gaman að Sara hafi verið hluti af þessu,“ sagði Magnús Örn Helgason fótboltaþjálfari í samtali við Vísi. Magnús ritaði ævisögu Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, nýbakaðs Evrópumeistara, sem kom út fyrir síðustu jól. Ævisagan heitir Óstöðvandi og það var einmitt það sem Sara var í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrradag: óstöðvandi. Hún var að margra mati besti leikmaður vallarins og kórónaði stórleik sinn með því að skora þriðja mark Lyon undir lokin. Þetta var annar úrslitaleikur Söru í Meistaradeildinni en hún var í tapliði Wolfsburg gegn Lyon fyrir tveimur árum. Hún fór þá meidd af velli í seinni hálfleik en Lyon vann leikinn, 4-1 eftir framlengingu. „Eins og kemur fram í bókinni hvetur mótlæti hana fremur en að letja hana í að vinna enn harðar að því að láta drauma sína rætast. Það að hafa komist svona nálægt þessu fyrir tveimur árum gerir þetta örugglega enn sætara en að hafa unnið þetta í fyrstu tilraun,“ sagði Magnús. Sara gekk í raðir Lyon í síðasta mánuði og var ekki lengi að vinna sér sæti í byrjunarliðinu hjá þessu ógnarsterka liði. „Það er rosaleg samkeppni þarna og ég held það segi svolítið mikið um viðhorfið hjá Söru, að hafa náð að stimpla sig inn á svona skömmum tíma,“ sagði Magnús. En hvað einkennir Söru sem afreksíþróttakonu? „Ég myndi segja að það sé eldmóður og þrautseigja á öðru stigi en ég hef allavega áður kynnst hjá íþróttafólki á Íslandi. Þessi þrá eftir að gera alltaf betur og meira. Hún fór í besta liðið í Svíþjóð [Rosengård] og vann allt þar, ár eftir ár. Svo fór hún til Þýskalands og vann tvöfalt fjögur ár í röð,“ sagði Magnús og bætti við Sara slaki ekki á þrátt fyrir góðan árangur, heldur haldi áfram að vinna að markmiðum sínum. „Ég skynjaði mjög sterkt að hún væri langt frá því að vera södd. Hún velti því ekki einu sinni fyrir sér að fara til deildir þar sem er kannski þægilegt að vera og miklir peningar. Hún vildi komast enn lengra og þá var í raun bara eitt lið sem kom til greina. Hún stökk á það og stimplaði sig inn eins og skot.“ Magnús er þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Gróttu og hefur þjálfað yngri flokka hjá félaginu um langt árabil. Hann segir að Sara sé gríðarlega góð og mikilvæg fyrirmynd fyrir yngri iðkendur. „Það að hafa svona mikla fyrirmynd frá okkar litla landi hvetur unga og áhugasama iðkendur til dáða, að sjá að það sé hægt að komast á toppinn þótt þú sért frá Íslandi,“ sagði Magnús sem hvetur stráka, ekki síður en stelpur, til að taka Söru sér til fyrirmyndar. Magnús og Sara árita Óstöðvandi á Seltjarnarnesi.mynd/grótta „Þegar bókin kom út sá maður að allar stelpur í fótbolta eru klárar á því hver Sara er og hvað hún hefur gert. En maður myndi vilja sjá meira af því að ungir strákar í fótbolta nýti sér afreksíþróttakonu eins og Söru sem fyrirmynd. Það var áberandi þegar við vorum að árita bókina að í röðunum voru annað hvort stelpur eða fjölskyldumeðlimir sem ætluðu að gefa fótboltastelpum bókina. Það varr mjög sjaldan sem maður sá strák eða einhverja sem ætluðu að gefa strákum bókina. Ég held að þarna getum við Íslendingar gert betur, að kynna stráka í íþróttum fyrir kvenkyns fyrirmyndum.“ En kemur uppfærð útgáfa af Óstöðvandi út um næstu jól? „Það hefur ekki verið rætt,“ svaraði Magnús og hló.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Bára um Söru: „Hún rís alltaf upp í mótlæti“ Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sparkspekingur, segir að Evrópusigur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í gær lýsi henni afar vel. 31. ágúst 2020 23:00 Sara sýndi gullmedalíuna og fagnaði með súkkulaði croissant Sara Björk Gunnarsdóttir var mætt aftur heim til Lyon í morgun er hún ræddi við íþróttadeild Stöðvar 2 um sigurinn magnaða í Meistaradeildinni í gær. 31. ágúst 2020 19:00 Margrét Lára: Sara gaf líf og sál í leikinn Sara Björk Gunnarsdóttir er best þegar mest á reynir. Þetta segir Margrét Lára Viðarsdóttir. 31. ágúst 2020 15:00 Grínuðust með það að Sara Björk ætti að fara og taka við silfrinu líka Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði jafnmarga leiki með gullliði Lyon og silfurliði Wolfsburg í Meistaradeildinni 2019-20. 31. ágúst 2020 14:00 „Ég fíla að fara eftir fjarlægum draumi“ „Mér þykir ótrúlega vænt um allar þessar kveðjur. Ég var í smá sjokki yfir hve margir voru að horfa á leikinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, nývöknuð í Frakklandi. Hamingjuóskum hefur rignt yfir hinn nýkrýnda Evrópumeistara í fótbolta. 31. ágúst 2020 10:30 Sara og Evrópumeistararnir sungu Whitney Houston-lag í fagnaðarlátunum Evrópumeistarar Lyon sungu frægan slagara Whitney Houston í rútunni á leið af Anoeta vellinum þar sem úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fór fram. 31. ágúst 2020 10:00 Sara hughreysti vinkonu sína í Wolfsburg eftir úrslitaleikinn Eftir að hafa unnið sinn stærsta sigur á ferlinum gaf Sara Björk Gunnarsdóttir sér tíma til að hughreysta vinkonu sína í Wolfsburg, liðinu sem hún lék með áður en hún fór til Wolfsburg. 31. ágúst 2020 09:30 Forsætisráðherra sendi Söru hamingjuóskir: „Mögnuð íþróttakona og sannkallað afrek“ Forsætisráðherra Íslands var meðal þeirra fjölmörgu sem sendu Söru Björk Gunnarsdóttur hamingjuóskir eftir að hún varð fyrst íslenskra kvenna til að vinna Meistaradeild Evrópu. 31. ágúst 2020 08:00 Vatni skvett yfir Söru sem dansaði trylltan sigurdans Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon voru heldur betur í stuði eftir að liðið lyfti Evrópubikarnum á loft. 30. ágúst 2020 23:00 Sjáðu Söru lyfta Evrópubikarnum Sara Björk Gunnarsdóttir varð í kvöld annar íslenski leikmaðurinn til þess að vinna Meistaradeild Evrópu. 30. ágúst 2020 21:15 Frakklandsforseti, formaður KSÍ og samherjar úr landsliðinu senda Söru hamingjuóskir Íslenskt knattspyrnufólk sem og aðrir hafa sent Söru Björk Gunnarsdóttir hamingjuóskir eftir að hún varð Evrópumeistari í kvöld. 30. ágúst 2020 20:23 Blaðamaður The Athletic sagði Söru besta leikmann úrslitaleiksins sem átti skilið að skora Sara Björk Gunnarsdóttir átti virkilega góðan leik í liði Lyon sem hirti gullið í Meistaradeild Evrópu með 3-1 sigur á Wolfsburg í kvöld. 30. ágúst 2020 20:13 Sjáðu markið hennar Söru sem innsiglaði sigur Lyon Sara Björk Gunarsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt marka Lyon sem vann 3-1 sigur á Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. 30. ágúst 2020 20:05 Sara Björk skoraði og Lyon er Evrópumeistari Sara Björk Gunnarsdóttir er Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir að Lyon vann 3-1 sigur á Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Sara Björk skoraði í leiknum. 30. ágúst 2020 19:55 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Sjá meira
Bára um Söru: „Hún rís alltaf upp í mótlæti“ Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sparkspekingur, segir að Evrópusigur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í gær lýsi henni afar vel. 31. ágúst 2020 23:00
Sara sýndi gullmedalíuna og fagnaði með súkkulaði croissant Sara Björk Gunnarsdóttir var mætt aftur heim til Lyon í morgun er hún ræddi við íþróttadeild Stöðvar 2 um sigurinn magnaða í Meistaradeildinni í gær. 31. ágúst 2020 19:00
Margrét Lára: Sara gaf líf og sál í leikinn Sara Björk Gunnarsdóttir er best þegar mest á reynir. Þetta segir Margrét Lára Viðarsdóttir. 31. ágúst 2020 15:00
Grínuðust með það að Sara Björk ætti að fara og taka við silfrinu líka Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði jafnmarga leiki með gullliði Lyon og silfurliði Wolfsburg í Meistaradeildinni 2019-20. 31. ágúst 2020 14:00
„Ég fíla að fara eftir fjarlægum draumi“ „Mér þykir ótrúlega vænt um allar þessar kveðjur. Ég var í smá sjokki yfir hve margir voru að horfa á leikinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, nývöknuð í Frakklandi. Hamingjuóskum hefur rignt yfir hinn nýkrýnda Evrópumeistara í fótbolta. 31. ágúst 2020 10:30
Sara og Evrópumeistararnir sungu Whitney Houston-lag í fagnaðarlátunum Evrópumeistarar Lyon sungu frægan slagara Whitney Houston í rútunni á leið af Anoeta vellinum þar sem úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fór fram. 31. ágúst 2020 10:00
Sara hughreysti vinkonu sína í Wolfsburg eftir úrslitaleikinn Eftir að hafa unnið sinn stærsta sigur á ferlinum gaf Sara Björk Gunnarsdóttir sér tíma til að hughreysta vinkonu sína í Wolfsburg, liðinu sem hún lék með áður en hún fór til Wolfsburg. 31. ágúst 2020 09:30
Forsætisráðherra sendi Söru hamingjuóskir: „Mögnuð íþróttakona og sannkallað afrek“ Forsætisráðherra Íslands var meðal þeirra fjölmörgu sem sendu Söru Björk Gunnarsdóttur hamingjuóskir eftir að hún varð fyrst íslenskra kvenna til að vinna Meistaradeild Evrópu. 31. ágúst 2020 08:00
Vatni skvett yfir Söru sem dansaði trylltan sigurdans Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon voru heldur betur í stuði eftir að liðið lyfti Evrópubikarnum á loft. 30. ágúst 2020 23:00
Sjáðu Söru lyfta Evrópubikarnum Sara Björk Gunnarsdóttir varð í kvöld annar íslenski leikmaðurinn til þess að vinna Meistaradeild Evrópu. 30. ágúst 2020 21:15
Frakklandsforseti, formaður KSÍ og samherjar úr landsliðinu senda Söru hamingjuóskir Íslenskt knattspyrnufólk sem og aðrir hafa sent Söru Björk Gunnarsdóttir hamingjuóskir eftir að hún varð Evrópumeistari í kvöld. 30. ágúst 2020 20:23
Blaðamaður The Athletic sagði Söru besta leikmann úrslitaleiksins sem átti skilið að skora Sara Björk Gunnarsdóttir átti virkilega góðan leik í liði Lyon sem hirti gullið í Meistaradeild Evrópu með 3-1 sigur á Wolfsburg í kvöld. 30. ágúst 2020 20:13
Sjáðu markið hennar Söru sem innsiglaði sigur Lyon Sara Björk Gunarsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt marka Lyon sem vann 3-1 sigur á Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. 30. ágúst 2020 20:05
Sara Björk skoraði og Lyon er Evrópumeistari Sara Björk Gunnarsdóttir er Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir að Lyon vann 3-1 sigur á Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Sara Björk skoraði í leiknum. 30. ágúst 2020 19:55