Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2020 14:20 Her Taívan segir Kínverja ekki geta gert allsherjar árás á eyjunna, enn sem komið er. EPA/Ritchie B. Tongo Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að með aukinni nútímavæðingu og getu, muni ráðamenn í Kína reyna að hernema Taívan. Aðgerðir Kínverja í Hong Kong, hafa ýtt undir þær áhyggjur. Kínverjar hafa aukið viðveru sína og heræfingar við Taívan og það hafa Bandaríkin gert sömuleiðis. Á skýrslu um getu Kínverja sem her sérfræðingar hers Taívan skrifa á ári hverju, segir að forsvarsmenn herafla Kína leggi mikla áherslu á nútímavopn og fjölgun æfinga þar sem raunveruleg skotfæri eru notuð. Samkvæmt umfjöllun Reuters segir einnig að það sem komi í raun í veg fyrir að Kínverjar hafi burði til að hernema Taívan, sé að flutningsgeta þeirra yfir Taívansund sé enn takmörkuð. Kína geti hvorki nægileg hergögn yfir sundið og sömuleiðis búi ríkið ekki yfir nægilega öflugu birgðaneti. Yfirvöld í Kína líta á Taívan sem eigið landsvæði og hafa jafnvel hótað að ná þar tökum með valdi. Taívan hefur verið með heimastjórn frá 1950 og er í reynd sjálfstætt þrátt fyrir að hafa aldrei lýst formlega yfir sjálfstæði frá Kína. Sjálfstæðissinnum hefur þó verið að vaxa ásmegin í Taívan á undanförnum árum. Haldnar voru kosningar í janúar þar sem sjálfstæðissinnar fengu rúm 57 prósent atkvæða. Sjá einnig: Sjálfstæðissinnar vinna yfirburðasigur í Taívan Síðan kosningarnar fóru fram í janúar hafa kínversk herskip sést mun oftar en áður á siglingu nærri Taívan og það sama má segja um orrustuþotur og sprengjuflugvélar. Þeim hefur verið flogið oftar að Taívan en áður og jafnvel nær. Tsai Ing Wen, forseti Taívan opnaði nýverið sérstaka viðhaldsstöð fyrir F-16 orrustuþotur.AP/Chiang Ying-ying Tsai Ing Wen, forseti Taívan, hefur lagt mikla áherslu á að auka hernaðargetu ríkisins. Meðal annars með því að byggja upp góðan varnarmálaiðnað í Taívan og kaupa fleiri vopn frá Bandaríkjunum. Ríkisstjórn hennar lagði nýverið til að hækka fjárútlát til varnarmála í um það bil 15,4 milljarða dala. Til samræmis tilkynntu kínverskir ráðamenn í vor að fjárútlát vegna varnarmála á árinu væru 178,2 milljarðar. Það var aukning um tæpa ellefu milljarða á milli ára. Tsai segist vilja frið en í síðustu viku lýsti hún yfir áhyggjum af þeirri miklu spennu sem er á svæðinu. Bæði Bandaríkin og Kína hafa fjölgað heræfingum á svæðinu og útlit er fyrir að Kínverjar hafi sérstaklega verið að æfa stríðsrekstur á nokkrum víglínum á sama tíma. Ríkismiðlar Kína sögðu þessum æfingum ætlað að senda skilaboð til Taívan og Bandaríkjanna. Meðal annars fólu þessar æfingar í sér að skjóta meðaldrægum eldflaugum, sem meðal annars eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum og bera kjarnorkuvopn, í Suður-Kínahaf. Í samtali við New York Times sagði Wang Ting Yu, þingmaður og meðlimur í varnarmálanefnd þingsins í Taívan, að herafli ríkisins þyrfti að ganga í gegnum umfangsmikla nútímavæðingu. Til að mynda notast herinn að mestu við gamlar orrustuþotur frá Frakklandi og Bandaríkjunum. Í fyrra var tilkynnt um samkomulag á milli Taívan og Bandaríkjanna um að Taívan myndi kaupa 66 nýjar F-16 orrustuþotur á næstu tíu árum. Bandaríkin hafa heitið því að styðja við bakið á Taívan en það er alfarið óljóst hvort Bandaríkin myndu heyja stríð við Kína til að tryggja sjálfstæði ríkisins. Hér má sjá myndband sem Varnarmálaráðuneyti Taívan birti nýverið. Því er ætlað að sýna að Taívan geti stöðvað innrás. We do not allow the enemy's will to be imposed on us. Faced with threats, #ROCArmedForces continue to strengthen the forces to protect our freedom and democracy. We do not provoke, but will always ensure our readiness. pic.twitter.com/TXKDWW0Cec— Ministry of National Defense, R.O.C. (@MoNDefense) August 23, 2020 Taívan Kína Suður-Kínahaf Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að með aukinni nútímavæðingu og getu, muni ráðamenn í Kína reyna að hernema Taívan. Aðgerðir Kínverja í Hong Kong, hafa ýtt undir þær áhyggjur. Kínverjar hafa aukið viðveru sína og heræfingar við Taívan og það hafa Bandaríkin gert sömuleiðis. Á skýrslu um getu Kínverja sem her sérfræðingar hers Taívan skrifa á ári hverju, segir að forsvarsmenn herafla Kína leggi mikla áherslu á nútímavopn og fjölgun æfinga þar sem raunveruleg skotfæri eru notuð. Samkvæmt umfjöllun Reuters segir einnig að það sem komi í raun í veg fyrir að Kínverjar hafi burði til að hernema Taívan, sé að flutningsgeta þeirra yfir Taívansund sé enn takmörkuð. Kína geti hvorki nægileg hergögn yfir sundið og sömuleiðis búi ríkið ekki yfir nægilega öflugu birgðaneti. Yfirvöld í Kína líta á Taívan sem eigið landsvæði og hafa jafnvel hótað að ná þar tökum með valdi. Taívan hefur verið með heimastjórn frá 1950 og er í reynd sjálfstætt þrátt fyrir að hafa aldrei lýst formlega yfir sjálfstæði frá Kína. Sjálfstæðissinnum hefur þó verið að vaxa ásmegin í Taívan á undanförnum árum. Haldnar voru kosningar í janúar þar sem sjálfstæðissinnar fengu rúm 57 prósent atkvæða. Sjá einnig: Sjálfstæðissinnar vinna yfirburðasigur í Taívan Síðan kosningarnar fóru fram í janúar hafa kínversk herskip sést mun oftar en áður á siglingu nærri Taívan og það sama má segja um orrustuþotur og sprengjuflugvélar. Þeim hefur verið flogið oftar að Taívan en áður og jafnvel nær. Tsai Ing Wen, forseti Taívan opnaði nýverið sérstaka viðhaldsstöð fyrir F-16 orrustuþotur.AP/Chiang Ying-ying Tsai Ing Wen, forseti Taívan, hefur lagt mikla áherslu á að auka hernaðargetu ríkisins. Meðal annars með því að byggja upp góðan varnarmálaiðnað í Taívan og kaupa fleiri vopn frá Bandaríkjunum. Ríkisstjórn hennar lagði nýverið til að hækka fjárútlát til varnarmála í um það bil 15,4 milljarða dala. Til samræmis tilkynntu kínverskir ráðamenn í vor að fjárútlát vegna varnarmála á árinu væru 178,2 milljarðar. Það var aukning um tæpa ellefu milljarða á milli ára. Tsai segist vilja frið en í síðustu viku lýsti hún yfir áhyggjum af þeirri miklu spennu sem er á svæðinu. Bæði Bandaríkin og Kína hafa fjölgað heræfingum á svæðinu og útlit er fyrir að Kínverjar hafi sérstaklega verið að æfa stríðsrekstur á nokkrum víglínum á sama tíma. Ríkismiðlar Kína sögðu þessum æfingum ætlað að senda skilaboð til Taívan og Bandaríkjanna. Meðal annars fólu þessar æfingar í sér að skjóta meðaldrægum eldflaugum, sem meðal annars eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum og bera kjarnorkuvopn, í Suður-Kínahaf. Í samtali við New York Times sagði Wang Ting Yu, þingmaður og meðlimur í varnarmálanefnd þingsins í Taívan, að herafli ríkisins þyrfti að ganga í gegnum umfangsmikla nútímavæðingu. Til að mynda notast herinn að mestu við gamlar orrustuþotur frá Frakklandi og Bandaríkjunum. Í fyrra var tilkynnt um samkomulag á milli Taívan og Bandaríkjanna um að Taívan myndi kaupa 66 nýjar F-16 orrustuþotur á næstu tíu árum. Bandaríkin hafa heitið því að styðja við bakið á Taívan en það er alfarið óljóst hvort Bandaríkin myndu heyja stríð við Kína til að tryggja sjálfstæði ríkisins. Hér má sjá myndband sem Varnarmálaráðuneyti Taívan birti nýverið. Því er ætlað að sýna að Taívan geti stöðvað innrás. We do not allow the enemy's will to be imposed on us. Faced with threats, #ROCArmedForces continue to strengthen the forces to protect our freedom and democracy. We do not provoke, but will always ensure our readiness. pic.twitter.com/TXKDWW0Cec— Ministry of National Defense, R.O.C. (@MoNDefense) August 23, 2020
Taívan Kína Suður-Kínahaf Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira
Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20