Spá því að þrjátíu þúsund manns verði á atvinnuleysisskrá um jólin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 31. ágúst 2020 18:34 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að um 25 til 30 þúsund manns verði á atvinnuleysisskrá um jólin. Vísir/Arnar Nokkur hundruð manns var sagt upp störfum í dag eða fengu ekki endurráðningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Samtök ferðaþjónustunnar spá þrjátíu þúsund manns á atvinnuleysisskrá um jólin. Sextíu og tveim af 133 starfsmönnum Fríhafnarinnar var sagt upp í hópuppsögn í morgun. Fríhöfnin er dótturfyrirtæki Isavia en Isavia sagði upp 133 starfsmönnum fyrir helgi sem flestir störfuðu við öryggisleit. Þá var sextíu og níu manns ótilgreinds ferðaþjónustufyrirtækis einnig sagt upp. Hópuppsagnir segja þó ekki alla söguna þar sem mörg minni ferðaþjónustufyrirtæki hafa sagt upp fólki þessi mánaðarmót. „Staðan er mjög alvarleg. ferðaþjónustufyrirtæki eru núna annað hvort að segja upp starfsfólki eða segja fólki að það geti ekki fengið endurráðningu sem hafði von um það að fá endurráðningu inn í haustið,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Bein afleiðing af breyttum reglum á landamærunum Fyrirtækin höfðu þá endurráðið starfsfólk tímabundið í sumar þegar fór að birta til. „Til dæmis ferðaskrifstofur sem eru að segja upp á milli tíu og tuttugu og upp í fjörutíu manns. Við vitum af fyrirtækjum sem eru ekki að endurráða á milli 30 og 50 manns þannig þetta er fljótt að hlaupa upp í nokkur hundruð manns sem við vitum að er verið að segja upp eða munu ekki hljóta endurráðningu sem þeir áttu von til,“ segir Jóhannes Þór. Þetta sé bein afleiðing af breyttum reglum á landamærunum sem tók gildi 19. ágúst. Um þrjátíu starfsmenn Kynnisferða fengu leiðinlegar fréttir í dag. Björn Ragnarsson, forstjóri Kynnisferða.Vísir/Vilhelm „Við sögðum upp sex starfsmönnum og tímabundnum samningum sem við vorum búnir að ganga frá við um 25 starfsmenn þannig að við þurfum að segja öllum þessum samningum upp,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Styrkir myndu tryggja einhverjum starfsmönnum áframhaldandi vinnu Nú sé búið að segja upp 90 % af starfsfólki fyrirtækisins. „Það er ljóst að þessar aðgerðir sem tóku gildi 19. ágúst eru að hafa það mikil áhrif á ferðamenn að við munum ekki sjá þá koma til landsins á meðan þessar hömlur eru,“ segir hann. Hlutabótaleiðina hafi hjálpað í vor en nú vildi hann frekar sjá styrki frá stjórnvöldum. Það myndi gera fyrirtækjum kleift að halda einhverjum starfsmönnum í vinnu - sem gætu til að mynda haldið viðskiptasamböndum. „Til þess að vera tilbúin og vera til takist þegar ferðaþjónusta fer aftur af stað,“ segir Björn. „Því miður held ég að við séum að fara inn í jólavertíðina með svona 25 til 30 þúsund manns á atvinnuleysisskrá,“ segir Jóhannes Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Um fimmtungur án atvinnu í Reykjanesbæ Samgönguráðherra horfir til uppbyggingar hafnarmannvirkja sem gæti skapað hundruð starfa. 30. ágúst 2020 19:00 Öllum starfsmönnum Herjólfs sagt upp Öllum starfsmönnum Herjólfs hefur verið sagt upp samkvæmt heimildum fréttastofu. 31. ágúst 2020 15:18 Rúmlega sextíu manns sagt upp hjá fyrirtæki í ferðaþjónustu Alls hefur 260 manns verið sagt upp í hópuppsögnum í ágústmánuði og síðasti dagur mánaðarins er ekki liðinn. 31. ágúst 2020 10:34 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Nokkur hundruð manns var sagt upp störfum í dag eða fengu ekki endurráðningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Samtök ferðaþjónustunnar spá þrjátíu þúsund manns á atvinnuleysisskrá um jólin. Sextíu og tveim af 133 starfsmönnum Fríhafnarinnar var sagt upp í hópuppsögn í morgun. Fríhöfnin er dótturfyrirtæki Isavia en Isavia sagði upp 133 starfsmönnum fyrir helgi sem flestir störfuðu við öryggisleit. Þá var sextíu og níu manns ótilgreinds ferðaþjónustufyrirtækis einnig sagt upp. Hópuppsagnir segja þó ekki alla söguna þar sem mörg minni ferðaþjónustufyrirtæki hafa sagt upp fólki þessi mánaðarmót. „Staðan er mjög alvarleg. ferðaþjónustufyrirtæki eru núna annað hvort að segja upp starfsfólki eða segja fólki að það geti ekki fengið endurráðningu sem hafði von um það að fá endurráðningu inn í haustið,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Bein afleiðing af breyttum reglum á landamærunum Fyrirtækin höfðu þá endurráðið starfsfólk tímabundið í sumar þegar fór að birta til. „Til dæmis ferðaskrifstofur sem eru að segja upp á milli tíu og tuttugu og upp í fjörutíu manns. Við vitum af fyrirtækjum sem eru ekki að endurráða á milli 30 og 50 manns þannig þetta er fljótt að hlaupa upp í nokkur hundruð manns sem við vitum að er verið að segja upp eða munu ekki hljóta endurráðningu sem þeir áttu von til,“ segir Jóhannes Þór. Þetta sé bein afleiðing af breyttum reglum á landamærunum sem tók gildi 19. ágúst. Um þrjátíu starfsmenn Kynnisferða fengu leiðinlegar fréttir í dag. Björn Ragnarsson, forstjóri Kynnisferða.Vísir/Vilhelm „Við sögðum upp sex starfsmönnum og tímabundnum samningum sem við vorum búnir að ganga frá við um 25 starfsmenn þannig að við þurfum að segja öllum þessum samningum upp,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Styrkir myndu tryggja einhverjum starfsmönnum áframhaldandi vinnu Nú sé búið að segja upp 90 % af starfsfólki fyrirtækisins. „Það er ljóst að þessar aðgerðir sem tóku gildi 19. ágúst eru að hafa það mikil áhrif á ferðamenn að við munum ekki sjá þá koma til landsins á meðan þessar hömlur eru,“ segir hann. Hlutabótaleiðina hafi hjálpað í vor en nú vildi hann frekar sjá styrki frá stjórnvöldum. Það myndi gera fyrirtækjum kleift að halda einhverjum starfsmönnum í vinnu - sem gætu til að mynda haldið viðskiptasamböndum. „Til þess að vera tilbúin og vera til takist þegar ferðaþjónusta fer aftur af stað,“ segir Björn. „Því miður held ég að við séum að fara inn í jólavertíðina með svona 25 til 30 þúsund manns á atvinnuleysisskrá,“ segir Jóhannes Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Um fimmtungur án atvinnu í Reykjanesbæ Samgönguráðherra horfir til uppbyggingar hafnarmannvirkja sem gæti skapað hundruð starfa. 30. ágúst 2020 19:00 Öllum starfsmönnum Herjólfs sagt upp Öllum starfsmönnum Herjólfs hefur verið sagt upp samkvæmt heimildum fréttastofu. 31. ágúst 2020 15:18 Rúmlega sextíu manns sagt upp hjá fyrirtæki í ferðaþjónustu Alls hefur 260 manns verið sagt upp í hópuppsögnum í ágústmánuði og síðasti dagur mánaðarins er ekki liðinn. 31. ágúst 2020 10:34 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Um fimmtungur án atvinnu í Reykjanesbæ Samgönguráðherra horfir til uppbyggingar hafnarmannvirkja sem gæti skapað hundruð starfa. 30. ágúst 2020 19:00
Öllum starfsmönnum Herjólfs sagt upp Öllum starfsmönnum Herjólfs hefur verið sagt upp samkvæmt heimildum fréttastofu. 31. ágúst 2020 15:18
Rúmlega sextíu manns sagt upp hjá fyrirtæki í ferðaþjónustu Alls hefur 260 manns verið sagt upp í hópuppsögnum í ágústmánuði og síðasti dagur mánaðarins er ekki liðinn. 31. ágúst 2020 10:34