Feðgar syntu í Brimkatli, annar í jakkafötum og hinn í sundskýlu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. september 2020 13:40 Feðgarnir Guðmundur Gunnarsson og Gunnar Árnason úr Hafnarfirði, sem skelltu sér nýlega til sunds í Brimkatli á Reykjanesi. Guðmundur var í sundskýlunni sinni en Gunnar synti í jakkafötum og skóm. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Brimketill er sérstakt náttúrufyrirbæri á Reykjanesi sem margir hafa skoðað í sumar. Um er að ræða laug í sjávarborðinu sem minnir helst á stóran heitan pott nema að því leyti að vatnið er ísskalt. Feðgar syntu nýlega í pottinum, sonurinn synti í sundskýlu en pabbinn var í jakkafötum með bindi og í skóm. Brimketill er vestast í Staðarbergi. Sjórinn úr Norður Atlantshafinu skellur á briminu. Hraunið umhverfis Brimketil er gróft en talið er að það hafi runnið í Reykjaneseldum á árunum 1210 til 1240. Eitthvað er um að fólk stingi sér til sunds í Brimkatlinum, það gerðu allavega feðgar úr Hafnarfirði nýlega. Pabbinn synti í jakkafötum og sonurinn lét sundbuxur duga. „Pabbi dró mig hingað, við ákváðum að synda hérna og kæla okkur aðeins niður í sólinni. Við erum búnir að vera að skoða Ísland, ferðast um landið, því landið hefur upp á svo ótrúlega mikið að bjóða. Við höfum verið að rýna þetta svolítið nánar í þessu ástandi og þetta er bara ein upplifunin, sem er ekki hægt að láta fram hjá sér fara,“ segir Guðmundur Gunnarsson háskólanemi og sundkappi. Brimketill minnir helst á stóran pott en margir hafa lagt leið sína í sumar að katlinum til að skoða þetta sérstaka náttúrufyrirbæri á Reykjanesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta er líka íslenskt sport að kæla sig, baða sig í köldu vatni. Þetta er algjör gimsteinn og ekki eins kalt og maður heldur en vel kalt samt,“ segir Gunnar Árnason, sem starfar við arkitektúr en hann ákvað að synda fullklæddur í jakkafötum með bindi og í skóm í pottinum. „Já, maður ber virðingu fyrir landinu og staðnum og þá mætir maður svona. Maður er af þeirri kynslóð. Þá hefur maður sig til, það er eitthvað annað en unga fólkið,“ segir Gunnar og hlær. En mæla feðgarnir með því að fólk mæti á Reykjanesið til að skoða Brimketil? „Já, ekki spurning. En bara þegar það er fjara, ekki koma hingað þegar það er flóð. Þetta er náttúrulega varasamt þegar sjávarstaðan er hærri og það er mikilvægt að það komi fram. Það þarf að vera lág sjávarstaða,“ segir Guðmundur. Grindavík Ferðamennska á Íslandi Sjósund Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Brimketill er sérstakt náttúrufyrirbæri á Reykjanesi sem margir hafa skoðað í sumar. Um er að ræða laug í sjávarborðinu sem minnir helst á stóran heitan pott nema að því leyti að vatnið er ísskalt. Feðgar syntu nýlega í pottinum, sonurinn synti í sundskýlu en pabbinn var í jakkafötum með bindi og í skóm. Brimketill er vestast í Staðarbergi. Sjórinn úr Norður Atlantshafinu skellur á briminu. Hraunið umhverfis Brimketil er gróft en talið er að það hafi runnið í Reykjaneseldum á árunum 1210 til 1240. Eitthvað er um að fólk stingi sér til sunds í Brimkatlinum, það gerðu allavega feðgar úr Hafnarfirði nýlega. Pabbinn synti í jakkafötum og sonurinn lét sundbuxur duga. „Pabbi dró mig hingað, við ákváðum að synda hérna og kæla okkur aðeins niður í sólinni. Við erum búnir að vera að skoða Ísland, ferðast um landið, því landið hefur upp á svo ótrúlega mikið að bjóða. Við höfum verið að rýna þetta svolítið nánar í þessu ástandi og þetta er bara ein upplifunin, sem er ekki hægt að láta fram hjá sér fara,“ segir Guðmundur Gunnarsson háskólanemi og sundkappi. Brimketill minnir helst á stóran pott en margir hafa lagt leið sína í sumar að katlinum til að skoða þetta sérstaka náttúrufyrirbæri á Reykjanesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta er líka íslenskt sport að kæla sig, baða sig í köldu vatni. Þetta er algjör gimsteinn og ekki eins kalt og maður heldur en vel kalt samt,“ segir Gunnar Árnason, sem starfar við arkitektúr en hann ákvað að synda fullklæddur í jakkafötum með bindi og í skóm í pottinum. „Já, maður ber virðingu fyrir landinu og staðnum og þá mætir maður svona. Maður er af þeirri kynslóð. Þá hefur maður sig til, það er eitthvað annað en unga fólkið,“ segir Gunnar og hlær. En mæla feðgarnir með því að fólk mæti á Reykjanesið til að skoða Brimketil? „Já, ekki spurning. En bara þegar það er fjara, ekki koma hingað þegar það er flóð. Þetta er náttúrulega varasamt þegar sjávarstaðan er hærri og það er mikilvægt að það komi fram. Það þarf að vera lág sjávarstaða,“ segir Guðmundur.
Grindavík Ferðamennska á Íslandi Sjósund Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira