Macron biðlar til Líbanon að mynda ríkisstjórn í flýti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 23:00 Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Mustapha Adib, sem tilnefndur hefur verið til embættis forsætisráðherra Líbanon. Getty/Pool/LEBANESE PRESIDENCY Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur biðlað til nýs forsætisráðherra Líbanon að mynda nýja ríkisstjórn í flýti. Mustapha Adib var í dag tilnefndur til embættis forsætisráðherra en hann hefur verið sendiherra landsins í Þýskalandi undanfarin misseri. Adib hefur hlotið stuðning flestra þingmanna líbanska þingsins auk fjögurra fyrrverandi forsætisráðherra Líbanon. Allir helstu stjórnspekingar Líbanon segja afskipti Macron hafa leikið lykilhlutverk í því að einhugur næðist hvað varðar tilnefningu Adib. Ríkisstjórn landsins sagði af sér í kjölfar mannskæðrar sprengingar sem varð í Beirút, höfuðborg landsins, þann 4. ágúst síðastliðinn. Minnst tvö hundruð létust í sprengingunni og allt að þrjú hundruð þúsund misstu heimili sín. Macron kom til Beirút í dag, mánudag, í annað sinn eftir sprenginguna mannskæðu. Á meðan á heimsókn hans stendur er talið að hann muni þrýsta á líbanska stjórnmálamenn til þess að þeir beiti sér gegn spillingu og sólundun fjármuna. Þá sagði hann í samtali við fréttamenn að nýja ríkisstjórn þyrfti að mynda í snarhasti, sem Adib hefur þegar lofað. Hann hefur þó ekki mætt algerum einhug í ferð sinni en í Beirút mættu honum mótmælendur, sem kyrjuðu „enginn Adib,“ sem margir telja merki þess að almenningur landsins sjái tilnefningu Adib sem tilraun til að halda áfram í rótgrónar stjórnmálahefðir landsins. Frá því í október 2019 hafa mótmæli staðið yfir í landinu og hafa mótmælendur kallað eftir því að stjórnkerfi landsins verði endurskipulagt. Mótmælin hafa aðeins færst í aukana frá því sprengingin varð í ágúst sem er sögð vera til marks um opinbera vanrækslu og sinnuleysi yfirvalda. Hassan Diab, fyrrverandi forsætisráðherra landsins sem sagði af sér í kjölfar sprengingarinnar, tók við embættinu af Saad Hariri í desember á síðasta ári en Hariri sagði af sér vegna fyrrnefndra mótmæla. Ráðandi fylkingar í Líbanon deildu um margra mánaða skeið áður en Diab var skipaður í embætti en ríkisstjórn hans hlaut stuðning Hezbollah samtakanna, sem samanstanda af stjórnmálaflokki og vopnuðum sveitum shía-múslima. Skipting stjórnkerfisins í Líbanon, sem mótmælendur eru svo mótfallnir, gerir ráð fyrir því að forsætisráðherrann sé alltaf súnní-múslimi, forsetinn sé alltaf kristinnar trúar og forseti þingsins shía-múslimi. Þá eru mörg störf í landinu einnig skipuð samkvæmt þessari trúarskiptu hefð. Mótmælendur hafa sakað stjórnmálafólk landsins um frændhygli, pólitískt veitingarvald og landlæga spillingu. Líbanon Frakkland Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Líklegt að sendiherra verði næsti forsætisráðherra Líbanon Mustapha Adib, sendiherra Líbanon í Þýskalandi, er reiðbúinn til þess að taka við forsætisráðherrastólnum í Líbanon. 30. ágúst 2020 23:30 Einn fundinn sekur um morðið á Hariri Sérstakur dómstóll, sem nýtur stuðnings Sameinuðu þjóðanna, hefur sakfellt einn af þeim fjórum sem ákærðir voru fyrir aðild að morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, í Beirút árið 2005. 18. ágúst 2020 13:56 Líbanski herinn fær aukin völd Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd. 13. ágúst 2020 12:15 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur biðlað til nýs forsætisráðherra Líbanon að mynda nýja ríkisstjórn í flýti. Mustapha Adib var í dag tilnefndur til embættis forsætisráðherra en hann hefur verið sendiherra landsins í Þýskalandi undanfarin misseri. Adib hefur hlotið stuðning flestra þingmanna líbanska þingsins auk fjögurra fyrrverandi forsætisráðherra Líbanon. Allir helstu stjórnspekingar Líbanon segja afskipti Macron hafa leikið lykilhlutverk í því að einhugur næðist hvað varðar tilnefningu Adib. Ríkisstjórn landsins sagði af sér í kjölfar mannskæðrar sprengingar sem varð í Beirút, höfuðborg landsins, þann 4. ágúst síðastliðinn. Minnst tvö hundruð létust í sprengingunni og allt að þrjú hundruð þúsund misstu heimili sín. Macron kom til Beirút í dag, mánudag, í annað sinn eftir sprenginguna mannskæðu. Á meðan á heimsókn hans stendur er talið að hann muni þrýsta á líbanska stjórnmálamenn til þess að þeir beiti sér gegn spillingu og sólundun fjármuna. Þá sagði hann í samtali við fréttamenn að nýja ríkisstjórn þyrfti að mynda í snarhasti, sem Adib hefur þegar lofað. Hann hefur þó ekki mætt algerum einhug í ferð sinni en í Beirút mættu honum mótmælendur, sem kyrjuðu „enginn Adib,“ sem margir telja merki þess að almenningur landsins sjái tilnefningu Adib sem tilraun til að halda áfram í rótgrónar stjórnmálahefðir landsins. Frá því í október 2019 hafa mótmæli staðið yfir í landinu og hafa mótmælendur kallað eftir því að stjórnkerfi landsins verði endurskipulagt. Mótmælin hafa aðeins færst í aukana frá því sprengingin varð í ágúst sem er sögð vera til marks um opinbera vanrækslu og sinnuleysi yfirvalda. Hassan Diab, fyrrverandi forsætisráðherra landsins sem sagði af sér í kjölfar sprengingarinnar, tók við embættinu af Saad Hariri í desember á síðasta ári en Hariri sagði af sér vegna fyrrnefndra mótmæla. Ráðandi fylkingar í Líbanon deildu um margra mánaða skeið áður en Diab var skipaður í embætti en ríkisstjórn hans hlaut stuðning Hezbollah samtakanna, sem samanstanda af stjórnmálaflokki og vopnuðum sveitum shía-múslima. Skipting stjórnkerfisins í Líbanon, sem mótmælendur eru svo mótfallnir, gerir ráð fyrir því að forsætisráðherrann sé alltaf súnní-múslimi, forsetinn sé alltaf kristinnar trúar og forseti þingsins shía-múslimi. Þá eru mörg störf í landinu einnig skipuð samkvæmt þessari trúarskiptu hefð. Mótmælendur hafa sakað stjórnmálafólk landsins um frændhygli, pólitískt veitingarvald og landlæga spillingu.
Líbanon Frakkland Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Líklegt að sendiherra verði næsti forsætisráðherra Líbanon Mustapha Adib, sendiherra Líbanon í Þýskalandi, er reiðbúinn til þess að taka við forsætisráðherrastólnum í Líbanon. 30. ágúst 2020 23:30 Einn fundinn sekur um morðið á Hariri Sérstakur dómstóll, sem nýtur stuðnings Sameinuðu þjóðanna, hefur sakfellt einn af þeim fjórum sem ákærðir voru fyrir aðild að morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, í Beirút árið 2005. 18. ágúst 2020 13:56 Líbanski herinn fær aukin völd Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd. 13. ágúst 2020 12:15 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Líklegt að sendiherra verði næsti forsætisráðherra Líbanon Mustapha Adib, sendiherra Líbanon í Þýskalandi, er reiðbúinn til þess að taka við forsætisráðherrastólnum í Líbanon. 30. ágúst 2020 23:30
Einn fundinn sekur um morðið á Hariri Sérstakur dómstóll, sem nýtur stuðnings Sameinuðu þjóðanna, hefur sakfellt einn af þeim fjórum sem ákærðir voru fyrir aðild að morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, í Beirút árið 2005. 18. ágúst 2020 13:56
Líbanski herinn fær aukin völd Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd. 13. ágúst 2020 12:15
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent