Mótefni minnkar ekki á fyrstu fjórum mánuðum eftir sýkingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. september 2020 21:07 Kári Stefánsson segir í samtali við Vísi að ýmis skilaboð megi lesa í niðurstöður rannsóknarinnar. Vísir/Vilhelm Niðurstöður rannsóknar vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólks þeirra benda til þess að ekki dragi úr mótefni sem myndast í blóði þegar fólk smitast af Covid-19 á fyrstu fjórum mánuðum eftir sýkingu. Niðurstöðurnar birtust í vísindaritinu New England Journal of Medicine í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Þar segir að vísindamenn álykti að 0,9 prósent Íslendinga hafi smitast af veirunni. Af þeim sem hafi smitast hafi 91,1 prósent myndað mótefni. Þá er ályktað að 44 prósent þeirra sem smituðust hafi ekki greinst með veiruna. Dánartíðni sýktra er þá talin 0,3 prósent hér á landi. Alls var skimað fyrir mótefnum í blóði 30.576 Íslendinga fyrir mótefni við kórónuveirunni. Þá voru prófuð 2.102 sýni úr 1.237 Íslendingum sem sýkst höfðu af veirunni. Sýnin voru tekin allt af fjórum mánuðum eftir greiningu. Eins voru mæld mótefni hjá 4.222 einstaklingum sem höfðu farið í sóttkví og öðrum sem ekki höfðu komist í tæri við veiruna svo vitað væri. Í ljós kom að 2,3 prósent þeirra sem farið höfðu í sóttkví voru með mótefni. Hvað varðar hinn hópinn, einstaklinga sem ekki var vitað til að hefðu sýkst eða verið í samskiptum við sýkta einstaklinga, mældist mótefni hjá 0,3 prósentum. „Mun fleiri greindust með mótefni sem voru í sóttkví en þeir sem voru það ekki. Þá sýnir rannsóknin enn fremur tengsl milli alvarleika veikinda og magns mótefna. Þeir sem veiktust lítið eða sýndu engin einkenni höfðu því meiri tilhneigingu til að mynda lítið af mótefnum eða engin.“ Þá segir í tilkynningunni að af þeim 8,9 prósentum sem höfðu greinst með veiruna með nef- og hálssýni og ekki myndað fullt mótefnasvar hafi tæpur helmingur, eða fjögur prósent, ekki mælanleg mótefni. Þar með er ályktað að upphafleg greining þeirra einstaklinga hafi verið fölsk, eða líkami þeirra losnað við veirusýkinguna með öðrum hætti en myndun mótefnis. Þá er haft eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að gott sé að áhyggjur af því að mótefni kunni að fjara út einhverjum mánuðum eftir sýkingu sé að baki. Nú ráðist fyrirtækið í rannsóknir á frumubundnu ónæmi hjá þeim einstaklingum sem ekki mynduðu mótefni í blóði. Yfir 99 prósent enn næm fyrir veirunni Í samtali við Vísi segir Kári, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, að niðurstöðurnar séu lýsing á því sem er að gerast. „Sú lýsing sem skiptir mestu máli er á því hvernig mótefnin rísa í blóði fólks sem verður fyrir smiti og okkar niðurstöður sýna að mótefnin minnka ekkert í blóði, að minnsta kosti ekki innan fjögurra mánaða,“ segir Kári. Þetta segir hann skipta miklu máli þar sem fregnir hefðu borist af því að sá möguleiki væri fyrir hendi, að mótefni byrjuðu að minnka mjög fljótt og þannig myndast möguleiki á endursýkingu. Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á mótefnum, sem er sú stærsta sem hefur verið gerð, sýni hins vegar óyggjandi að engin minnkun sé á magni mótefna innan fjögurra mánaða. „Eitt af því sem við sýnum líka fram á er að það eru bein tengsl milli þess hversu alvarlegur sjúkdómurinn verður og hversu mikið myndast af mótefnum. Þeir sem verða sjúkastir mynda mest af mótefnum, þeir sem eru eldri mynda meira mótefni en þeir sem eru yngri og konur mynda minna mótefni heldur en karlar.“ Kári bendir þá á að séu tölur yfir einstaklinga sem greinst hafa með veiruna og yfir þá sem myndað hafa mótefni lagðar saman, sé ljóst að 0,9 prósent Íslendinga hafi sýkst af veirunni. „Það þýðir að 99,1 prósent Íslendinga eru enn þá næmir fyrir veirunni og gætu enn þá sýkst. Þannig að ef kæmi til Íslands önnur bylgja eins og fyrsta bylgjan sem kom gæti það lagt samfélagið aftur algjörlega á hliðina,“ segir Kári. Hann segir niðurstöðurnar því styðja við mikilvægi þess að hafa uppi gát á landamærunum, skima fólk sem hingað kemur, setja í sóttkví og skima aftur. Rannsóknin var unnin af vísindamönnum Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólki þeirra.Vísir/Vilhelm Sóttkví og sóttkví ekki það sama Kári bendir þá á að einstaklingar sem fóru í sóttkví vegna þess að annar fjölskyldumeðlimur hafði sýkst áttu í mun meiri hættu á að sýkjast heldur en einstaklingar sem fóru í sóttkví af öðrum ástæðum, til dæmis vegna sýkingar hjá minna tengdum einstaklingi. „Helmingur þeirra sem voru í sóttkví vegna þess að annar fjölskyldumaður hafði greinst reyndust vera sýktir. Þetta skiptir máli upp á hvernig þú beitir smitrakningu og sóttkví. Vegna þess að þegar það eru svona miklar líkur á að menn hafi sýkst, 50 prósent líkur, þá fer að verða mjög skynsamlegt að setja alla þá sem komu í snertingu við þessa fjölskyldumeðlimi líka í sóttkví.“ Kári segir þetta dæmi um hvernig lesa megi í niðurstöðurnar ýmis skilaboð um hvernig best er að bera sig að í þessum efnum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Niðurstöður rannsóknar vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólks þeirra benda til þess að ekki dragi úr mótefni sem myndast í blóði þegar fólk smitast af Covid-19 á fyrstu fjórum mánuðum eftir sýkingu. Niðurstöðurnar birtust í vísindaritinu New England Journal of Medicine í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Þar segir að vísindamenn álykti að 0,9 prósent Íslendinga hafi smitast af veirunni. Af þeim sem hafi smitast hafi 91,1 prósent myndað mótefni. Þá er ályktað að 44 prósent þeirra sem smituðust hafi ekki greinst með veiruna. Dánartíðni sýktra er þá talin 0,3 prósent hér á landi. Alls var skimað fyrir mótefnum í blóði 30.576 Íslendinga fyrir mótefni við kórónuveirunni. Þá voru prófuð 2.102 sýni úr 1.237 Íslendingum sem sýkst höfðu af veirunni. Sýnin voru tekin allt af fjórum mánuðum eftir greiningu. Eins voru mæld mótefni hjá 4.222 einstaklingum sem höfðu farið í sóttkví og öðrum sem ekki höfðu komist í tæri við veiruna svo vitað væri. Í ljós kom að 2,3 prósent þeirra sem farið höfðu í sóttkví voru með mótefni. Hvað varðar hinn hópinn, einstaklinga sem ekki var vitað til að hefðu sýkst eða verið í samskiptum við sýkta einstaklinga, mældist mótefni hjá 0,3 prósentum. „Mun fleiri greindust með mótefni sem voru í sóttkví en þeir sem voru það ekki. Þá sýnir rannsóknin enn fremur tengsl milli alvarleika veikinda og magns mótefna. Þeir sem veiktust lítið eða sýndu engin einkenni höfðu því meiri tilhneigingu til að mynda lítið af mótefnum eða engin.“ Þá segir í tilkynningunni að af þeim 8,9 prósentum sem höfðu greinst með veiruna með nef- og hálssýni og ekki myndað fullt mótefnasvar hafi tæpur helmingur, eða fjögur prósent, ekki mælanleg mótefni. Þar með er ályktað að upphafleg greining þeirra einstaklinga hafi verið fölsk, eða líkami þeirra losnað við veirusýkinguna með öðrum hætti en myndun mótefnis. Þá er haft eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að gott sé að áhyggjur af því að mótefni kunni að fjara út einhverjum mánuðum eftir sýkingu sé að baki. Nú ráðist fyrirtækið í rannsóknir á frumubundnu ónæmi hjá þeim einstaklingum sem ekki mynduðu mótefni í blóði. Yfir 99 prósent enn næm fyrir veirunni Í samtali við Vísi segir Kári, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, að niðurstöðurnar séu lýsing á því sem er að gerast. „Sú lýsing sem skiptir mestu máli er á því hvernig mótefnin rísa í blóði fólks sem verður fyrir smiti og okkar niðurstöður sýna að mótefnin minnka ekkert í blóði, að minnsta kosti ekki innan fjögurra mánaða,“ segir Kári. Þetta segir hann skipta miklu máli þar sem fregnir hefðu borist af því að sá möguleiki væri fyrir hendi, að mótefni byrjuðu að minnka mjög fljótt og þannig myndast möguleiki á endursýkingu. Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á mótefnum, sem er sú stærsta sem hefur verið gerð, sýni hins vegar óyggjandi að engin minnkun sé á magni mótefna innan fjögurra mánaða. „Eitt af því sem við sýnum líka fram á er að það eru bein tengsl milli þess hversu alvarlegur sjúkdómurinn verður og hversu mikið myndast af mótefnum. Þeir sem verða sjúkastir mynda mest af mótefnum, þeir sem eru eldri mynda meira mótefni en þeir sem eru yngri og konur mynda minna mótefni heldur en karlar.“ Kári bendir þá á að séu tölur yfir einstaklinga sem greinst hafa með veiruna og yfir þá sem myndað hafa mótefni lagðar saman, sé ljóst að 0,9 prósent Íslendinga hafi sýkst af veirunni. „Það þýðir að 99,1 prósent Íslendinga eru enn þá næmir fyrir veirunni og gætu enn þá sýkst. Þannig að ef kæmi til Íslands önnur bylgja eins og fyrsta bylgjan sem kom gæti það lagt samfélagið aftur algjörlega á hliðina,“ segir Kári. Hann segir niðurstöðurnar því styðja við mikilvægi þess að hafa uppi gát á landamærunum, skima fólk sem hingað kemur, setja í sóttkví og skima aftur. Rannsóknin var unnin af vísindamönnum Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólki þeirra.Vísir/Vilhelm Sóttkví og sóttkví ekki það sama Kári bendir þá á að einstaklingar sem fóru í sóttkví vegna þess að annar fjölskyldumeðlimur hafði sýkst áttu í mun meiri hættu á að sýkjast heldur en einstaklingar sem fóru í sóttkví af öðrum ástæðum, til dæmis vegna sýkingar hjá minna tengdum einstaklingi. „Helmingur þeirra sem voru í sóttkví vegna þess að annar fjölskyldumaður hafði greinst reyndust vera sýktir. Þetta skiptir máli upp á hvernig þú beitir smitrakningu og sóttkví. Vegna þess að þegar það eru svona miklar líkur á að menn hafi sýkst, 50 prósent líkur, þá fer að verða mjög skynsamlegt að setja alla þá sem komu í snertingu við þessa fjölskyldumeðlimi líka í sóttkví.“ Kári segir þetta dæmi um hvernig lesa megi í niðurstöðurnar ýmis skilaboð um hvernig best er að bera sig að í þessum efnum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira