Hrækt að ráðherra og ráðist að kynhneigð hans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. september 2020 23:37 Jens Spahn er heilbrigðisráðherra Þýskalands. EPA/SASCHA STEINBACH Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýsklands, fékk yfir sig háðsglósur og fúkyrðaflaum síðastliðinn laugardag þar sem hann reyndi að tala við mótmælendur í Norðurrín-Vestfalíu, einu sambandslandi Þýskalands. Mótmælin sneru að aðgerðum stjórnvalda til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar, sem mótmælendur telja skerða frelsi sitt. Þá hræktu einhverjir mótmælendur í átt að ráðherranum. Mótmælendur höfðu safnast saman skammt frá viðburði sem skipulagður hafði verið í aðdraganda kosninga í sambandslandinu, að því er fram kemur á vef Guardian. Þar var sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda mótmælt. Ráðherrann er þá sagður hafa farið til mótmælendanna til þess að ræða við þá. Mótmælendur voru þó ekki mjög viðræðufúsir og í stað þess að ræða við ráðherrann var fúkyrðum hreytt í hann og hrækt var í áttina að honum. Honum var sagt að „skammast sín“ og „hypja sig,“ auk þess sem einhverjir mótmælendur reyndu að koma höggi á Spahn með því að minnast á kynhneigð hans. Spahn er samkynhneigður en mótmælendur kölluðu hann meðal annars „samkynhneigt svín.“ Að neðan má sjá myndband af samskiptum ráðherrans við mótmælendur. Mótmælendur í minnihluta Spahn var á mælendaskrá á öðrum viðburði í Bottrop í kvöld, en þýskir staðarmiðlar greina frá því að þar hafi andrúmsloftið svipað til atburðarins sem fjallað var um hér að ofan. Þar gagnrýndi ráðherrann fólk sem kýs að „halda sig í sinni Facebook og WhatsApp-veröld, gerast árásargjarnara og hætta að leitast við að eiga samskipti við fólk á öðrum skoðunum.“ Vinsældir Spahn í Þýskalandi hafa þrátt fyrir allt ofangreint farið vaxandi í Þýskalandi frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Hann er þó illa liðinn meðal þeirra sem standa gegn sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda og þeirra sem telja að kórónuveiran sé ekki jafn skaðleg og hún er. Um helgina fóru fram fjölmenn mótmæli í Berlín þar sem sóttvarnaaðgerðum þýskra stjórnvalda var mótmælt. Hluti mótmælenda braut sér þá leið inn í þinghúsið. Það gerðu þeir eftir að sá orðrómur tók að kvisast út á meðal þeirra að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði flogið til Þýskalands til að sýna málstað þeirra stuðning. Það hafði hann hins vegar ekki gert. Skoðanakannanir í Þýskalandi sýna þá fram á að mótmælendurnir, sem voru um 30.000 í Berlín um helgina, tilheyri minnihlutahópi ef litið er á þýsku þjóðina í heild. Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem þýski fjölmiðillinn ZDF birti á föstudag telja 10 prósent þeirra sem tóku þátt að stjórnvöld geri of mikið til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þá telja um 60 prósent að aðgerðir stjórnvalda séu hæfilegar, en 28 prósent telja ekki nógu langt gengið í baráttunni við faraldurinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Tengdar fréttir Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum yfirvalda Mikill fjöldi fólks kom saman í mótmælagöngu í Berlín í Þýskalandi í dag. 29. ágúst 2020 15:58 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýsklands, fékk yfir sig háðsglósur og fúkyrðaflaum síðastliðinn laugardag þar sem hann reyndi að tala við mótmælendur í Norðurrín-Vestfalíu, einu sambandslandi Þýskalands. Mótmælin sneru að aðgerðum stjórnvalda til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar, sem mótmælendur telja skerða frelsi sitt. Þá hræktu einhverjir mótmælendur í átt að ráðherranum. Mótmælendur höfðu safnast saman skammt frá viðburði sem skipulagður hafði verið í aðdraganda kosninga í sambandslandinu, að því er fram kemur á vef Guardian. Þar var sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda mótmælt. Ráðherrann er þá sagður hafa farið til mótmælendanna til þess að ræða við þá. Mótmælendur voru þó ekki mjög viðræðufúsir og í stað þess að ræða við ráðherrann var fúkyrðum hreytt í hann og hrækt var í áttina að honum. Honum var sagt að „skammast sín“ og „hypja sig,“ auk þess sem einhverjir mótmælendur reyndu að koma höggi á Spahn með því að minnast á kynhneigð hans. Spahn er samkynhneigður en mótmælendur kölluðu hann meðal annars „samkynhneigt svín.“ Að neðan má sjá myndband af samskiptum ráðherrans við mótmælendur. Mótmælendur í minnihluta Spahn var á mælendaskrá á öðrum viðburði í Bottrop í kvöld, en þýskir staðarmiðlar greina frá því að þar hafi andrúmsloftið svipað til atburðarins sem fjallað var um hér að ofan. Þar gagnrýndi ráðherrann fólk sem kýs að „halda sig í sinni Facebook og WhatsApp-veröld, gerast árásargjarnara og hætta að leitast við að eiga samskipti við fólk á öðrum skoðunum.“ Vinsældir Spahn í Þýskalandi hafa þrátt fyrir allt ofangreint farið vaxandi í Þýskalandi frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Hann er þó illa liðinn meðal þeirra sem standa gegn sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda og þeirra sem telja að kórónuveiran sé ekki jafn skaðleg og hún er. Um helgina fóru fram fjölmenn mótmæli í Berlín þar sem sóttvarnaaðgerðum þýskra stjórnvalda var mótmælt. Hluti mótmælenda braut sér þá leið inn í þinghúsið. Það gerðu þeir eftir að sá orðrómur tók að kvisast út á meðal þeirra að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði flogið til Þýskalands til að sýna málstað þeirra stuðning. Það hafði hann hins vegar ekki gert. Skoðanakannanir í Þýskalandi sýna þá fram á að mótmælendurnir, sem voru um 30.000 í Berlín um helgina, tilheyri minnihlutahópi ef litið er á þýsku þjóðina í heild. Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem þýski fjölmiðillinn ZDF birti á föstudag telja 10 prósent þeirra sem tóku þátt að stjórnvöld geri of mikið til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þá telja um 60 prósent að aðgerðir stjórnvalda séu hæfilegar, en 28 prósent telja ekki nógu langt gengið í baráttunni við faraldurinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Tengdar fréttir Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum yfirvalda Mikill fjöldi fólks kom saman í mótmælagöngu í Berlín í Þýskalandi í dag. 29. ágúst 2020 15:58 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum yfirvalda Mikill fjöldi fólks kom saman í mótmælagöngu í Berlín í Þýskalandi í dag. 29. ágúst 2020 15:58