Stöndum vörð um fjölskyldur langveikra barna Árný Ingvarsdóttir skrifar 2. september 2020 07:30 Á undanförnum mánuðum höfum við Íslendingar eins og heimsbyggðin öll kynnst því hvaða áhrif viðvarandi heilsufarsleg ógn hefur á athafnir, líðan og afkomu. Óvissan er mörgum óbærileg og enginn veit hvað gerist næst. Því miður er slíkur veruleiki heimavöllur foreldra og fjölskyldna margra langveikra barna hvað svo sem kórónuveirunni líður. Þessi viðkvæmi hópur býr í mörgum tilvikum við stöðuga óvissu árum saman, háður utanaðkomandi þjónustu alla daga. Oft er um langvarandi tekjuskerðingu að ræða vegna umönnunar barna svo ekki sé minnst á þær sálrænu afleiðingar sem viðvarandi álag og áföll hafa á foreldra og systkini langveikra barna. Hvaða áhrif ætli Covid19 faraldurinn hafi á þennan hóp? Jú, aðstæður verða enn erfiðari. Frá því í mars hafa margir foreldrar langveikra barna þurft að vera með börn sín í varnarsóttkví með tilheyrandi vinnutapi og röskun á rútínu. Þar sem hluti þessa hóps er nú þegar utan vinnumarkaðar vegna umönnunarþarfar barnanna, og aðrir sem eru á vinnumarkaði hafa þurft að vera frá vinnu vegna varnarsóttkvíar án þess að eiga rétt á sóttkvíarframfærslu, má ætla að fjárhagsleg staða sé víða grafalvarleg. Fjölskyldur hafa auk þess margar orðið fyrir ítrekuðu þjónusturofi vegna samkomubanns og sóttkvíar starfsfólks. Skólaganga barnanna hefur raskast og frístundastarf, þjálfun og dagleg rútína verið í uppnámi. Eftir langa einangrun í vor er ekki skrýtið að kvíðinn sæki að nú þegar framundan er þungur vetur og veiran aftur komin á stjá í samfélaginu. Þegar ógnin er alltumlykjandi og viðvarandi er eðlilegt að vera í samfelldri varnar- og viðbragðsstöðu. Í slíkum aðstæðum brennur fólk út, einkum þeir sem eru löngu búnir með þá orku sem eitt sinn var á tankinum. Því köllum við hjá Umhyggju - félagi langveikra barna, eftir því að fjölskyldur langveikra barna verði hafðar í algerum forgangi í öllum þeim aðgerðum sem miða að því að stemma stigu við áhrifum veirunnar á líf okkar á komandi misserum. Það er lykilatriði að búið sé svo um hnúta að þjónusturof verði ekki hjá þessum hópi og möguleikar langveikra og fatlaðra barna til að sækja skóla í staðnámi, frístund og önnur úrræði verði hafðir í forgangi. Brýnt er að allir þeir sem veita langveikum börnum þjónustu séu með skýra varaáætlun komi upp smit eða aðgerðir verði hertar. Tryggja þarf aðgengi þessa hóps að sálrænum stuðningi og takmarka óvissuna eins og mögulegt er með virkri upplýsingagjöf um stöðu mála. Síðast en ekki síst þarf að sjá til þess að foreldrum sem geta vegna barna sinna ekki sinnt vinnu verði tryggð framfærsla þar til lífið kemst í eðlilegri skorður á ný. Hópurinn er ekki stór og það er skylda okkar sem velferðarsamfélags að tryggja að líf þessara fjölskyldna haldist eins eðlilegt og unnt er. Nægar eru samt áskoranirnar sem þessar fjölskyldur mæta. Höfundur er sálfræðingur og framkvæmdastjóri Umhyggju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum mánuðum höfum við Íslendingar eins og heimsbyggðin öll kynnst því hvaða áhrif viðvarandi heilsufarsleg ógn hefur á athafnir, líðan og afkomu. Óvissan er mörgum óbærileg og enginn veit hvað gerist næst. Því miður er slíkur veruleiki heimavöllur foreldra og fjölskyldna margra langveikra barna hvað svo sem kórónuveirunni líður. Þessi viðkvæmi hópur býr í mörgum tilvikum við stöðuga óvissu árum saman, háður utanaðkomandi þjónustu alla daga. Oft er um langvarandi tekjuskerðingu að ræða vegna umönnunar barna svo ekki sé minnst á þær sálrænu afleiðingar sem viðvarandi álag og áföll hafa á foreldra og systkini langveikra barna. Hvaða áhrif ætli Covid19 faraldurinn hafi á þennan hóp? Jú, aðstæður verða enn erfiðari. Frá því í mars hafa margir foreldrar langveikra barna þurft að vera með börn sín í varnarsóttkví með tilheyrandi vinnutapi og röskun á rútínu. Þar sem hluti þessa hóps er nú þegar utan vinnumarkaðar vegna umönnunarþarfar barnanna, og aðrir sem eru á vinnumarkaði hafa þurft að vera frá vinnu vegna varnarsóttkvíar án þess að eiga rétt á sóttkvíarframfærslu, má ætla að fjárhagsleg staða sé víða grafalvarleg. Fjölskyldur hafa auk þess margar orðið fyrir ítrekuðu þjónusturofi vegna samkomubanns og sóttkvíar starfsfólks. Skólaganga barnanna hefur raskast og frístundastarf, þjálfun og dagleg rútína verið í uppnámi. Eftir langa einangrun í vor er ekki skrýtið að kvíðinn sæki að nú þegar framundan er þungur vetur og veiran aftur komin á stjá í samfélaginu. Þegar ógnin er alltumlykjandi og viðvarandi er eðlilegt að vera í samfelldri varnar- og viðbragðsstöðu. Í slíkum aðstæðum brennur fólk út, einkum þeir sem eru löngu búnir með þá orku sem eitt sinn var á tankinum. Því köllum við hjá Umhyggju - félagi langveikra barna, eftir því að fjölskyldur langveikra barna verði hafðar í algerum forgangi í öllum þeim aðgerðum sem miða að því að stemma stigu við áhrifum veirunnar á líf okkar á komandi misserum. Það er lykilatriði að búið sé svo um hnúta að þjónusturof verði ekki hjá þessum hópi og möguleikar langveikra og fatlaðra barna til að sækja skóla í staðnámi, frístund og önnur úrræði verði hafðir í forgangi. Brýnt er að allir þeir sem veita langveikum börnum þjónustu séu með skýra varaáætlun komi upp smit eða aðgerðir verði hertar. Tryggja þarf aðgengi þessa hóps að sálrænum stuðningi og takmarka óvissuna eins og mögulegt er með virkri upplýsingagjöf um stöðu mála. Síðast en ekki síst þarf að sjá til þess að foreldrum sem geta vegna barna sinna ekki sinnt vinnu verði tryggð framfærsla þar til lífið kemst í eðlilegri skorður á ný. Hópurinn er ekki stór og það er skylda okkar sem velferðarsamfélags að tryggja að líf þessara fjölskyldna haldist eins eðlilegt og unnt er. Nægar eru samt áskoranirnar sem þessar fjölskyldur mæta. Höfundur er sálfræðingur og framkvæmdastjóri Umhyggju.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun