Innlent

Bein útsending: Kynningarfundur um Matvælasjóð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Matvælasjóður var stofnaður fyrr á þessu ári sem hluti af aðgerðum stjórnvalda til að bregðast við faraldri kórónuveirunnar.
Matvælasjóður var stofnaður fyrr á þessu ári sem hluti af aðgerðum stjórnvalda til að bregðast við faraldri kórónuveirunnar.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, boðar til opins fundar um Matvælasjóð í dag klukkan 9.

Í kjölfarið mun sjóðurinn byrja að taka við umsóknum og mun Gréta María Grétarsdóttir, formaður stjórnar sjóðsins, halda kynningu á fundinum.

Vegna fjöldatakmarkana er fundinum streymt og má fylgjast með útsendingunni í spilaranum neðst í fréttinni en eftirfarandi segir í tilkynningu stjórnarráðsins um Matvælasjóð:

„Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum.

Áhersla sjóðsins er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu um land allt. Markmið Matvælasjóðs er að ná til verkefna á öllum stigum, allt frá hugmyndum til markaðssetningar og hagnýtra rannsókna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×