Rakel og Hulda opna saman sýningu og frumsýna nýtt samstarfsverkefni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. september 2020 13:00 Listakonurnar Hulda Katarina og Rakel Tomas setja í sölu ný verk í kvöld og opna svo sýningu á morgun. Mynd/Tara Tjörva Fimmtudaginn 3. september opnar sýningin Andlit í Studio Rakel Tomas, Grettisgötu 3. Sérstakt opnunarhóf verður á milli 17 og 20. Til sýnis og sölu verða málverk eftir Rakel Tomas ásamt skúlptúrum sem eru samstarfsverkefni hennar og Huldu Katarínu keramik listakonu. Fjöldi fólks inni í rýminu hverju sinni verður takmarkaður og ætla listakonurnar að hleypa inn í hollum ef þarf. Málverkin og skúlptúrarnir fara í sölu í kvöld klukkan 20:00 á síðunni rakeltomas.com. Rakel hefur vakið mikla athygli fyrir teikningar af kvenlíkamanum og andlitum en einnig fyrir dagbækur sem hún hannaði sjálf.Mynd/Tara Tjörva Rakel Tomas er myndlistakona og vinnur með kvenlíkamann á súrrealískan hátt í verkum sínum. Hingað til hefur hún verið þekkt fyrir nákvæmar blýantsteikningar en á þessari sýningu notar hún einföld lifandi form og svart blek til að mynda mismunandi andlit. Hulda Katarína er keramik listakona sem nálgast viðfangsefni sín á opinn og frjálslegan hátt. Í verkum hennar leitast hún við að draga fram lífræn eða náttúruleg form með handmótun. Hulda stundar nám við Keramikbraut Myndlistaskóla Reykjavíkur. Samstarfsverkefni Huldu og Rakelar samanstendur af vösum sem Hulda handmótar og Rakel málar síðan á. Einnig verða til sýnis skúlptúrar sem Hulda handmótar með sínum lífrænu, frjálsu formum þar sem markmið hennar er að skúlptúrarnir rími við verk Rakelar en skúlptúrana verður einnig hægt að nýta sem kertastjaka. Hulda hafði aldrei snert postulín áður en hún hóf námið.Mynd/Tara Tjörva Andlitin renna saman Þetta er fyrsta samsýning Rakel Tomas, sem hefði getað verið áskorun þar sem Rakel hefur almennt mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig hlutirnir eiga að vera og er lítið fyrir að gefa eftir í stjórn. Samstarfið gekk þó mjög vel. Hulda Katarína er á öðru ári í leirkerasmíð í listaháskólanum. Hún hafði aldrei snert postulín á ævinni þegar hún hóf námið, og hataði fyrsta verkefnið sem hún fékk, þar sem hún bjó til skálar í bláskelsformi. En, þær slógu í gegn hjá vinum hennar og fljótlega var hún farin að selja þær á Instagram, eins og heitar lummur. Raunar má segja að þær hafi bjargað henni í sumar, þegar litla vinnu var að hafa vegna covid. Hulda Katarina og Rakel TomasMynd/Tara Tjörva „Rakel málar á verk Huldu, en einnig á sinn hefðbundna efnivið pappírinn. Myndirnar eru í nokkrum ólíkum stærðum, en í stað blýantsteikninganna sem Rakel er einna þekktust fyrir vinnur hún nú með einfaldari, tvívíð form og lítur nær viðfanginu, þar sem andlit renna saman og fjölfaldast við jaðarsvið sjónu. Endurtekningin er einmitt Rakel mjög hugleikin, gegnumgangandi þema í verkum hennar, rétt eins og kvenlíkaminn. Endurtekninginn, fyrir henni, er sefandi, rétt eins og í kunnulegu ljóði eða tónverki. Þær veita verkum hennar líf og hreyfingu sem Hulda nýtti síðan sem innblástur við gerð skúlptúrana fyrir sýninguna,“ segir um sýninguna. Hægt er að fylgjast með listakonunum á Instagram: Rakel Hulda Myndlist Tíska og hönnun Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Fimmtudaginn 3. september opnar sýningin Andlit í Studio Rakel Tomas, Grettisgötu 3. Sérstakt opnunarhóf verður á milli 17 og 20. Til sýnis og sölu verða málverk eftir Rakel Tomas ásamt skúlptúrum sem eru samstarfsverkefni hennar og Huldu Katarínu keramik listakonu. Fjöldi fólks inni í rýminu hverju sinni verður takmarkaður og ætla listakonurnar að hleypa inn í hollum ef þarf. Málverkin og skúlptúrarnir fara í sölu í kvöld klukkan 20:00 á síðunni rakeltomas.com. Rakel hefur vakið mikla athygli fyrir teikningar af kvenlíkamanum og andlitum en einnig fyrir dagbækur sem hún hannaði sjálf.Mynd/Tara Tjörva Rakel Tomas er myndlistakona og vinnur með kvenlíkamann á súrrealískan hátt í verkum sínum. Hingað til hefur hún verið þekkt fyrir nákvæmar blýantsteikningar en á þessari sýningu notar hún einföld lifandi form og svart blek til að mynda mismunandi andlit. Hulda Katarína er keramik listakona sem nálgast viðfangsefni sín á opinn og frjálslegan hátt. Í verkum hennar leitast hún við að draga fram lífræn eða náttúruleg form með handmótun. Hulda stundar nám við Keramikbraut Myndlistaskóla Reykjavíkur. Samstarfsverkefni Huldu og Rakelar samanstendur af vösum sem Hulda handmótar og Rakel málar síðan á. Einnig verða til sýnis skúlptúrar sem Hulda handmótar með sínum lífrænu, frjálsu formum þar sem markmið hennar er að skúlptúrarnir rími við verk Rakelar en skúlptúrana verður einnig hægt að nýta sem kertastjaka. Hulda hafði aldrei snert postulín áður en hún hóf námið.Mynd/Tara Tjörva Andlitin renna saman Þetta er fyrsta samsýning Rakel Tomas, sem hefði getað verið áskorun þar sem Rakel hefur almennt mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig hlutirnir eiga að vera og er lítið fyrir að gefa eftir í stjórn. Samstarfið gekk þó mjög vel. Hulda Katarína er á öðru ári í leirkerasmíð í listaháskólanum. Hún hafði aldrei snert postulín á ævinni þegar hún hóf námið, og hataði fyrsta verkefnið sem hún fékk, þar sem hún bjó til skálar í bláskelsformi. En, þær slógu í gegn hjá vinum hennar og fljótlega var hún farin að selja þær á Instagram, eins og heitar lummur. Raunar má segja að þær hafi bjargað henni í sumar, þegar litla vinnu var að hafa vegna covid. Hulda Katarina og Rakel TomasMynd/Tara Tjörva „Rakel málar á verk Huldu, en einnig á sinn hefðbundna efnivið pappírinn. Myndirnar eru í nokkrum ólíkum stærðum, en í stað blýantsteikninganna sem Rakel er einna þekktust fyrir vinnur hún nú með einfaldari, tvívíð form og lítur nær viðfanginu, þar sem andlit renna saman og fjölfaldast við jaðarsvið sjónu. Endurtekningin er einmitt Rakel mjög hugleikin, gegnumgangandi þema í verkum hennar, rétt eins og kvenlíkaminn. Endurtekninginn, fyrir henni, er sefandi, rétt eins og í kunnulegu ljóði eða tónverki. Þær veita verkum hennar líf og hreyfingu sem Hulda nýtti síðan sem innblástur við gerð skúlptúrana fyrir sýninguna,“ segir um sýninguna. Hægt er að fylgjast með listakonunum á Instagram: Rakel Hulda
Myndlist Tíska og hönnun Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira