Hvetur Rússa til að vera samvinnuþýða í máli Navalní Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2020 18:27 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist sleginn yfir fullyrðingum þýskra stjórnvalda um að eitrað hafi verið fyrir einum helsta stjórnarandstæðingi Rússlands með alræmdu taugaeitri. Vísir/Vilhelm Óháð alþjóðleg rannsókn þarf að fara fram á hvernig eitrað var fyrir Alexei Navalní, einum leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra. Hann hvetur rússnesk stjórnvöld til þess að vera samvinnuþýð í að draga þá seku til ábyrgðar. Þýsk stjórnvöld greindu frá því í dag að Navalní hefði verið byrlað taugaeitrið novichok. Navalní veiktist hastarlega í flugi í síðasta mánuði. Rússneskir læknar sögðu í fyrstu að eitrað hefði verið fyrir honum en drógu það fljótt til baka. Aðstandendur Navalní kröfðust þess að fá leyfi til að flytja hann til sjúkrahúss í Berlín og var það veitt eftir nokkuð japl, jaml og fuður í Rússlandi. Novichok er sama eitur og tveir rússneskir leyniþjónustumenn eru taldir hafa byrlað Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars árið 2018. Guðlaugur Þór utanríkisráðherra segist sleginn yfir tíðindunum frá Þýskalandi um að eitrað hafi verið fyrir Navalní með taugaeitrinu í tísti nú í kvöld. „Óháð alþjóðleg rannsókn er nauðsynleg. Ég hvet rússnesk stjórnvöld til að vera samvinnuþýð að fullu við að koma réttlæti yfir þá ábyrgu,“ tísti utanríkisráðherra upphaflega á ensku. Shocked by disturbing reports from the German government that Alexei #Navalny @navalny was poisoned with a chemical agent, #Novichok. Independent international investigation is necessary. Calling on Russian authorities to cooperate fully in bringing those responsible to justice.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) September 2, 2020 Stuðningsmenn Navalní saka Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa gefið skipun um að eitra fyrir honum. Því hafa stjórnvöld í Kreml hafnað með öllu. Á langri valdatíð Pútín hefur þó fjöldi stjórnarandstæðinga og fjandmanna forsetans fallið frá við voveiflegar aðstæður. Rússneskir saksóknarar kröfðust þess í dag að fá ítarlegar upplýsingar um læknisfræðirannsóknir sem hafa verið gerðar á Navalní í Þýskalandi. Þeir hafa haldið því fram til þessa að ekkert tilefni hafi verið til þess að hefja sakamálarannsókn á veikindum Navalní. Navalní hefur einn fyrirferðamesti stjórnarandstæðingur Rússlands um árabil. Hann hefur ítrekað verið handtekinn fyrir að skipuleggja og taka þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum. Þá hafa yfirvöld þjarmað að samtökum gegn spillingu sem hann rekur. Navalní var meinað að bjóða sig fram til forseta gegn Pútín árið 2018 á grundvelli fjársvikadóms sem hann hlaut en hann fullyrðir að hafi átt sér pólitískar rætur. Utanríkismál Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Rússar krefjast nákvæmra upplýsinga um rannsóknir á Navalny Rússnesk yfirvöld hafa farið fram á það við yfirvöld í Þýskalandi að þau veiti þeim ítarlegar upplýsingar um þær læknisfræðirannsóknir sem framkvæmdar voru á rússneska stjórnarandstöðuþingmanninum Alexei Navalny í Þýskalandi. 2. september 2020 15:35 Eitrað fyrir Navalny með taugaeitrinu Novichok Eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok. Þetta er niðurstaða rannsóknar þýskra stjórnvalda. 2. september 2020 14:04 Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57 Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Sjá meira
Óháð alþjóðleg rannsókn þarf að fara fram á hvernig eitrað var fyrir Alexei Navalní, einum leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra. Hann hvetur rússnesk stjórnvöld til þess að vera samvinnuþýð í að draga þá seku til ábyrgðar. Þýsk stjórnvöld greindu frá því í dag að Navalní hefði verið byrlað taugaeitrið novichok. Navalní veiktist hastarlega í flugi í síðasta mánuði. Rússneskir læknar sögðu í fyrstu að eitrað hefði verið fyrir honum en drógu það fljótt til baka. Aðstandendur Navalní kröfðust þess að fá leyfi til að flytja hann til sjúkrahúss í Berlín og var það veitt eftir nokkuð japl, jaml og fuður í Rússlandi. Novichok er sama eitur og tveir rússneskir leyniþjónustumenn eru taldir hafa byrlað Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars árið 2018. Guðlaugur Þór utanríkisráðherra segist sleginn yfir tíðindunum frá Þýskalandi um að eitrað hafi verið fyrir Navalní með taugaeitrinu í tísti nú í kvöld. „Óháð alþjóðleg rannsókn er nauðsynleg. Ég hvet rússnesk stjórnvöld til að vera samvinnuþýð að fullu við að koma réttlæti yfir þá ábyrgu,“ tísti utanríkisráðherra upphaflega á ensku. Shocked by disturbing reports from the German government that Alexei #Navalny @navalny was poisoned with a chemical agent, #Novichok. Independent international investigation is necessary. Calling on Russian authorities to cooperate fully in bringing those responsible to justice.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) September 2, 2020 Stuðningsmenn Navalní saka Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa gefið skipun um að eitra fyrir honum. Því hafa stjórnvöld í Kreml hafnað með öllu. Á langri valdatíð Pútín hefur þó fjöldi stjórnarandstæðinga og fjandmanna forsetans fallið frá við voveiflegar aðstæður. Rússneskir saksóknarar kröfðust þess í dag að fá ítarlegar upplýsingar um læknisfræðirannsóknir sem hafa verið gerðar á Navalní í Þýskalandi. Þeir hafa haldið því fram til þessa að ekkert tilefni hafi verið til þess að hefja sakamálarannsókn á veikindum Navalní. Navalní hefur einn fyrirferðamesti stjórnarandstæðingur Rússlands um árabil. Hann hefur ítrekað verið handtekinn fyrir að skipuleggja og taka þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum. Þá hafa yfirvöld þjarmað að samtökum gegn spillingu sem hann rekur. Navalní var meinað að bjóða sig fram til forseta gegn Pútín árið 2018 á grundvelli fjársvikadóms sem hann hlaut en hann fullyrðir að hafi átt sér pólitískar rætur.
Utanríkismál Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Rússar krefjast nákvæmra upplýsinga um rannsóknir á Navalny Rússnesk yfirvöld hafa farið fram á það við yfirvöld í Þýskalandi að þau veiti þeim ítarlegar upplýsingar um þær læknisfræðirannsóknir sem framkvæmdar voru á rússneska stjórnarandstöðuþingmanninum Alexei Navalny í Þýskalandi. 2. september 2020 15:35 Eitrað fyrir Navalny með taugaeitrinu Novichok Eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok. Þetta er niðurstaða rannsóknar þýskra stjórnvalda. 2. september 2020 14:04 Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57 Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Sjá meira
Rússar krefjast nákvæmra upplýsinga um rannsóknir á Navalny Rússnesk yfirvöld hafa farið fram á það við yfirvöld í Þýskalandi að þau veiti þeim ítarlegar upplýsingar um þær læknisfræðirannsóknir sem framkvæmdar voru á rússneska stjórnarandstöðuþingmanninum Alexei Navalny í Þýskalandi. 2. september 2020 15:35
Eitrað fyrir Navalny með taugaeitrinu Novichok Eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok. Þetta er niðurstaða rannsóknar þýskra stjórnvalda. 2. september 2020 14:04
Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57
Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50