Håkan Juholt, sem gegnt hefur starfi sendiherra Svíþjóðar á Íslandi síðustu ár, vann sinn síðasta vinnudag í sendiráðinu í vikunni og hefur nú yfirgefið landið. Hann mun nú taka við starfi sendiherra Svíþjóðar í Suður-Afríku.
Juholt hefur verið sérstaklega áberandi í starfi sínu sem sendiherra á Íslandi og unnið að því að auka tengslin milli landanna.

Í færslu á Facebook sagði hann Suður-Afríku vera mikilvægt land fyrir Svíþjóð og sameiginleg saga ríkjanna nái aftur til baráttunnar gegn aðskilnaðarstefnunni. Hann segir að starf hans muni nú meðal annars snúa að baráttu fyrir lýðræði, mannréttindum, jafnrétti og í loftslagsmálum.
Regeringen har idag utnämnt mig till ambassadör i Sydafrika, ackrediterad också till Namibia, Botswana och Lesotho....
Posted by Håkan Juholt on Thursday, 3 September 2020
Juholt kvaddi Íslendinga í myndbandi sem hann birti á Facebook síðasta dag ágústmánaðar sem sjá má að neðan.
- Hej då Island. Med denna lilla videohälsning tackar jag för tre fina år och tar farväl. Eller rättare sagt; -på återseende. Det är min önskan att fler i Sverige knyter band till Island; kommuner, företag, föreningar, politiker. Vi är vänner i den nordiska familjen och kan göra så oerhört mycket mer tillsammans. Upptäck varandra! Tack och tack för mig.
Posted by Håkan Juholt on Monday, 31 August 2020
Hann verður með aðsetur í höfuðborginni Pretoríu og verður jafnframt sendiherra Svíþjóðar gagnvart Botsvana, Namibíu og Lesótó.
