Fyrirspurnum rignir inn frá áhyggjufullum konum og aðstandendum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. september 2020 12:21 Sævar Þór Jónsson er með tvö mál kvenna sem telja mistök hafa verið gerð við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu til ítarlegrar skoðunar. Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. Í skoðun er að taka tvö mál áfram sem eru sambærileg máli umbjóðanda hans. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar sem fékk rangar niðurstöður úr krabbameinsskoðun og er nú með ólæknandi krabbamein, hefur fengið fyrirspurnir frá hátt í tíu konum eða aðstandendum þeirra. „Fólk hefur verið að senda fyrirspurnir - með sambærilega mál - hvort þeirra mál eigi við eða eru af sama meiði. Það eru tvö mál sem ég er með til skoðunar sem ég tel að gætu verið svipuð eða alveg eins,“ segir Sævar Þór. Forsvarsmenn Krabbameinsfélaginu voru á fundum í gær og gáfu ekki kost á viðtali.Vísir/Sigurjón Eins og komið hefur fram í fréttum gerði starfsmaður Krabbameinsfélagsins alvarleg mistök við greiningu á sýni hjá umbjóðanda Sævars við leghálsskoðun árið 2018 þegar æxli yfirsást í greiningu. Félagið vinnur nú að því að endurskoða sex þúsund leghálssýni og er komið strax í ljós að að minnsta kosti þrjátíu konur fengu ranga niðurstöðu árið 2018. Sævar segir konur sem telja sig hafa lent í sömu mistökum hafi haft samband við hann. Sömuleiðis aðstandendur alvarlega veikra kvenna og kvenna sem eru látnar af völdum krabbameins. Eins og áður segir skoðar Sævar nú tvö mál ítarlega. Fólk hefur sögur að segja „Ég mun kanna hvort það séu líkindi með málunum og hafa þá samband við landlækni og Krabbameinsfélagið,“ segir Sævar Þór. Hann segir Krabbameinsfélagið hafa sett sig í samband við sig og vinnur hann nú með þeim í því að koma áfram upplýsingum um einstaklinga sem telja líkindi með málum með það fyrir augum að upplýsa málið. Sævar segir að fjöldi fyrirspurna komi honum á óvart í kjölfar fréttaflutnings. „Það virðist augljóst að það er einhver brotalöm í þessu ferli hjá Krabbameinsfélaginu og fólk hefur sögur að segja þótt þær séu ekki alveg sambærilegar. En já það kemur mér svolítið á óvart.“ Embætti landlæknis er með málið til rannsóknar og fundaði með fulltrúum Krabbameinsfélagsins í dag. Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. Fjallað verður áfram um málið á Vísi og í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þurfti að greinast með krabbamein í vinstra brjósti til að fá greiningu á meininu í því hægra Kona sem greindist með krabbamein í báðum brjóstum í vor segir að ýmislegt megi betur fara í greiningarferli Krabbameinsféags Íslands. 3. september 2020 09:01 Tjá sig ekki um hvort rekja megi öll mistökin til sama starfsmanns Starfsmaður leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins sem gerði mistök við greiningu á leghálssýni fimmtugrar konu greindi að minnsta kosti nokkur af sýnum þeirra þrjátíu kvenna sem hafa verið kallaðar aftur í skoðun vegna rangrar niðurstöðu um frumubreytingar. 2. september 2020 19:15 Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fleiri fréttir Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Sjá meira
Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. Í skoðun er að taka tvö mál áfram sem eru sambærileg máli umbjóðanda hans. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar sem fékk rangar niðurstöður úr krabbameinsskoðun og er nú með ólæknandi krabbamein, hefur fengið fyrirspurnir frá hátt í tíu konum eða aðstandendum þeirra. „Fólk hefur verið að senda fyrirspurnir - með sambærilega mál - hvort þeirra mál eigi við eða eru af sama meiði. Það eru tvö mál sem ég er með til skoðunar sem ég tel að gætu verið svipuð eða alveg eins,“ segir Sævar Þór. Forsvarsmenn Krabbameinsfélaginu voru á fundum í gær og gáfu ekki kost á viðtali.Vísir/Sigurjón Eins og komið hefur fram í fréttum gerði starfsmaður Krabbameinsfélagsins alvarleg mistök við greiningu á sýni hjá umbjóðanda Sævars við leghálsskoðun árið 2018 þegar æxli yfirsást í greiningu. Félagið vinnur nú að því að endurskoða sex þúsund leghálssýni og er komið strax í ljós að að minnsta kosti þrjátíu konur fengu ranga niðurstöðu árið 2018. Sævar segir konur sem telja sig hafa lent í sömu mistökum hafi haft samband við hann. Sömuleiðis aðstandendur alvarlega veikra kvenna og kvenna sem eru látnar af völdum krabbameins. Eins og áður segir skoðar Sævar nú tvö mál ítarlega. Fólk hefur sögur að segja „Ég mun kanna hvort það séu líkindi með málunum og hafa þá samband við landlækni og Krabbameinsfélagið,“ segir Sævar Þór. Hann segir Krabbameinsfélagið hafa sett sig í samband við sig og vinnur hann nú með þeim í því að koma áfram upplýsingum um einstaklinga sem telja líkindi með málum með það fyrir augum að upplýsa málið. Sævar segir að fjöldi fyrirspurna komi honum á óvart í kjölfar fréttaflutnings. „Það virðist augljóst að það er einhver brotalöm í þessu ferli hjá Krabbameinsfélaginu og fólk hefur sögur að segja þótt þær séu ekki alveg sambærilegar. En já það kemur mér svolítið á óvart.“ Embætti landlæknis er með málið til rannsóknar og fundaði með fulltrúum Krabbameinsfélagsins í dag. Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. Fjallað verður áfram um málið á Vísi og í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þurfti að greinast með krabbamein í vinstra brjósti til að fá greiningu á meininu í því hægra Kona sem greindist með krabbamein í báðum brjóstum í vor segir að ýmislegt megi betur fara í greiningarferli Krabbameinsféags Íslands. 3. september 2020 09:01 Tjá sig ekki um hvort rekja megi öll mistökin til sama starfsmanns Starfsmaður leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins sem gerði mistök við greiningu á leghálssýni fimmtugrar konu greindi að minnsta kosti nokkur af sýnum þeirra þrjátíu kvenna sem hafa verið kallaðar aftur í skoðun vegna rangrar niðurstöðu um frumubreytingar. 2. september 2020 19:15 Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fleiri fréttir Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Sjá meira
Þurfti að greinast með krabbamein í vinstra brjósti til að fá greiningu á meininu í því hægra Kona sem greindist með krabbamein í báðum brjóstum í vor segir að ýmislegt megi betur fara í greiningarferli Krabbameinsféags Íslands. 3. september 2020 09:01
Tjá sig ekki um hvort rekja megi öll mistökin til sama starfsmanns Starfsmaður leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins sem gerði mistök við greiningu á leghálssýni fimmtugrar konu greindi að minnsta kosti nokkur af sýnum þeirra þrjátíu kvenna sem hafa verið kallaðar aftur í skoðun vegna rangrar niðurstöðu um frumubreytingar. 2. september 2020 19:15
Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31