Þvertaka fyrir að hafa eitrað fyrir Navalny Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2020 13:28 Vladimir Pútín, forseti Rússlands, og Dmitry Peskov, talsmaður hans. EPA/YURI KOCHETKOV Ríkisstjórn Rússlands þvertekur fyrir að bera á nokkurn hátt ábyrgð á því að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, einum helsta stjórnarandstæðingi Rússlands, með taugaeitrinu Novichok. Það er taugaeitur sem þróað var á tímum Sovétríkjanna og er skilgreint sem efnavopn. Það var meðal annars notað til að eitra fyrir rússneska njósnaranum Sergei Skripal, sem Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur kallað svikara og drullusokk. Yfirvöld í Þýskalandi lýstu því yfir í gær að Novichok hefði greinst í Navalny. Hann hafði fallið í yfirlið í flugi frá Síberíu til Moskvu þann 20. ágúst. Aðstandendur hans grunaði fljótt að eitrað hefði verið fyrir honum og reyndu að flytja hann til Þýskalands. Því var hafnað af læknum sjúkrahússins í borginni Omsk og röktu aðstandendur hans þá höfnun til Kreml. Þau sögðu markmiðið að tefja flutning hans og reyna að koma í veg fyrir að hægt væri að greina ummerki eitrunar í blóði hans. Navalny er enn í dái en læknar segja ástand hans hafa skánað til muna. Ekki er hægt að segja til um mögulega langvarandi áhrif eitrunarinnar. Ríkisstjórn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sendi svo frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að sérfræðingar þýska hersins hefðu staðfest að eitrað hefði verið fyrir Navalny með Novichok. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, sagði í dag að ríkisstjórn Rússlands hefði ekki eitrað fyrir Navalny. Varaði hann önnur ríki við því að stökkva að ályktunum. Ræða þvinganir gegn Rússum Ráðamenn vestrænna ríkja hafa rætt að beita Rússa viðskiptaþvingunum vegna eitrunarinnar. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur þegar orðið fyrir þrýstingi um að endurskoða ákvörðun sína varðandi Nord Stream 2 gasleiðsluna sem á að flytja gas frá Rússlandi til Þýskalands. Í leiðara í Bild segir til að mynda að með því að byggja leiðsluna séu Þjóðverjar svo gott sem að fjármagna næstu eitrun Pútín. Peskov segir að ekkert til efni sé til þess að íhuga refsiaðgerðir vegna þess að rússar hafi ekkert gert, eins og hann segir sjálfur. Peskov sagðist ekki átta sig á því hver ætti að hagnast á því að eitra fyrir Navalny. Vinsældir Pútín hafa þó farið dvínandi í Rússlandi, sé mið tekið af skoðanakönnunum. Navalny hefur verið í forsvari fyrir stjórnarandstöðuna í Rússlandi og hann hafði þar að auki varið miklum tíma og orku í að rannsaka spillingu embættismanna. Fernando Arias, yfirmaður Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) segir að rannsaka þurfi eitrun Navalny af gaumgæfni. Um notkun efnavopns sé að ræða og það hafi verið fordæmt af samningnum um bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra, sem Ísland er aðili að, auk flestra annarra ríkja heimsins. Þar á meðal Rússlands. Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Hvetur Rússa til að vera samvinnuþýða í máli Navalní Óháð alþjóðleg rannsókn þarf að fara fram á hvernig eitrað var fyrir Alexei Navalní, einum leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra. 2. september 2020 18:27 Rússar krefjast nákvæmra upplýsinga um rannsóknir á Navalny Rússnesk yfirvöld hafa farið fram á það við yfirvöld í Þýskalandi að þau veiti þeim ítarlegar upplýsingar um þær læknisfræðirannsóknir sem framkvæmdar voru á rússneska stjórnarandstöðuþingmanninum Alexei Navalny í Þýskalandi. 2. september 2020 15:35 Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57 Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Ríkisstjórn Rússlands þvertekur fyrir að bera á nokkurn hátt ábyrgð á því að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, einum helsta stjórnarandstæðingi Rússlands, með taugaeitrinu Novichok. Það er taugaeitur sem þróað var á tímum Sovétríkjanna og er skilgreint sem efnavopn. Það var meðal annars notað til að eitra fyrir rússneska njósnaranum Sergei Skripal, sem Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur kallað svikara og drullusokk. Yfirvöld í Þýskalandi lýstu því yfir í gær að Novichok hefði greinst í Navalny. Hann hafði fallið í yfirlið í flugi frá Síberíu til Moskvu þann 20. ágúst. Aðstandendur hans grunaði fljótt að eitrað hefði verið fyrir honum og reyndu að flytja hann til Þýskalands. Því var hafnað af læknum sjúkrahússins í borginni Omsk og röktu aðstandendur hans þá höfnun til Kreml. Þau sögðu markmiðið að tefja flutning hans og reyna að koma í veg fyrir að hægt væri að greina ummerki eitrunar í blóði hans. Navalny er enn í dái en læknar segja ástand hans hafa skánað til muna. Ekki er hægt að segja til um mögulega langvarandi áhrif eitrunarinnar. Ríkisstjórn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sendi svo frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að sérfræðingar þýska hersins hefðu staðfest að eitrað hefði verið fyrir Navalny með Novichok. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, sagði í dag að ríkisstjórn Rússlands hefði ekki eitrað fyrir Navalny. Varaði hann önnur ríki við því að stökkva að ályktunum. Ræða þvinganir gegn Rússum Ráðamenn vestrænna ríkja hafa rætt að beita Rússa viðskiptaþvingunum vegna eitrunarinnar. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur þegar orðið fyrir þrýstingi um að endurskoða ákvörðun sína varðandi Nord Stream 2 gasleiðsluna sem á að flytja gas frá Rússlandi til Þýskalands. Í leiðara í Bild segir til að mynda að með því að byggja leiðsluna séu Þjóðverjar svo gott sem að fjármagna næstu eitrun Pútín. Peskov segir að ekkert til efni sé til þess að íhuga refsiaðgerðir vegna þess að rússar hafi ekkert gert, eins og hann segir sjálfur. Peskov sagðist ekki átta sig á því hver ætti að hagnast á því að eitra fyrir Navalny. Vinsældir Pútín hafa þó farið dvínandi í Rússlandi, sé mið tekið af skoðanakönnunum. Navalny hefur verið í forsvari fyrir stjórnarandstöðuna í Rússlandi og hann hafði þar að auki varið miklum tíma og orku í að rannsaka spillingu embættismanna. Fernando Arias, yfirmaður Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) segir að rannsaka þurfi eitrun Navalny af gaumgæfni. Um notkun efnavopns sé að ræða og það hafi verið fordæmt af samningnum um bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra, sem Ísland er aðili að, auk flestra annarra ríkja heimsins. Þar á meðal Rússlands.
Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Hvetur Rússa til að vera samvinnuþýða í máli Navalní Óháð alþjóðleg rannsókn þarf að fara fram á hvernig eitrað var fyrir Alexei Navalní, einum leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra. 2. september 2020 18:27 Rússar krefjast nákvæmra upplýsinga um rannsóknir á Navalny Rússnesk yfirvöld hafa farið fram á það við yfirvöld í Þýskalandi að þau veiti þeim ítarlegar upplýsingar um þær læknisfræðirannsóknir sem framkvæmdar voru á rússneska stjórnarandstöðuþingmanninum Alexei Navalny í Þýskalandi. 2. september 2020 15:35 Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57 Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Hvetur Rússa til að vera samvinnuþýða í máli Navalní Óháð alþjóðleg rannsókn þarf að fara fram á hvernig eitrað var fyrir Alexei Navalní, einum leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra. 2. september 2020 18:27
Rússar krefjast nákvæmra upplýsinga um rannsóknir á Navalny Rússnesk yfirvöld hafa farið fram á það við yfirvöld í Þýskalandi að þau veiti þeim ítarlegar upplýsingar um þær læknisfræðirannsóknir sem framkvæmdar voru á rússneska stjórnarandstöðuþingmanninum Alexei Navalny í Þýskalandi. 2. september 2020 15:35
Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57
Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50