Guðmundur nýr stjórnarformaður CRI Atli Ísleifsson skrifar 3. september 2020 12:38 Guðmundur Þóroddsson hefur gegnt stöðu forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavík Geothermal, þar sem hann er nú stjórnarformaður. CRI Guðmundur Þóroddsson er nýr stjórnarformaður íslenska tæknifyrirtækisins Carbon Recycling International (CRI) en aðalfundur félagsins fór fram undir lok nýliðins ágústmánaðar. Auk Guðmundar komu Ásgeir Ívarsson og Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir ný inn í stjórn, en fyrir í stjórn voru þau Fiona Xiang Fei, Ingólfur Guðmundsson og Laurent Van Wulpen. Í tilkynningu frá CRI segir að Guðmundur sé reyndur stjórnandi og hafi meðal annars gegnt stöðu forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavík Geothermal, þar sem hann er nú stjórnarformaður. Þau Ásgeir og Margrét hafi bæði gegnt lykilhlutverkum hjá CRI sem stjórnendur á sviði tækni og fjármála. „CRI hlaut í síðustu viku viðurkenningu Vaxtarsprotans annað árið í röð, en velta fyrirtækisins jókst um 78% milli ára. Vaxandi áhugi er fyrir tæknilausnum félagsins enda er nú verið að setja aukna fjármuni í að draga úr losun koltvísýrings um allan heim. Félagið er í forystu á heimsvísu í þróun tækni til nýtingar koltvísýrings við framleiðslu rafeldsneytis og efnavöru. CRI vinnur nú að hönnun verksmiðju samkvæmt samningi við efnafyrirtæki í Kína sem byggð er á skölun á þeirri tækni sem fyrst var nýtt í verksmiðju félagsins í Svartsengi. Verkefnið er staðsett í Anyang í austurhluta Kína og mun það koma til með að draga úr losun á 160.000 tonnum af koltvísýringi árlega. Heildarfjarfesting í verkefninu nemur um 12 milljörðum króna og er gert ráð fyrir að gangsetning hefjist á síðari hluta næsta árs,“ segir í tilkynningu. Carbon Recycling International - CRI hf. er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem þróar, hannar og afhendir búnað til að framleiða endurnýjanlegt eldsneyti og vistvæna efnavöru, úr kolefni og vetni. Vistaskipti Orkumál Mest lesið Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Viðskipti innlent Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Viðskipti innlent Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Sjá meira
Guðmundur Þóroddsson er nýr stjórnarformaður íslenska tæknifyrirtækisins Carbon Recycling International (CRI) en aðalfundur félagsins fór fram undir lok nýliðins ágústmánaðar. Auk Guðmundar komu Ásgeir Ívarsson og Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir ný inn í stjórn, en fyrir í stjórn voru þau Fiona Xiang Fei, Ingólfur Guðmundsson og Laurent Van Wulpen. Í tilkynningu frá CRI segir að Guðmundur sé reyndur stjórnandi og hafi meðal annars gegnt stöðu forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavík Geothermal, þar sem hann er nú stjórnarformaður. Þau Ásgeir og Margrét hafi bæði gegnt lykilhlutverkum hjá CRI sem stjórnendur á sviði tækni og fjármála. „CRI hlaut í síðustu viku viðurkenningu Vaxtarsprotans annað árið í röð, en velta fyrirtækisins jókst um 78% milli ára. Vaxandi áhugi er fyrir tæknilausnum félagsins enda er nú verið að setja aukna fjármuni í að draga úr losun koltvísýrings um allan heim. Félagið er í forystu á heimsvísu í þróun tækni til nýtingar koltvísýrings við framleiðslu rafeldsneytis og efnavöru. CRI vinnur nú að hönnun verksmiðju samkvæmt samningi við efnafyrirtæki í Kína sem byggð er á skölun á þeirri tækni sem fyrst var nýtt í verksmiðju félagsins í Svartsengi. Verkefnið er staðsett í Anyang í austurhluta Kína og mun það koma til með að draga úr losun á 160.000 tonnum af koltvísýringi árlega. Heildarfjarfesting í verkefninu nemur um 12 milljörðum króna og er gert ráð fyrir að gangsetning hefjist á síðari hluta næsta árs,“ segir í tilkynningu. Carbon Recycling International - CRI hf. er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem þróar, hannar og afhendir búnað til að framleiða endurnýjanlegt eldsneyti og vistvæna efnavöru, úr kolefni og vetni.
Vistaskipti Orkumál Mest lesið Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Viðskipti innlent Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Viðskipti innlent Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Sjá meira