Eins metra regla fyrir alla og 200 megi koma saman Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. september 2020 14:13 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir hefur lagt það til við heilbrigðisráðherra að fjöldamörk samkomubanns verði hækkuð úr hundrað manns upp í tvö hundruð frá og með 7. september næstkomandi, fyrr en áætlað var. Þá verði tveggja metra reglan eins og hún er núna afnumin og í stað þess verði nálægðarmörk miðuð við einn metra. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Þórólfur leggur einnig til að leyfilegur fjöldi gesta í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði 75 prósent af hámarksfjölda í stað 50 prósent eins og nú er. Þá verði íþróttaleikir með snertingu áfram leyfðir með 200 manna hólfaskiptingu og eins metra reglu, auk þess sem sviðslistasýningar verði leyfðar með að hámarki 200 áhorfendum og eins metra reglu. Engin breyting verði hins vegar á opnunartíma skemmtistaða en Þórólfur leggur áfram til að þeir verði opnir til ellefu á kvöldin, líkt og verið hefur undanfarna mánuði. Einn metri ásættanlegur Eins metra reglan, sem nú er aðeins í gildi í skólum landsins, mun að mati Þórólfs liðka til við ýmislegt í samfélaginu. Þá segir hann að niðurstöður úr rannsóknum sem berist nú sýni að eins metra fjarlægð milli manna minnki líkur á smiti fimmfalt. Það telur Þórólfur ásættanlegt. Grímuskylda verður óbreytt frá því sem verið hefur, utan þess að nú miðast fjarlægðarmörk við einn en ekki tvo metra. Eins og áður segir er gert ráð fyrir að breytingarnar taki gildi mánudaginn 7. september. Það er nokkuð fyrr en áætlað var en núverandi auglýsing heilbrigðisráðherra um sóttvarnaraðgerðir átti að gilda til 10. september. Þórólfur telur jafnvel von á að nýja auglýsing ráðherra verði birt strax í dag. Þá gerir Þórólfur ráð fyrir að nýju aðgerðirnar verði endurskoðaðar tveimur til þremur vikum eftir að þær taka gildi á mánudag. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjögur ný innanlandssmit Alls greindust fjórir með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Tveir voru í sóttkví. 3. september 2020 11:07 Útibúi lokað og þrettán í sóttkví vegna smits starfsmanns Þrettán starfsmenn Landsbankans í Mjódd eru komnir í sóttkví. Beðið er upplýsinga hvort að hafa þurfi samband við viðskiptavini sem mættu í útibúið fyrr í vikunni. 3. september 2020 09:48 Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira
Sóttvarnalæknir hefur lagt það til við heilbrigðisráðherra að fjöldamörk samkomubanns verði hækkuð úr hundrað manns upp í tvö hundruð frá og með 7. september næstkomandi, fyrr en áætlað var. Þá verði tveggja metra reglan eins og hún er núna afnumin og í stað þess verði nálægðarmörk miðuð við einn metra. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Þórólfur leggur einnig til að leyfilegur fjöldi gesta í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði 75 prósent af hámarksfjölda í stað 50 prósent eins og nú er. Þá verði íþróttaleikir með snertingu áfram leyfðir með 200 manna hólfaskiptingu og eins metra reglu, auk þess sem sviðslistasýningar verði leyfðar með að hámarki 200 áhorfendum og eins metra reglu. Engin breyting verði hins vegar á opnunartíma skemmtistaða en Þórólfur leggur áfram til að þeir verði opnir til ellefu á kvöldin, líkt og verið hefur undanfarna mánuði. Einn metri ásættanlegur Eins metra reglan, sem nú er aðeins í gildi í skólum landsins, mun að mati Þórólfs liðka til við ýmislegt í samfélaginu. Þá segir hann að niðurstöður úr rannsóknum sem berist nú sýni að eins metra fjarlægð milli manna minnki líkur á smiti fimmfalt. Það telur Þórólfur ásættanlegt. Grímuskylda verður óbreytt frá því sem verið hefur, utan þess að nú miðast fjarlægðarmörk við einn en ekki tvo metra. Eins og áður segir er gert ráð fyrir að breytingarnar taki gildi mánudaginn 7. september. Það er nokkuð fyrr en áætlað var en núverandi auglýsing heilbrigðisráðherra um sóttvarnaraðgerðir átti að gilda til 10. september. Þórólfur telur jafnvel von á að nýja auglýsing ráðherra verði birt strax í dag. Þá gerir Þórólfur ráð fyrir að nýju aðgerðirnar verði endurskoðaðar tveimur til þremur vikum eftir að þær taka gildi á mánudag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjögur ný innanlandssmit Alls greindust fjórir með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Tveir voru í sóttkví. 3. september 2020 11:07 Útibúi lokað og þrettán í sóttkví vegna smits starfsmanns Þrettán starfsmenn Landsbankans í Mjódd eru komnir í sóttkví. Beðið er upplýsinga hvort að hafa þurfi samband við viðskiptavini sem mættu í útibúið fyrr í vikunni. 3. september 2020 09:48 Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira
Fjögur ný innanlandssmit Alls greindust fjórir með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Tveir voru í sóttkví. 3. september 2020 11:07
Útibúi lokað og þrettán í sóttkví vegna smits starfsmanns Þrettán starfsmenn Landsbankans í Mjódd eru komnir í sóttkví. Beðið er upplýsinga hvort að hafa þurfi samband við viðskiptavini sem mættu í útibúið fyrr í vikunni. 3. september 2020 09:48
Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32