Verðmunur á makríl Svanur Guðmundsson skrifar 3. september 2020 15:00 Enn á ný er verðmunur á makríl, sem landað er á Íslandi eða í Noregi og Færeyjum, til umræðu. Til að fá gleggri mynd af málinu fannst mér gagnlegt að skoða þær upplýsingar sem liggja fyrir um stöðu fyrirtækja sem vinna makríl í Noregi. Fyrir skömmu landaði Börkur NK hjá Global Florö AS í Noregi sem er staðsett í Álasundi og fékk gott verð fyrir aflann. Ég varð mér út um afkomutölur Global Florö AS síðastliðin fimm ár (2015-2019). Þar kemur ýmislegt fróðlegt í ljós, meðal annars að fyrirtækið er rekið með tapi í þrjú ár af þessum fimm. Ef afkoman er dregin saman þessi fimm ár þá tapar fyrirtækið samtals einni og hálfri milljón norskra króna á þessum árum eða 24 milljónum íslenskra króna. Fyrirtækið borgar nær enga skatta þessi ár sem um ræðir, þvert á móti fær það endurgreiðslu frá skattinum. Sú endurgreiðsla berst í þrjú ár af þessum fimm sem eru hér til skoðunar. Launagreiðslur fyrirtækisins til landverkafólksins þar eru frá 6 til 8% af veltu sem er bara brot af þeim launum sem íslensku sjómennirnir fá fyrir sína vinnu. Úr reikningi Global Florö AS. Tekjur, hráefniskostnaður og launagreiðslur í 1000 NOK fyrir árin 2015-2019. Það er vitað að fyrirkomulag vinnslu og veiða í Noregi er allt annað en það sem viðgengst hér á landi. Samkeppni um hráefnið er mikil og það kemur fram í háu hráefnisverði. Þessi samkeppni virðist leiða til þess að menn frestast til að greiða óeðlilega hátt verð fyrir hráefni bara til að ná því inn til vinnslu til sín. Þetta háa verð skapar óvissu um framtíðarrekstur þessara fyrirtækja svo og starfsöryggi fólksins. Reikningar félagsins sýna að eigendur eru ekki að fá mikið fyrir sína fjárfestingu. Því er ólíklegt að þeir séu færir um að leggja í miklar fjárfestingar miðað við þessi rekstrarskilyrði og ekki geta þeir greitt sér út arð með þessa afkomu. Í frétt Fiskeribladet þann 10. ágúst síðastliðinn var rætt við nokkra hagsmunaaðila innan greinarinnar um stöðuna á makrílvinnslunni í Noregi. Þar vöruðu menn við of mikilli bjartsýni við kaup á hráefni. Það hefði komið niður á mörgum vinnslum síðasta haust og töldu þeir að verð á afurðum myndi líklega halda áfram að lækka í vetur. Makríllinn væri auk þess smærri og hlutfall >600 gr. er að minnka. Því væri það verð sem menn eru að greiða fyrir hráefnið of hátt fyrir vinnsluna. Fréttin staðfestir það sem rekstrartölur Global Florö AS sýna. Ef rýnt er í skýrslu sem kom út árið 2010 hjá Norrænu ráðherranefndinni, “Félags- og efnahagsleg ávöxtun uppsjávarveiða í Norðaustur-Atlantshafi (Samfundsøkonomisk afkast af pelagiske fiskerier i nordøstatlanten)” sést að þar er gerður samanburður á veiðum uppsjávarskipa. Þar kemur fram að mikill munur er á rekstrarumhverfi þeirra sem gera út á uppsjávarfisk í Norður-Atlantshafi. Meðalverð milli landa er mjög ólíkt og skýrist það að miklu leyti af breytilegri ráðstöfun afla, svo og hvenær hver tegund er veidd. Mikil munur er á daganýtingu skipa og eru til dæmis skip frá Noregi með þriðjungi færri sjódaga og mun minna aflamagn að jafnaði en íslensku bátarnir. Fleira er tínt til í skýrslunni sem of langt mál er að telja hér upp en sýnir glögglega hve erfitt er að bera saman verð á milli landa. Það að segja að eitthvað eitt verð eigi að gilda fyrir einhverja tegund uppsjávarfisks er ómögulegt. Það er jafn óútreiknanlegt og veðrið en vissulega þurfa sjómenn að kunna að lesa í bæði veður og verð. Spurningin er alltaf sú sama hér og í Noregi. Hvað eiga sjómenn að fá í sinn hlut og hvað á starfsfólk við framleiðsluna í landi, nærsamfélagið í þeim byggðalögum þar sem vinnslan fer fram, ríkið og eigendur að fá? En það er ljóst að rekstur sem er að greiða 90% kostnaðar fyrir hráefni nær ekki að lifa lengi og fer örugglega á hausinn þegar tækin eru úr sér gengin. Þannig er ekki hægt að reka vinnslufyrirtæki. Það er óábyrgur rekstur ef fyrirtæki hafa ekki afkomu sem gefur þeim svigrúm til þess að endurfjárfesta í framleiðslutækjum. Fyrirtækin bera samfélagslega ábyrgð með fólkinu og því nærumhverfi sem þau starfa í. Því verða þau að horfa til lengri tíma við sínar ákvarðanir. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Sjávarútvegur Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Enn á ný er verðmunur á makríl, sem landað er á Íslandi eða í Noregi og Færeyjum, til umræðu. Til að fá gleggri mynd af málinu fannst mér gagnlegt að skoða þær upplýsingar sem liggja fyrir um stöðu fyrirtækja sem vinna makríl í Noregi. Fyrir skömmu landaði Börkur NK hjá Global Florö AS í Noregi sem er staðsett í Álasundi og fékk gott verð fyrir aflann. Ég varð mér út um afkomutölur Global Florö AS síðastliðin fimm ár (2015-2019). Þar kemur ýmislegt fróðlegt í ljós, meðal annars að fyrirtækið er rekið með tapi í þrjú ár af þessum fimm. Ef afkoman er dregin saman þessi fimm ár þá tapar fyrirtækið samtals einni og hálfri milljón norskra króna á þessum árum eða 24 milljónum íslenskra króna. Fyrirtækið borgar nær enga skatta þessi ár sem um ræðir, þvert á móti fær það endurgreiðslu frá skattinum. Sú endurgreiðsla berst í þrjú ár af þessum fimm sem eru hér til skoðunar. Launagreiðslur fyrirtækisins til landverkafólksins þar eru frá 6 til 8% af veltu sem er bara brot af þeim launum sem íslensku sjómennirnir fá fyrir sína vinnu. Úr reikningi Global Florö AS. Tekjur, hráefniskostnaður og launagreiðslur í 1000 NOK fyrir árin 2015-2019. Það er vitað að fyrirkomulag vinnslu og veiða í Noregi er allt annað en það sem viðgengst hér á landi. Samkeppni um hráefnið er mikil og það kemur fram í háu hráefnisverði. Þessi samkeppni virðist leiða til þess að menn frestast til að greiða óeðlilega hátt verð fyrir hráefni bara til að ná því inn til vinnslu til sín. Þetta háa verð skapar óvissu um framtíðarrekstur þessara fyrirtækja svo og starfsöryggi fólksins. Reikningar félagsins sýna að eigendur eru ekki að fá mikið fyrir sína fjárfestingu. Því er ólíklegt að þeir séu færir um að leggja í miklar fjárfestingar miðað við þessi rekstrarskilyrði og ekki geta þeir greitt sér út arð með þessa afkomu. Í frétt Fiskeribladet þann 10. ágúst síðastliðinn var rætt við nokkra hagsmunaaðila innan greinarinnar um stöðuna á makrílvinnslunni í Noregi. Þar vöruðu menn við of mikilli bjartsýni við kaup á hráefni. Það hefði komið niður á mörgum vinnslum síðasta haust og töldu þeir að verð á afurðum myndi líklega halda áfram að lækka í vetur. Makríllinn væri auk þess smærri og hlutfall >600 gr. er að minnka. Því væri það verð sem menn eru að greiða fyrir hráefnið of hátt fyrir vinnsluna. Fréttin staðfestir það sem rekstrartölur Global Florö AS sýna. Ef rýnt er í skýrslu sem kom út árið 2010 hjá Norrænu ráðherranefndinni, “Félags- og efnahagsleg ávöxtun uppsjávarveiða í Norðaustur-Atlantshafi (Samfundsøkonomisk afkast af pelagiske fiskerier i nordøstatlanten)” sést að þar er gerður samanburður á veiðum uppsjávarskipa. Þar kemur fram að mikill munur er á rekstrarumhverfi þeirra sem gera út á uppsjávarfisk í Norður-Atlantshafi. Meðalverð milli landa er mjög ólíkt og skýrist það að miklu leyti af breytilegri ráðstöfun afla, svo og hvenær hver tegund er veidd. Mikil munur er á daganýtingu skipa og eru til dæmis skip frá Noregi með þriðjungi færri sjódaga og mun minna aflamagn að jafnaði en íslensku bátarnir. Fleira er tínt til í skýrslunni sem of langt mál er að telja hér upp en sýnir glögglega hve erfitt er að bera saman verð á milli landa. Það að segja að eitthvað eitt verð eigi að gilda fyrir einhverja tegund uppsjávarfisks er ómögulegt. Það er jafn óútreiknanlegt og veðrið en vissulega þurfa sjómenn að kunna að lesa í bæði veður og verð. Spurningin er alltaf sú sama hér og í Noregi. Hvað eiga sjómenn að fá í sinn hlut og hvað á starfsfólk við framleiðsluna í landi, nærsamfélagið í þeim byggðalögum þar sem vinnslan fer fram, ríkið og eigendur að fá? En það er ljóst að rekstur sem er að greiða 90% kostnaðar fyrir hráefni nær ekki að lifa lengi og fer örugglega á hausinn þegar tækin eru úr sér gengin. Þannig er ekki hægt að reka vinnslufyrirtæki. Það er óábyrgur rekstur ef fyrirtæki hafa ekki afkomu sem gefur þeim svigrúm til þess að endurfjárfesta í framleiðslutækjum. Fyrirtækin bera samfélagslega ábyrgð með fólkinu og því nærumhverfi sem þau starfa í. Því verða þau að horfa til lengri tíma við sínar ákvarðanir. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun