Konur í Beirút berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi Heimsljós 4. september 2020 14:00 Ljósmynd frá Beirút UN Women Að mati UN Women eru konur og stúlkur í Líbanon sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi. Sprengingarnar í Beirút fyrir mánuði, COVID-19 og djúpstæð efnahagskreppa veikja stöðu kvenna og stúlkna. „Konur og stúlkur á vergangi og eða á flótta eru afar berskjaldaðar fyrir ofbeldi, neyðarskýli eru yfirfull, þær fá sjaldnast ró og næði og þær hafa takmarkað aðgengi að salernis- og hreinlætisaðstöðu auk þess sem skortur er á kynjaskiptingu á salernum og í sturtum sem ýtir undir óöryggi kvenna,“ segir í frétt UN Women. Bent er á að fyrir hafi staðan verið alvarleg. Miklar efnahagsþrengingar og spillt stjórnarfar ógni stöðu líbönsku þjóðarinnar auk þess sem heilbrigðiskerfið sé undir miklu álagi vegna COVID-19 faraldursins. Síðast en ekki síst sé staða kvenna almennt slæm – en Líbanon mælist nr. 139 af 153 ríkjum í mælingu Alþjóðaefnahagsráðsins (WEF). „Sprengingarnar í Beirút lögðu borgina í rúst og kölluðu hörmungar yfir landið. Yfir 200 hafa látist, rúmlega 5000 eru særðir og yfir 300 þúsund hafa misst heimili sín. COVID-19 smitum fjölgar ört en fimm dögum eftir sprengingarnar mældist hæsta hlutfall nýrra smita á einum degi frá upphafi faraldursins í Líbanon.“ Ljóð eftir GDNR er á baki FO-bolsins. Að sögn UN Women er búist við að eftirköst sprenginganna ýti enn frekar undir efnahagslega neyð þjóðarinnar og þar með stöðu kvenna. „Ljóst er að heimilisofbeldi hefur aukist í Líbanon, líkt og víða um heim. Áætlað er að atvinnuþátttaka kvenna muni dragast saman um 14-19% og fátækar konur eru mun líklegri til að búa við fæðuóöryggi, atvinnuleysi, hafa síður aðgang að félagslegri vernd og eiga í aukinni hættu á að vera beittar ofbeldi,“ segir UN Women. Í gær hófst hjá UN Women sala á „Fokk ofbeldi“ bolnum. Allur ágóði rennur til verkefna UN Women til upprætingar á ofbeldi gegn konum og stúlkum í Líbanon. Framan á bolnum er ljósmynd eftir Önnu Maggý sem sýnir FO á táknmáli, túlkað af Aldísi A. Hamilton. Aftan á er frumsamið ljóð eftir GDRN um baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Líbanon Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent
Að mati UN Women eru konur og stúlkur í Líbanon sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi. Sprengingarnar í Beirút fyrir mánuði, COVID-19 og djúpstæð efnahagskreppa veikja stöðu kvenna og stúlkna. „Konur og stúlkur á vergangi og eða á flótta eru afar berskjaldaðar fyrir ofbeldi, neyðarskýli eru yfirfull, þær fá sjaldnast ró og næði og þær hafa takmarkað aðgengi að salernis- og hreinlætisaðstöðu auk þess sem skortur er á kynjaskiptingu á salernum og í sturtum sem ýtir undir óöryggi kvenna,“ segir í frétt UN Women. Bent er á að fyrir hafi staðan verið alvarleg. Miklar efnahagsþrengingar og spillt stjórnarfar ógni stöðu líbönsku þjóðarinnar auk þess sem heilbrigðiskerfið sé undir miklu álagi vegna COVID-19 faraldursins. Síðast en ekki síst sé staða kvenna almennt slæm – en Líbanon mælist nr. 139 af 153 ríkjum í mælingu Alþjóðaefnahagsráðsins (WEF). „Sprengingarnar í Beirút lögðu borgina í rúst og kölluðu hörmungar yfir landið. Yfir 200 hafa látist, rúmlega 5000 eru særðir og yfir 300 þúsund hafa misst heimili sín. COVID-19 smitum fjölgar ört en fimm dögum eftir sprengingarnar mældist hæsta hlutfall nýrra smita á einum degi frá upphafi faraldursins í Líbanon.“ Ljóð eftir GDNR er á baki FO-bolsins. Að sögn UN Women er búist við að eftirköst sprenginganna ýti enn frekar undir efnahagslega neyð þjóðarinnar og þar með stöðu kvenna. „Ljóst er að heimilisofbeldi hefur aukist í Líbanon, líkt og víða um heim. Áætlað er að atvinnuþátttaka kvenna muni dragast saman um 14-19% og fátækar konur eru mun líklegri til að búa við fæðuóöryggi, atvinnuleysi, hafa síður aðgang að félagslegri vernd og eiga í aukinni hættu á að vera beittar ofbeldi,“ segir UN Women. Í gær hófst hjá UN Women sala á „Fokk ofbeldi“ bolnum. Allur ágóði rennur til verkefna UN Women til upprætingar á ofbeldi gegn konum og stúlkum í Líbanon. Framan á bolnum er ljósmynd eftir Önnu Maggý sem sýnir FO á táknmáli, túlkað af Aldísi A. Hamilton. Aftan á er frumsamið ljóð eftir GDRN um baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Líbanon Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent