Málin sem lögmaðurinn hyggst skoða nánar orðin þrjú Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2020 12:52 Sævar Þór Jónsson, lögmaður. Vísir/Egill/Vilhelm Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku hyggst kanna grundvöll til málsóknar í þremur sambærilegum málum. Eitt slíkt mál hefur því bæst við síðan í gær. Um er að ræða mál þriggja einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein, þar af er einn látinn. Fyrirspurnum frá áhyggjufullum konum og aðstandendum sem vilja kanna rétt sinn vegna mögulegra mistaka við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu hefur rignt yfir Sævar Þór Jónsson lögmann undanfarna daga. Mál umbjóðanda hans, konu sem greindist með ólæknandi krabbamein eftir að hafa fengið rangar niðurstöður úr krabbameinsskoðun árið 2018, hefur vakið mikla athygli. Sævar segir í samtali við Vísi að sér hafi nú borist beiðnir um að skoða tólf mál krabbameinssjúklinga eða aðstandenda þeirra. „Ég hef ákveðið að af þessum tólf málum skoði ég þrjú mál nánar. Þar sem ég tel að séu líkindi, eða geti verið hugsanleg líkindi, með þessu upphafsmáli,“ segir Sævar. Um er að ræða þrjá einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein. Þar af er einn látinn. Verið sé að kanna hvort gerð hafi verið mistök við greiningu sýnanna árið 2018, líkt og í málinu sem fyrst var greint frá. Sævar segir að þessi þrjú mál séu þó ekki komin á það stig að þau flokkist sem bótamál. „Ég tel rétt að skoða þessi mál til hlítar og kanna þá frekari gögn í þeim málum. En það er of snemmt að segja til um frekari framvindu þeirra.“ Félagið beri ábyrgðina, ekki einn starfsmaður Mál fyrstu konunnar, í hverju Krabbameinsfélagið hefur viðurkennt mistök, er nú í ferli. Sævar segir boltann nú hjá félaginu. „Við höfum óskað eftir samningaviðræðum við félagið. Það er á frumstigi, við höfum reyndar ekki fengið svar enn þá en ég geri ráð fyrir að félagið ráðfæri sig við sína ráðgjafa áður.“ Þá tekur Sævar sérstaklega fram að engar bætur muni koma til með að bæta upp fyrir mistökin. Málið snúist ekki um bæturnar heldur einkum um að vekja athygli á því sem betur megi fara í kerfinu. Þá sé það félagið en ekki einn tiltekinn starfsmaður sem bera eigi ábyrgð á málinu. „Þetta er kerfi sem er formað og stýrt af Krabbameinsfélaginu en ekki einhverjum einstaklingi. Þannig að það er í raun og veru ekki hægt að kenna einhverjum einstaklingi um, því það er ákveðin stjórnendaábyrgð. Ef að kerfið sem þeir eiga að hafa umsjón með virkar ekki þá eru það þeir sem bera ábyrgðina sem stjórnendur. Þessi einstaklingur sem hefur átt við veikindi að stríða er veikur og ég geri ráð fyrir að stjórnendur Krabbameinsfélagsins hafi vitað af því og þeir hafi þá átt að gæta þess að viðkomandi starfsmaður gæti sýnt starfi sínu. Og auðvitað er samúð mín með þessum starfsmanni að öllu leyti en ég tel að stjórnendur Krabbameinsfélagsins verði að axla ábyrgð,“ segir Sævar. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að verið væri að endurskoða yfir sex þúsund sýni frá árunum 2017 til 2019 sem umræddur starfsmaður hafði haft með höndum. 1.800 sýni hafa verið skoðuð og 2,5% kvenna kallaðar til frekari skoðunar þar sem þær fengu ranga greiningu. Það eru 45 konur. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Öskureið yfir „siðleysi“ og „aumingjadómi“ Krabbameinsfélagsins Fyrrverandi heilbrigðisráðherra segir forsvarsmenn Krabbameinsfélags Íslands sýna af sér siðleysi í framgöngu þeirra vegna mistaka við greiningu á leghálssýnum árið 2018. 4. september 2020 11:07 Hafa kallað inn fleiri konur vegna sýna sem sami starfsmaður skoðaði Starfsmaðurinn sem skoðaði sýni konunnar sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein í ár lét af störfum hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins í febrúar á þessu ári. 3. september 2020 17:16 Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31 Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira
Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku hyggst kanna grundvöll til málsóknar í þremur sambærilegum málum. Eitt slíkt mál hefur því bæst við síðan í gær. Um er að ræða mál þriggja einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein, þar af er einn látinn. Fyrirspurnum frá áhyggjufullum konum og aðstandendum sem vilja kanna rétt sinn vegna mögulegra mistaka við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu hefur rignt yfir Sævar Þór Jónsson lögmann undanfarna daga. Mál umbjóðanda hans, konu sem greindist með ólæknandi krabbamein eftir að hafa fengið rangar niðurstöður úr krabbameinsskoðun árið 2018, hefur vakið mikla athygli. Sævar segir í samtali við Vísi að sér hafi nú borist beiðnir um að skoða tólf mál krabbameinssjúklinga eða aðstandenda þeirra. „Ég hef ákveðið að af þessum tólf málum skoði ég þrjú mál nánar. Þar sem ég tel að séu líkindi, eða geti verið hugsanleg líkindi, með þessu upphafsmáli,“ segir Sævar. Um er að ræða þrjá einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein. Þar af er einn látinn. Verið sé að kanna hvort gerð hafi verið mistök við greiningu sýnanna árið 2018, líkt og í málinu sem fyrst var greint frá. Sævar segir að þessi þrjú mál séu þó ekki komin á það stig að þau flokkist sem bótamál. „Ég tel rétt að skoða þessi mál til hlítar og kanna þá frekari gögn í þeim málum. En það er of snemmt að segja til um frekari framvindu þeirra.“ Félagið beri ábyrgðina, ekki einn starfsmaður Mál fyrstu konunnar, í hverju Krabbameinsfélagið hefur viðurkennt mistök, er nú í ferli. Sævar segir boltann nú hjá félaginu. „Við höfum óskað eftir samningaviðræðum við félagið. Það er á frumstigi, við höfum reyndar ekki fengið svar enn þá en ég geri ráð fyrir að félagið ráðfæri sig við sína ráðgjafa áður.“ Þá tekur Sævar sérstaklega fram að engar bætur muni koma til með að bæta upp fyrir mistökin. Málið snúist ekki um bæturnar heldur einkum um að vekja athygli á því sem betur megi fara í kerfinu. Þá sé það félagið en ekki einn tiltekinn starfsmaður sem bera eigi ábyrgð á málinu. „Þetta er kerfi sem er formað og stýrt af Krabbameinsfélaginu en ekki einhverjum einstaklingi. Þannig að það er í raun og veru ekki hægt að kenna einhverjum einstaklingi um, því það er ákveðin stjórnendaábyrgð. Ef að kerfið sem þeir eiga að hafa umsjón með virkar ekki þá eru það þeir sem bera ábyrgðina sem stjórnendur. Þessi einstaklingur sem hefur átt við veikindi að stríða er veikur og ég geri ráð fyrir að stjórnendur Krabbameinsfélagsins hafi vitað af því og þeir hafi þá átt að gæta þess að viðkomandi starfsmaður gæti sýnt starfi sínu. Og auðvitað er samúð mín með þessum starfsmanni að öllu leyti en ég tel að stjórnendur Krabbameinsfélagsins verði að axla ábyrgð,“ segir Sævar. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að verið væri að endurskoða yfir sex þúsund sýni frá árunum 2017 til 2019 sem umræddur starfsmaður hafði haft með höndum. 1.800 sýni hafa verið skoðuð og 2,5% kvenna kallaðar til frekari skoðunar þar sem þær fengu ranga greiningu. Það eru 45 konur.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Öskureið yfir „siðleysi“ og „aumingjadómi“ Krabbameinsfélagsins Fyrrverandi heilbrigðisráðherra segir forsvarsmenn Krabbameinsfélags Íslands sýna af sér siðleysi í framgöngu þeirra vegna mistaka við greiningu á leghálssýnum árið 2018. 4. september 2020 11:07 Hafa kallað inn fleiri konur vegna sýna sem sami starfsmaður skoðaði Starfsmaðurinn sem skoðaði sýni konunnar sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein í ár lét af störfum hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins í febrúar á þessu ári. 3. september 2020 17:16 Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31 Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira
Öskureið yfir „siðleysi“ og „aumingjadómi“ Krabbameinsfélagsins Fyrrverandi heilbrigðisráðherra segir forsvarsmenn Krabbameinsfélags Íslands sýna af sér siðleysi í framgöngu þeirra vegna mistaka við greiningu á leghálssýnum árið 2018. 4. september 2020 11:07
Hafa kallað inn fleiri konur vegna sýna sem sami starfsmaður skoðaði Starfsmaðurinn sem skoðaði sýni konunnar sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein í ár lét af störfum hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins í febrúar á þessu ári. 3. september 2020 17:16
Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31