Á Vísi í dag verður hægt að sjá hina átta leikina í Þjóðadeildinni fyrir utan leik Íslands og Englands í Laugardalnum.
Þetta verður viðburðaríkur dagur í A-deildinni en titilvörn Portúgala hefst þegar Króatía kemur í heimsókn til Porto í kvöld. Portúgal vann fyrstu Þjóðadeildina sumarið 2019.
Frændur okkar Svíar hefja líka leik með krefjandi verkefni þegar heimsmeistarar Frakka koma í heimsókn til þeirra á Vinavöllum í Stokkhólmi.
Alls verða átta leikir sýndir beint í Þjóðadeild UEFA í fótbolta hér á Vísi í dag en fyrstu tveir leikir dagsins hefjast klukkan 13.00. Það verða þrír leikir klukkan 16.00 og síðustu þrír leikirnir eru síðan klukkan 18.45.
Hægt er að horfa á útsendingar frá leikjunum með því að smella á viðeigandi hlekk hér að neðan. Útsendingarnar birtast neðst í textalýsingu hvers leiks, svo að lesendur gætu þurft að skruna niður í gegnum textalýsinguna til að finna beina útsendingu.
Leikir í beinni á Vísi í dag:
A-deild
Danmörk - Belgía (Hefst klukkan 18.45)
Portúgal - Króatía (Kl. 18.45)
Svíþjóð - Frakkland (Kl. 18.45)
C-deild
Norður Makedónía - Armenína (Kl. 13.00)
Aserbaísjan - Lúxemborg (Kl. 16.00)
Kýpur - Svartfjallaland (Kl. 16.00)
Eistland - Georgía (Kl. 16.00)
D-deild
Gíbraltar - San Marínó (Kl. 13.00)