Sir Mo Farah og Sifan Hassan settu heimsmet í kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2020 23:30 Sir Mo Farah setti heimsmet í kvöld. Gregory Van Gansen/Getty Images Sir Mo Farah var meðal keppenda á Demantsmóti í frjálsum íþróttum í Brussel í kvöld. Gerði hann sér lítið fyrir og sló heimsmet. Er þetta hans fyrsta heimsmet á ferlinum. Sömu sögu er að segja af Sifan Hassan sem sló metið í sömu grein kvennamegin. WORLD RECORD Mo #Farah sets a new WR of 21.330km in the One Hour. #BrusselsDL pic.twitter.com/kPyYTNLReh— Wanda Diamond League (@Diamond_League) September 4, 2020 Hinn 37 ára gamli Farah er einn virtasti langhlaupari sögunnar. Segir það sitt að hann hafi hlotið nafnbótina „Sir.“ Hann hætti brautarhlaupum árið 2017 og snéri sér alfarið að maraþonhlaupum. Hann dró ákvörðun sína til baka og stefndi á Ólympíuleikana í Tókýó sem fram áttu að fara á þessu ári. Hann hefur greinilega haldið sér við en í kvöld setti hann heimsmet í svokölluðu klukkustundarhlaupi. Þar hlaupa keppendur einfaldlega jafn mikið og þeir geta á einum klukkutíma. Alls hljóp Farah 21,330 metra eða 21.3 kílómeter, sem er heimsmet. Farah er sigursælasti frjálsíþróttamaður Breta á Ólympíuleikum frá upphafi en þetta var hans fyrsta heimsmet. Sannast þar með gamalkunna vísan að lengi lifir í gömlum glæðum. Sifan Hassan of the Netherlands broke the rarely run one-hour world record on Friday by covering 18.930 kilometres https://t.co/CkY7TVa61j— CBC Olympics (@CBCOlympics) September 4, 2020 Þá féll heimsmetið einnig í sömu grein kvennamegin. Hin hollenska Sifan Hassan gerði sér lítið fyrir og hljóp 18,930 metra á einum klukkutíma. BBC greindi frá. Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Sir Mo Farah var meðal keppenda á Demantsmóti í frjálsum íþróttum í Brussel í kvöld. Gerði hann sér lítið fyrir og sló heimsmet. Er þetta hans fyrsta heimsmet á ferlinum. Sömu sögu er að segja af Sifan Hassan sem sló metið í sömu grein kvennamegin. WORLD RECORD Mo #Farah sets a new WR of 21.330km in the One Hour. #BrusselsDL pic.twitter.com/kPyYTNLReh— Wanda Diamond League (@Diamond_League) September 4, 2020 Hinn 37 ára gamli Farah er einn virtasti langhlaupari sögunnar. Segir það sitt að hann hafi hlotið nafnbótina „Sir.“ Hann hætti brautarhlaupum árið 2017 og snéri sér alfarið að maraþonhlaupum. Hann dró ákvörðun sína til baka og stefndi á Ólympíuleikana í Tókýó sem fram áttu að fara á þessu ári. Hann hefur greinilega haldið sér við en í kvöld setti hann heimsmet í svokölluðu klukkustundarhlaupi. Þar hlaupa keppendur einfaldlega jafn mikið og þeir geta á einum klukkutíma. Alls hljóp Farah 21,330 metra eða 21.3 kílómeter, sem er heimsmet. Farah er sigursælasti frjálsíþróttamaður Breta á Ólympíuleikum frá upphafi en þetta var hans fyrsta heimsmet. Sannast þar með gamalkunna vísan að lengi lifir í gömlum glæðum. Sifan Hassan of the Netherlands broke the rarely run one-hour world record on Friday by covering 18.930 kilometres https://t.co/CkY7TVa61j— CBC Olympics (@CBCOlympics) September 4, 2020 Þá féll heimsmetið einnig í sömu grein kvennamegin. Hin hollenska Sifan Hassan gerði sér lítið fyrir og hljóp 18,930 metra á einum klukkutíma. BBC greindi frá.
Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Sjá meira