Erlent

Á annan tug látnir eftir gas­sprengingu í Dhaka

Atli Ísleifsson skrifar
Sprengingin varð í gærkvöldi, á sama tíma og fjöldi fólks var að yfirgefa föstudagsbæn í moskunni.
Sprengingin varð í gærkvöldi, á sama tíma og fjöldi fólks var að yfirgefa föstudagsbæn í moskunni. EPA

Sextán manns hið minnsta eru látnir og rúmlega tuttugu slösuðust eftir að gassprenging varð við mosku í Dhaka, höfuðborg Bangladess.

Sprengingin varð í gærkvöldi, á sama tíma og fjöldi fólks var að yfirgefa föstudagsbæn í moskunni. Eitt fórnarlambanna var barn.

Erlendir fjölmiðlar segja að fjöldi fólks hafi verið fluttur á sjúkrahús með alvarlega brunaáverka og sé fastlega gert ráð fyrir að tala látinna komi til með að hækka.

Yfirvöld í landinu hafa hafið rannsókn á sprengingunni, en talið er að gasleki hafi orðið í leiðslunni. Gas hafi safnast saman inni í moskunni og að sprengingin orðið þegar kveikt var á loftræstikerfi moskunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×