Vill ekki draga of víðtækar ályktanir af tilraun Rússa með bóluefni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. september 2020 12:56 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm Þátttakendur í fyrstu rannsókn rússneskra vísindamanna á bóluefni við kórónuveirunni mynduðu mótefni gegn veirunni og hlutu ekki alvarlegar aukaverkanir. Sóttvarnarlæknir telur þó varhugavert að draga of miklar ályktanir af rannsókninni þar sem þátttakendur voru fáir. Allir þátttakendur í frumtilraun bóluefnis sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn kórónuveirunni án alvarlegra aukaverkana. Þetta kemur fram í breska læknatímaritinu Lancet. Í úrtakinu voru 76 manns. Fylgst með þeim í fjörutíu daga og höfðu flestir myndað mótefni við veirunni innan þriggja virkna. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir segir varhugavert að draga ályktanir af tilrauninni á þessu stigi. „Þessar rannsóknir eru ekki komnar mjög langt. Þetta eru nokkrir einstaklingar. Allt of fáir einstaklingar til að hægt sé að draga nokkra ályktun af slíkri rannsókn. Það verður að rannsaka þúsundir og tugi þúsunda einsaklinga áður en maður fer að leggja mark á niðurstöðunar, en þetta kannski er ágætis byrjun,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Rannsaka þurfi stóra hópa svo hægt sé að taka mark á niðurstöðum. „Það þarf að rannsaka mjög stóra hópa til þess að hægt sé að leggja mark á það, þannig maður er ekkert að velta sér upp úr þessu umfram rannsókn á öðrum bóluefnum núna. Það eru fullt af öðrum bóluefnum á svipuðum stað,“ sagði Þórólfur. Rússar segja að frekari tilraunir með um 40 þúsund þátttakendum séu þegar hafnar. Þeir búast við því að framleiða allt að tvær milljónir skammta af bóluefni fyrir lok árs. Búast ekki við bólusetningum fyrr en á næsta ári Sérfræðingar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar segjast ekki búast við bólusetningum fyrr en um mitt ár 2021. „Ég held að menn þurfi bara að sjá hverju fram vindur. Við eigum eftir að fá niðurstöður úr þessum rannsóknum. Það getur vel verið að stórar rannsóknir sýni að bóluefni virki ekki alveg eins vel og menn héldu eða að það komi fram alvarleg aukaverkun og þá dettur það bara upp fyrir sig, þá er ekkert meira gert.“ „Þannig það er langt í það að maður geti sagt eitthvað endanlegt. En auðvitað lofar þetta góðu að menn skuli vera komnir svona langt. Það er bara mjög ánægjulegt,“ sagði Þórólfur. Einn greindist með kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn og var hann ekki í sóttkví. Þrír greindust á landamærunum, þar af einn með mótefni og er niðurstöðu mótefnamælinga beðið í tveimur tilvikum. 88 eru í einangrun og fækkar þeim um átta á milli daga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rússneska bóluefnið gaf góða raun í tilraunum Allir þátttakendur í frumtilraunum með bóluefni sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn Covid-19 án alvarlegra aukaverkana samkvæmt niðurstöðum sem breska læknaritið Lancet birti í dag. 4. september 2020 20:13 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Þátttakendur í fyrstu rannsókn rússneskra vísindamanna á bóluefni við kórónuveirunni mynduðu mótefni gegn veirunni og hlutu ekki alvarlegar aukaverkanir. Sóttvarnarlæknir telur þó varhugavert að draga of miklar ályktanir af rannsókninni þar sem þátttakendur voru fáir. Allir þátttakendur í frumtilraun bóluefnis sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn kórónuveirunni án alvarlegra aukaverkana. Þetta kemur fram í breska læknatímaritinu Lancet. Í úrtakinu voru 76 manns. Fylgst með þeim í fjörutíu daga og höfðu flestir myndað mótefni við veirunni innan þriggja virkna. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir segir varhugavert að draga ályktanir af tilrauninni á þessu stigi. „Þessar rannsóknir eru ekki komnar mjög langt. Þetta eru nokkrir einstaklingar. Allt of fáir einstaklingar til að hægt sé að draga nokkra ályktun af slíkri rannsókn. Það verður að rannsaka þúsundir og tugi þúsunda einsaklinga áður en maður fer að leggja mark á niðurstöðunar, en þetta kannski er ágætis byrjun,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Rannsaka þurfi stóra hópa svo hægt sé að taka mark á niðurstöðum. „Það þarf að rannsaka mjög stóra hópa til þess að hægt sé að leggja mark á það, þannig maður er ekkert að velta sér upp úr þessu umfram rannsókn á öðrum bóluefnum núna. Það eru fullt af öðrum bóluefnum á svipuðum stað,“ sagði Þórólfur. Rússar segja að frekari tilraunir með um 40 þúsund þátttakendum séu þegar hafnar. Þeir búast við því að framleiða allt að tvær milljónir skammta af bóluefni fyrir lok árs. Búast ekki við bólusetningum fyrr en á næsta ári Sérfræðingar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar segjast ekki búast við bólusetningum fyrr en um mitt ár 2021. „Ég held að menn þurfi bara að sjá hverju fram vindur. Við eigum eftir að fá niðurstöður úr þessum rannsóknum. Það getur vel verið að stórar rannsóknir sýni að bóluefni virki ekki alveg eins vel og menn héldu eða að það komi fram alvarleg aukaverkun og þá dettur það bara upp fyrir sig, þá er ekkert meira gert.“ „Þannig það er langt í það að maður geti sagt eitthvað endanlegt. En auðvitað lofar þetta góðu að menn skuli vera komnir svona langt. Það er bara mjög ánægjulegt,“ sagði Þórólfur. Einn greindist með kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn og var hann ekki í sóttkví. Þrír greindust á landamærunum, þar af einn með mótefni og er niðurstöðu mótefnamælinga beðið í tveimur tilvikum. 88 eru í einangrun og fækkar þeim um átta á milli daga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rússneska bóluefnið gaf góða raun í tilraunum Allir þátttakendur í frumtilraunum með bóluefni sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn Covid-19 án alvarlegra aukaverkana samkvæmt niðurstöðum sem breska læknaritið Lancet birti í dag. 4. september 2020 20:13 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Rússneska bóluefnið gaf góða raun í tilraunum Allir þátttakendur í frumtilraunum með bóluefni sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn Covid-19 án alvarlegra aukaverkana samkvæmt niðurstöðum sem breska læknaritið Lancet birti í dag. 4. september 2020 20:13