Fótbolti

Frakkland, Portúgal og Belgía öll með sigra

Ísak Hallmundarson skrifar
Portugal v Croatia - UEFA Nations League Joao Felix of Portugal celebrates with teammates after scoring during the UEFA Nations League group stage football match between Portugal and Croatia at the Dragao stadium in Porto, Portugal on September 5, 2020. (Photo by Pedro Fiúza/NurPhoto via Getty Images)
Portugal v Croatia - UEFA Nations League Joao Felix of Portugal celebrates with teammates after scoring during the UEFA Nations League group stage football match between Portugal and Croatia at the Dragao stadium in Porto, Portugal on September 5, 2020. (Photo by Pedro Fiúza/NurPhoto via Getty Images)

Þremur leikjum lauk nú rétt í þessu í A-deild Þjóðadeildar UEFA. Belgar sigruðu Dani, Frakkar unnu Svía og Portúgal vann sannfærandi sigur á Króatíu.

Í riðli Íslendinga í A-deildinni, Riðli 2, mættust Danmörk og Belgía í Kaupmannahöfn. Belgía fór með nokkuð þægilegan 0-2 sigur af hólmi. Jason Denayer kom þeim yfir á 9. mínútu og í seinni hálfleik, á 77. mínútu, innsiglaði Dries Mertens 2-0 sigur Belga. Belgía því á toppnum í riðlinum eftir fyrstu umferð.

Tveir leikir fóru fram í Riðli 3. Portúgal vann öruggan 4-1 sigur á Króatíu, silfurliðinu á HM 2018, á heimavelli sínum í Lissabon. Joao Cancelo, Joao Felix, Diogo Jota og Andre Silva skoruðu mörk Portúgala en Cristiano Ronaldo tók ekki þátt í leiknum vegna sýkingar í fæti.

Frakkland marði Svíþjóð í Stokkhólmi, 0-1. Eina mark leiksins skoraði Kylian Mbappé á 41. mínútu. Antoine Griezmann hefði getað breytt stöðunni í 2-0 í uppbótartíma en klúðraði vítaspyrnu. Paul Pogba var ekki með Frakklandi í leiknum þar sem hann greindist með kórónuveiruna á dögunum, en Anthony Martial, samherji Pogba hjá Manchester United, kom inná sem varamaður og spilaði sinn fyrsta landsleik síðan árið 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×