Leikmannahópur Englands metin á milljarð pund Ísak Hallmundarson skrifar 6. september 2020 11:45 Leikmannahópur Englands er sá dýrasti í heimi. getty/Haflidi Breidfjord Enska landsliðið kom í heimsókn í Laugardalinn í gær og mætti íslenska landsliðinu í Þjóðadeild UEFA. Englendingar unnu á endanum dramatískan 1-0 sigur, sigurmarkið skoraði Raheem Sterling af vítapunktinum í uppbótartíma. Kyle Walker hafði fengið rautt spjald á 70. mínútu og spilaði Ísland manni fleiri í 19 mínútur, þar til Sverrir Ingi Ingason fékk rauða spjaldið. Eftir að Sterling kom Englandi yfir fékk Ísland kjörið tækifæri til að jafna úr vítaspyrnu á lokamínútu uppbótartímans en Birkir Bjarnason skaut yfir markið frá vítapunktinum. Það sem vekur athygli er að leikmannahópur Englands er sá langdýrasti í Þjóðadeildinni, raunar sá dýrasti í heimi, á meðan íslenski landsliðshópurinn er í 38. sæti á þeim lista. Landsliðshópur Íslands er metinn á 23,5 milljónir punda en sá enski er metinn á einn milljarð punda. Í öðru sæti er franski landsliðshópurinn sem metinn er á 882,9 milljónir punda og þar á eftir kemur sá ítalski, metinn á 847 milljónir punda. Enski hópurinn er meira en fjörutíu sinnum dýrari en sá íslenski. Í enska landsliðinu eru leikmenn eins og Harry Kane, Raheem Sterling, Marcus Rashford, Jadon Sancho, Harry Maguire og Dele Alli. Þeir eru allir metnir á vel yfir 50 milljónir punda og eru Kane, Sterling og Sancho allir metnir á yfir 100 milljónir punda samkvæmt Transfermarkt. Ef miðað er við verðmæti landsliðshópa má segja að íslenska landsliðið hafi gert ansi vel að tapa jafn naumlega gegn enska landsliðinu og raun bar vitni. Hér má skoða nánar listann yfir verðmætustu landsliðshópa í Evrópu. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira
Enska landsliðið kom í heimsókn í Laugardalinn í gær og mætti íslenska landsliðinu í Þjóðadeild UEFA. Englendingar unnu á endanum dramatískan 1-0 sigur, sigurmarkið skoraði Raheem Sterling af vítapunktinum í uppbótartíma. Kyle Walker hafði fengið rautt spjald á 70. mínútu og spilaði Ísland manni fleiri í 19 mínútur, þar til Sverrir Ingi Ingason fékk rauða spjaldið. Eftir að Sterling kom Englandi yfir fékk Ísland kjörið tækifæri til að jafna úr vítaspyrnu á lokamínútu uppbótartímans en Birkir Bjarnason skaut yfir markið frá vítapunktinum. Það sem vekur athygli er að leikmannahópur Englands er sá langdýrasti í Þjóðadeildinni, raunar sá dýrasti í heimi, á meðan íslenski landsliðshópurinn er í 38. sæti á þeim lista. Landsliðshópur Íslands er metinn á 23,5 milljónir punda en sá enski er metinn á einn milljarð punda. Í öðru sæti er franski landsliðshópurinn sem metinn er á 882,9 milljónir punda og þar á eftir kemur sá ítalski, metinn á 847 milljónir punda. Enski hópurinn er meira en fjörutíu sinnum dýrari en sá íslenski. Í enska landsliðinu eru leikmenn eins og Harry Kane, Raheem Sterling, Marcus Rashford, Jadon Sancho, Harry Maguire og Dele Alli. Þeir eru allir metnir á vel yfir 50 milljónir punda og eru Kane, Sterling og Sancho allir metnir á yfir 100 milljónir punda samkvæmt Transfermarkt. Ef miðað er við verðmæti landsliðshópa má segja að íslenska landsliðið hafi gert ansi vel að tapa jafn naumlega gegn enska landsliðinu og raun bar vitni. Hér má skoða nánar listann yfir verðmætustu landsliðshópa í Evrópu.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira