Þurfi að gefa fólki tækifæri til að lifa eðlilegu lífi innanlands Sylvía Hall skrifar 6. september 2020 14:00 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenski erfðagreiningar, segir ljóst að það væri óskynsamlegt að skipta út sóttkví fyrir heimskomusmitgát milli skimana eftir komuna til landsins. Sjö einstaklingar hefðu greinst með virkt smit í seinni skimun eftir komuna til landsins, sem væri um það bil einn af hverjum þúsund. Þá væru betri úrræði fyrir hendi til þess að sjá til þess að fólk virti sóttkvíarskyldu. Kári var gestur Silfursins ásamt Jóni Ívari Eyþórssyni, prófessor við læknadeild Harvard-háskóla. Jón Ívar hefur undanfarið skrifað greinar í Morgunblaðið þar sem hann beinir sjónum sínum að aðgerðum yfirvalda í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn, og þá einna helst að aðgerðum á landamærunum sem hann telur of harðar. Kári svaraði þó vangaveltum Jóns Ívars fyrr í vikunni. Jón Ívar sagði ljóst að dánartíðni vegna veirunnar væri mun lægri en talið var í upphafi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi áætlað í fyrstu að dánartíðnin væri um 3,2 prósent en hún væri í raun um 0,2 prósent. Kári sagði það vissulega vera rétt, en hún væri þó mun hærri á meðal fólks yfir 85 ára, eða um 25 prósent. Jón Ívar væri jafnframt að „snúa allskonar hlutum á hvolf“. „Við erum með ansi stóran hóp af fólki sem er 85 ára og eldri. Það væri dapurlegt að fara að taka upp ætternisstapa aftur og henda gamla fólkinu fram af hömrum – það viljum við ekki,“ sagði Kári. Mikilvægt að fólk geti lifað eðlilegu lífi Jón Ívar er prófessur við læknadeild Harvard-háskóla.Facebook Jón Ívar benti á að samhliða aðgerðum innanlands væru ýmis önnur vandamál að koma upp. Afleiðingar þeirra væru að til að mynda aukið heimilisofbeldi og hærri sjálfsvígstíðni. „Þá var ég bara að tala um heilsufarslegar afleiðingar en auðvitað eru efnahagslegar afleiðingar líka.“ „Það er sem ég er að benda á er í rauninni bara að það sé mikilvægt að þeir sem taka ákvarðanir viti hver raunverulega talan er, því það þarf að taka ákveðna heildarmynd í þetta,“ sagði Jón Ívar. Kári tók undir þá skoðun Jóns Ívars að gæta þyrfti hófs í öllum aðgerðum. Heimilisofbeldi hefði vissulega aukist en það væri röng nálgun að ætla að slaka á aðgerðum við landamærin til þess að sporna gegn því. „Aðferðin til þess að minnka þetta er að gefa fólkinu í landinu tækifæri til þess að lifa eðlilegu lífi, þurfa ekki að vera í sóttkví og þurfa ekki að loka sig inni, geta snert hvort annað, geta farið á tónleika, geta stundað skólalíf á eðlilegan hátt,“ sagði Kári og bætti við að enn væri langt í land hvað það varðar. Fjarkennsla væri víða og samkomutakmarkanir enn í gildi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir ótækt að bera dánarlíkur Covid-sjúklinga saman við bílslys eða hjartasjúkdóma Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, segir að í grein Jóns Ívars Einarssonar, prófessors við læknadeild Harvard-háskóla, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, sé gert lítið úr hættunni sem stafar af Covid-19 og kórónuveirufaraldrinum. 29. ágúst 2020 23:22 Fólk gæti hætt að fylgja reglunum verði gengið of langt Jón Ívar Einarsson, íslenskur prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur nýtt fyrirkomulag við skimun á landamærunum þrengja of mikið að frelsi borgaranna. 29. ágúst 2020 12:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenski erfðagreiningar, segir ljóst að það væri óskynsamlegt að skipta út sóttkví fyrir heimskomusmitgát milli skimana eftir komuna til landsins. Sjö einstaklingar hefðu greinst með virkt smit í seinni skimun eftir komuna til landsins, sem væri um það bil einn af hverjum þúsund. Þá væru betri úrræði fyrir hendi til þess að sjá til þess að fólk virti sóttkvíarskyldu. Kári var gestur Silfursins ásamt Jóni Ívari Eyþórssyni, prófessor við læknadeild Harvard-háskóla. Jón Ívar hefur undanfarið skrifað greinar í Morgunblaðið þar sem hann beinir sjónum sínum að aðgerðum yfirvalda í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn, og þá einna helst að aðgerðum á landamærunum sem hann telur of harðar. Kári svaraði þó vangaveltum Jóns Ívars fyrr í vikunni. Jón Ívar sagði ljóst að dánartíðni vegna veirunnar væri mun lægri en talið var í upphafi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi áætlað í fyrstu að dánartíðnin væri um 3,2 prósent en hún væri í raun um 0,2 prósent. Kári sagði það vissulega vera rétt, en hún væri þó mun hærri á meðal fólks yfir 85 ára, eða um 25 prósent. Jón Ívar væri jafnframt að „snúa allskonar hlutum á hvolf“. „Við erum með ansi stóran hóp af fólki sem er 85 ára og eldri. Það væri dapurlegt að fara að taka upp ætternisstapa aftur og henda gamla fólkinu fram af hömrum – það viljum við ekki,“ sagði Kári. Mikilvægt að fólk geti lifað eðlilegu lífi Jón Ívar er prófessur við læknadeild Harvard-háskóla.Facebook Jón Ívar benti á að samhliða aðgerðum innanlands væru ýmis önnur vandamál að koma upp. Afleiðingar þeirra væru að til að mynda aukið heimilisofbeldi og hærri sjálfsvígstíðni. „Þá var ég bara að tala um heilsufarslegar afleiðingar en auðvitað eru efnahagslegar afleiðingar líka.“ „Það er sem ég er að benda á er í rauninni bara að það sé mikilvægt að þeir sem taka ákvarðanir viti hver raunverulega talan er, því það þarf að taka ákveðna heildarmynd í þetta,“ sagði Jón Ívar. Kári tók undir þá skoðun Jóns Ívars að gæta þyrfti hófs í öllum aðgerðum. Heimilisofbeldi hefði vissulega aukist en það væri röng nálgun að ætla að slaka á aðgerðum við landamærin til þess að sporna gegn því. „Aðferðin til þess að minnka þetta er að gefa fólkinu í landinu tækifæri til þess að lifa eðlilegu lífi, þurfa ekki að vera í sóttkví og þurfa ekki að loka sig inni, geta snert hvort annað, geta farið á tónleika, geta stundað skólalíf á eðlilegan hátt,“ sagði Kári og bætti við að enn væri langt í land hvað það varðar. Fjarkennsla væri víða og samkomutakmarkanir enn í gildi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir ótækt að bera dánarlíkur Covid-sjúklinga saman við bílslys eða hjartasjúkdóma Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, segir að í grein Jóns Ívars Einarssonar, prófessors við læknadeild Harvard-háskóla, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, sé gert lítið úr hættunni sem stafar af Covid-19 og kórónuveirufaraldrinum. 29. ágúst 2020 23:22 Fólk gæti hætt að fylgja reglunum verði gengið of langt Jón Ívar Einarsson, íslenskur prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur nýtt fyrirkomulag við skimun á landamærunum þrengja of mikið að frelsi borgaranna. 29. ágúst 2020 12:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Segir ótækt að bera dánarlíkur Covid-sjúklinga saman við bílslys eða hjartasjúkdóma Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, segir að í grein Jóns Ívars Einarssonar, prófessors við læknadeild Harvard-háskóla, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, sé gert lítið úr hættunni sem stafar af Covid-19 og kórónuveirufaraldrinum. 29. ágúst 2020 23:22
Fólk gæti hætt að fylgja reglunum verði gengið of langt Jón Ívar Einarsson, íslenskur prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur nýtt fyrirkomulag við skimun á landamærunum þrengja of mikið að frelsi borgaranna. 29. ágúst 2020 12:00