Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2020 15:54 Mótmælendur í miðborg Minsk í gær halda uppi hvítum og rauðum fána stjórnarandstöðunnar. EPA-EFE/STRINGER Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. Óeirðalögreglan hefur lokað hluta borgarinnar með vatnsdælum og tálmum, tugir hafa verið handteknir og einhverjir slasast. Aðgerðir óeirðalögreglunnar hafa færst í aukana í dag og hefur hún reynt að stöðva flæði mótmælenda inn í miðborgina í dag. Þá hefur fjöldi mótmælenda verið handtekinn að sögn fréttaritara breska ríkisútvarpsins á svæðinu. Í myndbandinu hér að neðan má sjá straum mótmælenda í miðborg Minsk í dag. Margir hverjir halda á hvítum og rauðum fána, gömlum þjóðfána Hvíta-Rússlands, sem er nú orðin einkennisfáni stjórnarandstöðunnar. Þá hafa öryggissveitir, sem eru klæddir svörtu frá toppi til táa og hylja andlit sín, beint spjótum sínum að háskólanemum sem hafa snúið aftur til borgarinnar undanfarna daga eftir sumarfrí. Háskólanemar hafa verið dregnir upp í ómerkta lögreglubíla af götunum og úr háskólabyggingum. Fjórir hafa látið lífið frá því að mótmæli hófust þann 9. ágúst síðastliðinn, daginn sem forsetakosningar fóru fram. Hundruð hafa slasast og fjöldi fólks hefur greint frá því að hafa verið pyntað í haldi lögreglu. Mótmælendur og meðlimir stjórnarandstöðunnar segja forsetann hafa svindlað í kosningunum en hann hlaut rúm 80 prósent atkvæða á meðan helsti andstæðingur hans, Svetlana Tikhanovskaya, hlaut um 10 prósent atkvæða. Hún flúði land daginn eftir kosningarnar og heldur nú til í Litháen ásamt börnum sínum. Þá hafa fleiri meðlimir stjórnarandstöðunnar flúið land en á laugardag flúði aðgerðasinninn Olga Kovalkova til Póllands og segist hún hafa flúið vegna hótana um að hún yrði fangelsuð. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Segja að það hafi verið svindlað í kosningunum Kosningastarfsfólk í Hvíta-Rússlandi segir að svindlað hafi verið í forsetakosningunum fyrr í mánuðinum. Hundruð þúsunda hafa mótmælt Alexander Lúkasjenko forseta síðustu vikur. 1. september 2020 19:00 Tsíkhanovskaja mun ávarpa Öryggisráðið Svetlana Tsíkhanosvkaja mun ávarpa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna næstkomandi föstudag. 31. ágúst 2020 18:31 Blaðamönnum í Hvíta-Rússlandi vísað úr landi Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa vísað erlendum blaðamönnum, sem hafa fjallað um mótmælin í kjölfar forsetakosninganna, úr landi. 29. ágúst 2020 15:35 Íslenskur fréttaljósmyndari í hremmingum á flugvellinum í Minsk Danskur blaðamaður stöðvaður í vegabréfaeftirliti og þá vísað úr landi. 28. ágúst 2020 12:26 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. Óeirðalögreglan hefur lokað hluta borgarinnar með vatnsdælum og tálmum, tugir hafa verið handteknir og einhverjir slasast. Aðgerðir óeirðalögreglunnar hafa færst í aukana í dag og hefur hún reynt að stöðva flæði mótmælenda inn í miðborgina í dag. Þá hefur fjöldi mótmælenda verið handtekinn að sögn fréttaritara breska ríkisútvarpsins á svæðinu. Í myndbandinu hér að neðan má sjá straum mótmælenda í miðborg Minsk í dag. Margir hverjir halda á hvítum og rauðum fána, gömlum þjóðfána Hvíta-Rússlands, sem er nú orðin einkennisfáni stjórnarandstöðunnar. Þá hafa öryggissveitir, sem eru klæddir svörtu frá toppi til táa og hylja andlit sín, beint spjótum sínum að háskólanemum sem hafa snúið aftur til borgarinnar undanfarna daga eftir sumarfrí. Háskólanemar hafa verið dregnir upp í ómerkta lögreglubíla af götunum og úr háskólabyggingum. Fjórir hafa látið lífið frá því að mótmæli hófust þann 9. ágúst síðastliðinn, daginn sem forsetakosningar fóru fram. Hundruð hafa slasast og fjöldi fólks hefur greint frá því að hafa verið pyntað í haldi lögreglu. Mótmælendur og meðlimir stjórnarandstöðunnar segja forsetann hafa svindlað í kosningunum en hann hlaut rúm 80 prósent atkvæða á meðan helsti andstæðingur hans, Svetlana Tikhanovskaya, hlaut um 10 prósent atkvæða. Hún flúði land daginn eftir kosningarnar og heldur nú til í Litháen ásamt börnum sínum. Þá hafa fleiri meðlimir stjórnarandstöðunnar flúið land en á laugardag flúði aðgerðasinninn Olga Kovalkova til Póllands og segist hún hafa flúið vegna hótana um að hún yrði fangelsuð.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Segja að það hafi verið svindlað í kosningunum Kosningastarfsfólk í Hvíta-Rússlandi segir að svindlað hafi verið í forsetakosningunum fyrr í mánuðinum. Hundruð þúsunda hafa mótmælt Alexander Lúkasjenko forseta síðustu vikur. 1. september 2020 19:00 Tsíkhanovskaja mun ávarpa Öryggisráðið Svetlana Tsíkhanosvkaja mun ávarpa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna næstkomandi föstudag. 31. ágúst 2020 18:31 Blaðamönnum í Hvíta-Rússlandi vísað úr landi Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa vísað erlendum blaðamönnum, sem hafa fjallað um mótmælin í kjölfar forsetakosninganna, úr landi. 29. ágúst 2020 15:35 Íslenskur fréttaljósmyndari í hremmingum á flugvellinum í Minsk Danskur blaðamaður stöðvaður í vegabréfaeftirliti og þá vísað úr landi. 28. ágúst 2020 12:26 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Segja að það hafi verið svindlað í kosningunum Kosningastarfsfólk í Hvíta-Rússlandi segir að svindlað hafi verið í forsetakosningunum fyrr í mánuðinum. Hundruð þúsunda hafa mótmælt Alexander Lúkasjenko forseta síðustu vikur. 1. september 2020 19:00
Tsíkhanovskaja mun ávarpa Öryggisráðið Svetlana Tsíkhanosvkaja mun ávarpa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna næstkomandi föstudag. 31. ágúst 2020 18:31
Blaðamönnum í Hvíta-Rússlandi vísað úr landi Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa vísað erlendum blaðamönnum, sem hafa fjallað um mótmælin í kjölfar forsetakosninganna, úr landi. 29. ágúst 2020 15:35
Íslenskur fréttaljósmyndari í hremmingum á flugvellinum í Minsk Danskur blaðamaður stöðvaður í vegabréfaeftirliti og þá vísað úr landi. 28. ágúst 2020 12:26