Blake segist stöðugt verkjaður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2020 20:21 Jacob Blake segist stöðugt verkjaður í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag. Hann liggur enn á sjúkrahúsi og segir fjölskylda hans hann vera lamaðan fyrir neðan mitti. Twitter/skjáskot Jacob Blake, maður sem skotinn var sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, segist vera stöðugt verkjaður í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag. Fjölskylda Blake segir hann lamaðan fyrir neðan mitti en hann segir einnig í myndbandinu að þrátt fyrir erfiðar aðstæður eigi hann enn eftir að lifa löngu lífi. Blake er 29 ára gamall þriggja barna faðir en hann var skotinn í bakið við handtöku. #JacobBlake released this powerful video message from his hospital bed today, reminding everyone just how precious life is. #JusticeForJacobBlake pic.twitter.com/87CYlgPDBj— Ben Crump (@AttorneyCrump) September 6, 2020 Í kjölfar atviksins hófust mikil mótmæli í Bandaríkjunum að nýju vegna kynþáttamismununar og lögregluofbeldis en mótmælaalda vegna þessa hefur riðið yfir Bandaríkin eftir að George Floyd var drepinn af lögreglumönnum. „Það er vont að anda“ Mótmælin í Kenosha, borginni sem Blake var skotinn í, urðu ofbeldisfull og létust tveir í mótmælunum. Rannsókn á máli Blake stendur enn yfir en Blake hefur þegar mætt fyrir dóm og lýst yfir sakleysi sínu vegna ákæru sem var færð til bókar áður en hann var skotinn. Í myndbandinu sem birt var á Twitter-síðu lögmanns Blake, sem enn liggur á spítala, talar hann um hve illa haldinn hann sé. „Alla klukkutíma sólarhringsins finn ég fyrir sársauka. Það er vont að anda, það er vont að sofa, mig verkjar þegar ég hreyfi mig og það er vont að borða,“ segir hann. „Líf þitt, og ekki bara líf þitt, fæturnir þínir, sem þú þarft til að geta hreyft þig og haldið áfram lífinu, geta verið hrifsaðir af þér svona,“ segir hann og smellir fingrum. Kynþáttafordómar Bandaríkin Tengdar fréttir Hneyksli skekur félag Gunnhildar: „Þessi ummæli eru viðbjóðsleg“ Eigandi Utah Royals, knattspyrnufélagsins sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er á mála hjá, hefur sett félagið á sölu eftir ásakanir um kynþáttaníð. Viðskiptastjóri þess er farinn í ótímabundið leyfi vegna óviðeigandi hegðunar í garð kvenna. 3. september 2020 13:30 Krefst þess að lögreglumennirnir verði sóttir til saka Joe Biden hefur krafist þess að lögreglumennirnir sem skutu tvo svarta Bandaríkjamenn, þau Jacob Blake og Breonnu Taylor, verði sóttir til saka. 3. september 2020 07:29 Trump hunsaði orsakir ófriðarins í heimsókn til Kenosha Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist ekkert á atvikið þegar lögreglumaður skaut svartan mann sem var kveikjan að ófriði sem hefur ríkt í Kenosha í Wisconsin undanfarna daga þegar hann heimsótti borgina í dag. 1. september 2020 23:00 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Jacob Blake, maður sem skotinn var sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, segist vera stöðugt verkjaður í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag. Fjölskylda Blake segir hann lamaðan fyrir neðan mitti en hann segir einnig í myndbandinu að þrátt fyrir erfiðar aðstæður eigi hann enn eftir að lifa löngu lífi. Blake er 29 ára gamall þriggja barna faðir en hann var skotinn í bakið við handtöku. #JacobBlake released this powerful video message from his hospital bed today, reminding everyone just how precious life is. #JusticeForJacobBlake pic.twitter.com/87CYlgPDBj— Ben Crump (@AttorneyCrump) September 6, 2020 Í kjölfar atviksins hófust mikil mótmæli í Bandaríkjunum að nýju vegna kynþáttamismununar og lögregluofbeldis en mótmælaalda vegna þessa hefur riðið yfir Bandaríkin eftir að George Floyd var drepinn af lögreglumönnum. „Það er vont að anda“ Mótmælin í Kenosha, borginni sem Blake var skotinn í, urðu ofbeldisfull og létust tveir í mótmælunum. Rannsókn á máli Blake stendur enn yfir en Blake hefur þegar mætt fyrir dóm og lýst yfir sakleysi sínu vegna ákæru sem var færð til bókar áður en hann var skotinn. Í myndbandinu sem birt var á Twitter-síðu lögmanns Blake, sem enn liggur á spítala, talar hann um hve illa haldinn hann sé. „Alla klukkutíma sólarhringsins finn ég fyrir sársauka. Það er vont að anda, það er vont að sofa, mig verkjar þegar ég hreyfi mig og það er vont að borða,“ segir hann. „Líf þitt, og ekki bara líf þitt, fæturnir þínir, sem þú þarft til að geta hreyft þig og haldið áfram lífinu, geta verið hrifsaðir af þér svona,“ segir hann og smellir fingrum.
Kynþáttafordómar Bandaríkin Tengdar fréttir Hneyksli skekur félag Gunnhildar: „Þessi ummæli eru viðbjóðsleg“ Eigandi Utah Royals, knattspyrnufélagsins sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er á mála hjá, hefur sett félagið á sölu eftir ásakanir um kynþáttaníð. Viðskiptastjóri þess er farinn í ótímabundið leyfi vegna óviðeigandi hegðunar í garð kvenna. 3. september 2020 13:30 Krefst þess að lögreglumennirnir verði sóttir til saka Joe Biden hefur krafist þess að lögreglumennirnir sem skutu tvo svarta Bandaríkjamenn, þau Jacob Blake og Breonnu Taylor, verði sóttir til saka. 3. september 2020 07:29 Trump hunsaði orsakir ófriðarins í heimsókn til Kenosha Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist ekkert á atvikið þegar lögreglumaður skaut svartan mann sem var kveikjan að ófriði sem hefur ríkt í Kenosha í Wisconsin undanfarna daga þegar hann heimsótti borgina í dag. 1. september 2020 23:00 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Hneyksli skekur félag Gunnhildar: „Þessi ummæli eru viðbjóðsleg“ Eigandi Utah Royals, knattspyrnufélagsins sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er á mála hjá, hefur sett félagið á sölu eftir ásakanir um kynþáttaníð. Viðskiptastjóri þess er farinn í ótímabundið leyfi vegna óviðeigandi hegðunar í garð kvenna. 3. september 2020 13:30
Krefst þess að lögreglumennirnir verði sóttir til saka Joe Biden hefur krafist þess að lögreglumennirnir sem skutu tvo svarta Bandaríkjamenn, þau Jacob Blake og Breonnu Taylor, verði sóttir til saka. 3. september 2020 07:29
Trump hunsaði orsakir ófriðarins í heimsókn til Kenosha Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist ekkert á atvikið þegar lögreglumaður skaut svartan mann sem var kveikjan að ófriði sem hefur ríkt í Kenosha í Wisconsin undanfarna daga þegar hann heimsótti borgina í dag. 1. september 2020 23:00