Novak Djokovic var í kvöld dæmdur úr leik á opna bandaríska meistaramótinu í tennis fyrir að skjóta bolta óvart í línudómara. Atvikið má sjá hér að neðan.
Serbinn - sem er efsta sæti heimslistans - virðist ekki hafa ætlað að gera skjóta boltanum í andlit línudómarans viljandi en hann var ekki að horfa þegar hann sló boltann í áttina að dómaranum. Endaði boltinn í hálsi línudómarans og þurfti hún að fá aðstoð við að komast aftur á fætur.
Oh my god, Djokovic got disqualified from the US Open.pic.twitter.com/yCo3Lqw0tg
— Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) September 6, 2020
Djokovic var í fínum málum gegn Spánverjanum Carreno Busta þegar atvikið átti sér stað. Djokovic var af mörgum talinn líklegur til að verja titil sinn en hann vann mótið á síðasta ári. Busta kemst áfram í næstu umferð á meðan Djokovic er úr leik.
Djokovic s run of form:
— Henry Mance (@henrymance) September 6, 2020
- organises tournament where everyone gets coronavirus
- launches breakaway union that most players don t want
- gets disqualified from US Open for hitting a line judge pic.twitter.com/YEPVG7hWng
