Birta myndskeið af meintum árásarmanni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2020 23:31 Árásarmaðurinn meinti í myndbrotinu sem birt var af lögreglu. YouTube/West Midlands Police Myndskeið úr öryggismyndavélum af manni sem grunaður er að hafa myrt einn og sært sjö í eggvopnsárásum í miðborg Birmingham á Bretlandi hefur verið birt af lögreglu. Lögreglan hefur leitað mannsins af mikilli áfergju frá því í nótt. Árásirnar voru gerðar miðsvæðis í Birmingham þar sem mikið er um skemmtistaði. Sá sem lést var 23 ára gamall maður og dó hann á Irving stræti klukkan 01:50 í nótt að staðartíma. Maður og kona, 19 og 32 ára, hlutu alvarlega áverka og eru sögð í lífshættu. Fimm önnur, á aldrinum 23 til 33 ára, særðust einnig í árásinni. Voru þau öll flutt á sjúkrahús og hafa tvö nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi. Árásirnar voru gerðar á fjórum mismunandi stöðum milli klukkan hálf eitt og hálf þrjú í nótt að staðartíma. Í myndbrotinu sem náðist á öryggismyndavél sést maður með derhúfu á höfði og í dökkri hettupeysu. Þá er hann klæddur í dökkar buxur og dökka skó en hann sést standa við og ganga fyrir horn. „Á þessum tímapunkti teljum við árásirnar hafa verið gerðar af handahófi og við höfum engar vísbendingar um að nokkur ástæða hafi verið að baki þeim,“ sagði Steve Graham, yfirlögregluþjónn í Birmingham, og hvatti hann almenning að vera á tánum. „Við biðlum til fólks sem gæti kannast við manninn sem sést á upptökunni til að hafa samband við okkur eins fljótt og auðið er. Ef þið sjáið hann, vinsamlegast nálgist hann ekki, en hringið þegar í stað í neyðarlínuna,“ bætti hann við. Hafa fundið hníf en of snemmt að vita hvort hann hafi verið notaður í árásunum Lögreglan var fyrst kölluð út að Constitution Hill þar sem maður var alvarlega særður rétt eftir klukkan hálf eitt að staðartíma. Þá var hún kölluð út að Livery Street um tuttugu mínútum síðar þar sem nítján ára maður særðist alvarlega og kona var einnig særð. Um klukkutíma síðar, klukkan 01:50 að staðartíma, var lögregla kölluð út að Irving Street, þar sem 23 ára gamall maður lést og annar maður særðist alvarlega. Tíu mínútum síðar var lögregla kölluð út að Hurst Street þar sem 32 ára gömul kona særðist alvarlega og tveir menn særðust. Lögreglan telur árásirnar ekki tengdar hryðjuverkastarfsemi eða starfsemi skipulagðra glæpahópa. Atvikið var flokkað sem alvarlegt atvik af lögreglu um leið og ljóst var hve stórvægilegt það væri. Þá hefur lögreglan unnið linnulaust frá því í nótt að því að finna árásarmanninn og er atvikið nú rannsakað sem morð. Fjöldi fólks varð vitni að árásunum og lýsti eitt vitnanna, sem er eigandi veitingastaðar, því hvernig árásarmaðurinn gekk frá árásarstað mjög rólega eftir að hann hafði stungið konu ítrekað með eggvopni. „Ég horfði beint á hann, og ég get séð að hann heldur á eggvopni, smáu, ekkert rosalega stóru, og hann var að stinga hana í hálsinn,“ sagði Savvas Sfrantzis, í samtali við breska ríkisútvarpið. „Hann var mjög rólegur og var ekki í uppnámi og hann brást ekki einu sinni við. Eftir að hann stakk hana á milli fimm og sjö sinnum… gekk hann í burtu eins og ekkert hefði gerst.“ Lögreglan hefur lagt hald á hníf sem fannst í niðurfalli en Graham yfirlögregluþjónn segir of snemmt til að vita hvort umræddur hnífur hafi verið sá sem notaður var í árásinni. Á blaðamannafundi sem haldinn var í dag var hann spurður hvers vegna árásarmaðurinn hafi getað ferðast í gegn um miðborgina í meira en tvo klukkutíma án þess að nást. Graham sagði að leiðin sem hinn grunaði fór í gegn um miðborgina hafi verið nokkuð óhefðbundin. Bretland England Tengdar fréttir Einn látinn og sjö særðir í Birmingham Einn er látinn og sjö særðust í hnífaárásum sem gerðar voru í ensku borginni Birmingham í nótt. Árásarmannsins er enn leitað. 6. september 2020 10:58 Ráðist á fólk með eggvopni í miðborg Birmingham Lögregla í Birmingham í Englandi var kölluð út skömmu eftir miðnætti þegar tilkynnt var um að ráðist hafi verið á fólk með eggvopni. 6. september 2020 08:07 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Myndskeið úr öryggismyndavélum af manni sem grunaður er að hafa myrt einn og sært sjö í eggvopnsárásum í miðborg Birmingham á Bretlandi hefur verið birt af lögreglu. Lögreglan hefur leitað mannsins af mikilli áfergju frá því í nótt. Árásirnar voru gerðar miðsvæðis í Birmingham þar sem mikið er um skemmtistaði. Sá sem lést var 23 ára gamall maður og dó hann á Irving stræti klukkan 01:50 í nótt að staðartíma. Maður og kona, 19 og 32 ára, hlutu alvarlega áverka og eru sögð í lífshættu. Fimm önnur, á aldrinum 23 til 33 ára, særðust einnig í árásinni. Voru þau öll flutt á sjúkrahús og hafa tvö nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi. Árásirnar voru gerðar á fjórum mismunandi stöðum milli klukkan hálf eitt og hálf þrjú í nótt að staðartíma. Í myndbrotinu sem náðist á öryggismyndavél sést maður með derhúfu á höfði og í dökkri hettupeysu. Þá er hann klæddur í dökkar buxur og dökka skó en hann sést standa við og ganga fyrir horn. „Á þessum tímapunkti teljum við árásirnar hafa verið gerðar af handahófi og við höfum engar vísbendingar um að nokkur ástæða hafi verið að baki þeim,“ sagði Steve Graham, yfirlögregluþjónn í Birmingham, og hvatti hann almenning að vera á tánum. „Við biðlum til fólks sem gæti kannast við manninn sem sést á upptökunni til að hafa samband við okkur eins fljótt og auðið er. Ef þið sjáið hann, vinsamlegast nálgist hann ekki, en hringið þegar í stað í neyðarlínuna,“ bætti hann við. Hafa fundið hníf en of snemmt að vita hvort hann hafi verið notaður í árásunum Lögreglan var fyrst kölluð út að Constitution Hill þar sem maður var alvarlega særður rétt eftir klukkan hálf eitt að staðartíma. Þá var hún kölluð út að Livery Street um tuttugu mínútum síðar þar sem nítján ára maður særðist alvarlega og kona var einnig særð. Um klukkutíma síðar, klukkan 01:50 að staðartíma, var lögregla kölluð út að Irving Street, þar sem 23 ára gamall maður lést og annar maður særðist alvarlega. Tíu mínútum síðar var lögregla kölluð út að Hurst Street þar sem 32 ára gömul kona særðist alvarlega og tveir menn særðust. Lögreglan telur árásirnar ekki tengdar hryðjuverkastarfsemi eða starfsemi skipulagðra glæpahópa. Atvikið var flokkað sem alvarlegt atvik af lögreglu um leið og ljóst var hve stórvægilegt það væri. Þá hefur lögreglan unnið linnulaust frá því í nótt að því að finna árásarmanninn og er atvikið nú rannsakað sem morð. Fjöldi fólks varð vitni að árásunum og lýsti eitt vitnanna, sem er eigandi veitingastaðar, því hvernig árásarmaðurinn gekk frá árásarstað mjög rólega eftir að hann hafði stungið konu ítrekað með eggvopni. „Ég horfði beint á hann, og ég get séð að hann heldur á eggvopni, smáu, ekkert rosalega stóru, og hann var að stinga hana í hálsinn,“ sagði Savvas Sfrantzis, í samtali við breska ríkisútvarpið. „Hann var mjög rólegur og var ekki í uppnámi og hann brást ekki einu sinni við. Eftir að hann stakk hana á milli fimm og sjö sinnum… gekk hann í burtu eins og ekkert hefði gerst.“ Lögreglan hefur lagt hald á hníf sem fannst í niðurfalli en Graham yfirlögregluþjónn segir of snemmt til að vita hvort umræddur hnífur hafi verið sá sem notaður var í árásinni. Á blaðamannafundi sem haldinn var í dag var hann spurður hvers vegna árásarmaðurinn hafi getað ferðast í gegn um miðborgina í meira en tvo klukkutíma án þess að nást. Graham sagði að leiðin sem hinn grunaði fór í gegn um miðborgina hafi verið nokkuð óhefðbundin.
Bretland England Tengdar fréttir Einn látinn og sjö særðir í Birmingham Einn er látinn og sjö særðust í hnífaárásum sem gerðar voru í ensku borginni Birmingham í nótt. Árásarmannsins er enn leitað. 6. september 2020 10:58 Ráðist á fólk með eggvopni í miðborg Birmingham Lögregla í Birmingham í Englandi var kölluð út skömmu eftir miðnætti þegar tilkynnt var um að ráðist hafi verið á fólk með eggvopni. 6. september 2020 08:07 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Einn látinn og sjö særðir í Birmingham Einn er látinn og sjö særðust í hnífaárásum sem gerðar voru í ensku borginni Birmingham í nótt. Árásarmannsins er enn leitað. 6. september 2020 10:58
Ráðist á fólk með eggvopni í miðborg Birmingham Lögregla í Birmingham í Englandi var kölluð út skömmu eftir miðnætti þegar tilkynnt var um að ráðist hafi verið á fólk með eggvopni. 6. september 2020 08:07