Kveðst hugsi yfir tvískinnungnum sem hún telur birtast í baráttunni við Covid-19 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. september 2020 10:31 Valgerður Rúnarsdóttir er framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ. Vísir/Baldur Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, kveðst hugsi yfir tvískinnungnum sem hún telur birtast í baráttu heimsins gegn kórónuveirufaraldrinum og Covid-19. Hún segir að hin miklu viðbrögð við faraldrinum kalli á að fólk vakni líka af sinnuleysi gagnvart ýmsum vímugjöfum sem leggi fleiri að velli en Covid-19 á ári hverju. Þetta kemur fram í viðtali við Valgerði í nýjasta tölublaði Læknablaðsins sem er nýkomið út en fyrst var fjallað um málið á vef RÚV. Valgerður bendir á að það sem af er ári hafi 800 þúsund manns látist af völdum Covid-19. „Heimurinn hefur snúist á hvolf vegna veirunnar. Á ári hverju deyja 8 milljónir af tóbaksreykingum og þrjár milljónir úr ofneyslu áfengis samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. En við erum samdauna því og afar lítil stemmning til að taka á þeim vanda með samtakamætti heimsins,“ segir Valgerður. Þá séu fleiri á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu nú en fyrir faraldurinn og metfjöldi fá nú lyf við ópíóðafíkn. Að sögn Valgerðar eru nú 185 einstaklingar í lyfjameðferð við ópíóðafíkn á göngudeildinni á Vogi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Valgerður hvetur heilbrigðisstarfsfólk til að vera á varðbergi gagnvart lyfja- og áfengisneyslu skjólstæðinga sinna. „Fleira fólk glímir við vanda vegna sterkra verkjalyfja: contalgíns, oxycontíns, tramadóls og kódeinlyfja. Flestir taka lyfin inn en við sjáum merki þess að fleiri reyki þau en áður,“ segir Valgerður. Viðtalið við Valgerði má lesa í heild sinni á vef Læknablaðsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Sjá meira
Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, kveðst hugsi yfir tvískinnungnum sem hún telur birtast í baráttu heimsins gegn kórónuveirufaraldrinum og Covid-19. Hún segir að hin miklu viðbrögð við faraldrinum kalli á að fólk vakni líka af sinnuleysi gagnvart ýmsum vímugjöfum sem leggi fleiri að velli en Covid-19 á ári hverju. Þetta kemur fram í viðtali við Valgerði í nýjasta tölublaði Læknablaðsins sem er nýkomið út en fyrst var fjallað um málið á vef RÚV. Valgerður bendir á að það sem af er ári hafi 800 þúsund manns látist af völdum Covid-19. „Heimurinn hefur snúist á hvolf vegna veirunnar. Á ári hverju deyja 8 milljónir af tóbaksreykingum og þrjár milljónir úr ofneyslu áfengis samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. En við erum samdauna því og afar lítil stemmning til að taka á þeim vanda með samtakamætti heimsins,“ segir Valgerður. Þá séu fleiri á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu nú en fyrir faraldurinn og metfjöldi fá nú lyf við ópíóðafíkn. Að sögn Valgerðar eru nú 185 einstaklingar í lyfjameðferð við ópíóðafíkn á göngudeildinni á Vogi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Valgerður hvetur heilbrigðisstarfsfólk til að vera á varðbergi gagnvart lyfja- og áfengisneyslu skjólstæðinga sinna. „Fleira fólk glímir við vanda vegna sterkra verkjalyfja: contalgíns, oxycontíns, tramadóls og kódeinlyfja. Flestir taka lyfin inn en við sjáum merki þess að fleiri reyki þau en áður,“ segir Valgerður. Viðtalið við Valgerði má lesa í heild sinni á vef Læknablaðsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Sjá meira