Jóhann Kristófer og Lóa Björk hafa verið með þáttinn Tala Saman undanfarnar vikur á Stöð 2.
Þættirnir fjalla um það að Jói og Lóa hafa sett sér það markmið að gera besta sjónvarpsþátt í heimi. Til að ná markmiðum sínum fá þau til sín reynslubolta úr faginu til að læra af og þiggja góð ráð. Meðal annars verður horft á klippur úr sjónvarpssögu okkar Íslendinga.
Síðan ætla þau að senda lokaþáttinn út í beinni útsendingu en stóra spurningin er hvort þeim takist ætlunarverk sitt með allan þennan lærdóm í farteskinu og viljann að vopni.
Í þættinum á föstudagskvöldið fengu þau börn til að fara yfir reglulegan lið hjá fjölmiðlum landsins. Hér á Vísi heitir hann Stjörnulífið og þar er farið yfir hvað íslensku stjörnurnar eru að gera á Instagram. Börnin gáfu lítinn afslátt og sögðu nákvæmlega það sem þau hugsuðu þegar þau sáu myndirnar.