Írland varð fyrir valinu sem Ísland í stórmyndinni sem Björk leikur í Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. september 2020 13:24 Sumir gætu haldið að þessi mynd sé tekin á Íslandi. Það er hins vegar ekki rétt, hún er tekin á Írlandi. Vísir/Getty Tökur eru að hefjast á Írlandi á víkingamyndinni The Northman. Sögusvið myndarinnar er Ísland í kringum árið 1000 en engu að síður segja heimamenn í Donegal á Írlandi að svæðið hafi verið valið sem tökustaður þar sem það líkist Íslandi á víkingatímum. Myndin skartar skærum Hollywood-stórstjörnum, þar á meðal Nicole Kidman, Willem Defoe, Ethan Hawke, auk þess sem að Björk snýr aftur á hvíta tjaldið í fyrsta sinn frá því að hún lék í Dancer in the Dark um aldamótin. Í frétt vefmiðilsins Donegan Daily er fjallað um það að tökur á myndinni séu hafnar og að náttúrulegt landslag írsku strandlínunnar í norðurhluta Írlands hafi verið valinn sem bakgrunnur myndarinnar, þrátt fyrir að hún eigi að gerast á Íslandi. Á myndum sem fylgja fréttinni má sjá að tökulið og fylgifiskar þess eru mætt á svæðið og haft er eftir Ali Farren, íbúa á svæðinu í grennd við þar sem tökur fara fram, að heimamenn séu spenntir fyrir því að sjá Hollywood-stjörnurnar mæta á svæðið. Þá sé fjöldi heimamanna kominn í beina eða óbeina vinnu vegna myndarinnar. „Okkur er sagt að þeir hafi valið svæðið vegna þess að það svipar til landslagsins á Íslandi. Samt sem áður viljum við meina að sólin skíni oftar hérna í Malin en á Íslandi,“ er haft eftir Farren. The Northman mun fjalla um norrænan prins sem leitar þess að hefna föður síns. Björk er sögð leika norn í myndinni en komið hefur fram að dóttir hennar, Ísadóra, fari einnig með hlutverk í myndinni. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Björk Írland Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Tökur eru að hefjast á Írlandi á víkingamyndinni The Northman. Sögusvið myndarinnar er Ísland í kringum árið 1000 en engu að síður segja heimamenn í Donegal á Írlandi að svæðið hafi verið valið sem tökustaður þar sem það líkist Íslandi á víkingatímum. Myndin skartar skærum Hollywood-stórstjörnum, þar á meðal Nicole Kidman, Willem Defoe, Ethan Hawke, auk þess sem að Björk snýr aftur á hvíta tjaldið í fyrsta sinn frá því að hún lék í Dancer in the Dark um aldamótin. Í frétt vefmiðilsins Donegan Daily er fjallað um það að tökur á myndinni séu hafnar og að náttúrulegt landslag írsku strandlínunnar í norðurhluta Írlands hafi verið valinn sem bakgrunnur myndarinnar, þrátt fyrir að hún eigi að gerast á Íslandi. Á myndum sem fylgja fréttinni má sjá að tökulið og fylgifiskar þess eru mætt á svæðið og haft er eftir Ali Farren, íbúa á svæðinu í grennd við þar sem tökur fara fram, að heimamenn séu spenntir fyrir því að sjá Hollywood-stjörnurnar mæta á svæðið. Þá sé fjöldi heimamanna kominn í beina eða óbeina vinnu vegna myndarinnar. „Okkur er sagt að þeir hafi valið svæðið vegna þess að það svipar til landslagsins á Íslandi. Samt sem áður viljum við meina að sólin skíni oftar hérna í Malin en á Íslandi,“ er haft eftir Farren. The Northman mun fjalla um norrænan prins sem leitar þess að hefna föður síns. Björk er sögð leika norn í myndinni en komið hefur fram að dóttir hennar, Ísadóra, fari einnig með hlutverk í myndinni.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Björk Írland Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira