Foden biður alla nema Íslendinga afsökunar Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2020 20:11 Phil Foden og Birkir Bjarnason í baráttunni á Laugardalsvelli á laugardag. VÍSIR/GETTY Enski landsliðsmaðurinn Phil Foden hefur sent frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa brotið reglur um sóttkví á Íslandi með því að hitta tvær íslenskar konur á hóteli enska landsliðsins. „Vegna frétta sem hafa borist í dag um hegðun mína á Íslandi þá vil ég biðjast auðmjúklega afsökunar. Ég bið Gareth Southgate, liðsfélaga mína í enska landsliðinu, starfsliðið, stuðningsmennina, félagslið mitt og fjölskyldu afsökunar,“ skrifaði Foden á Twitter. Þeir Foden og Mason Greenwood, sem báðir hittu íslensku konurnar, þurfa að greiða íslenska ríkinu 250 þúsund króna sekt vegna brota sinna á sóttkvíarreglum hérlendis. Foden minntist þó ekki sérstaklega á Ísland eða Íslendinga þegar hann þuldi upp þá sem hann vildi biðja afsökunar. Foden og Greenwood fengu ekki að fara með enska landsliðinu áfram til Kaupmannahafnar til að spila við Danmörku á morgun heldur fara þeir heim til Manchester. „Þegar ég var valinn af Gareth í þessa leiki þá voru mín fyrstu viðbrögð alveg ofboðslegt stolt. Það voru forréttindi að fá að klæðast treyjunni og spila minn fyrsta landsleik,“ skrifaði Foden. „Ég er ungur leikmaður sem á margt ólært en ég geri mér grein fyrir þeirri ábyrgð sem því fylgir að spila fyrir Manchester City og England. Í þetta sinn tók ég slæma ákvörðun og hegðun mín var ekki eins og til er ætlast af mér. Ég braut Covid-19 reglurnar sem ætlaðar eru til að vernda mig og liðsfélaga mína. Þar af leiðandi missi ég nú af tækifærinu til að ferðast til Danmerkur með hópnum og það er sárt,“ skrifaði Foden, kvaðst ætla að læra af atvikinu og óskaði félögum sínum góðs gengis. pic.twitter.com/2ECUcTYnaK— Phil Foden (@PhilFoden) September 7, 2020 Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Nadía Sif tjáir sig: „Ég lak engu til fjölmiðla“ Nadía Sif Líndal, önnur kvennanna sem heimsótti ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu í gær segist ekki hafa lekið myndefni frá samskiptum sínum við þá til fjölmiðla. 7. september 2020 19:22 Segjast ekki hafa vitað að Foden og Greenwood hafi verið í sóttkví Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. 7. september 2020 18:01 Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56 Greenwood og Foden báðust afsökunar Ungstirni enska landsliðsins báðust afsökunar á að hafa brotið sóttvarnarreglur með því að fá heimsókn upp á hótel. 7. september 2020 13:45 Southgate segir að Greenwood og Foden hafi verið barnalegir: „Mjög alvarlegt“ Landsliðsþjálfari Englands fór yfir brot Masons Greenwood og Phils Foden á sóttvarnarreglum þegar þær buðu tveimur íslenskum stelpum upp á hótel enska landsliðsins. 7. september 2020 13:15 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Sjá meira
Enski landsliðsmaðurinn Phil Foden hefur sent frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa brotið reglur um sóttkví á Íslandi með því að hitta tvær íslenskar konur á hóteli enska landsliðsins. „Vegna frétta sem hafa borist í dag um hegðun mína á Íslandi þá vil ég biðjast auðmjúklega afsökunar. Ég bið Gareth Southgate, liðsfélaga mína í enska landsliðinu, starfsliðið, stuðningsmennina, félagslið mitt og fjölskyldu afsökunar,“ skrifaði Foden á Twitter. Þeir Foden og Mason Greenwood, sem báðir hittu íslensku konurnar, þurfa að greiða íslenska ríkinu 250 þúsund króna sekt vegna brota sinna á sóttkvíarreglum hérlendis. Foden minntist þó ekki sérstaklega á Ísland eða Íslendinga þegar hann þuldi upp þá sem hann vildi biðja afsökunar. Foden og Greenwood fengu ekki að fara með enska landsliðinu áfram til Kaupmannahafnar til að spila við Danmörku á morgun heldur fara þeir heim til Manchester. „Þegar ég var valinn af Gareth í þessa leiki þá voru mín fyrstu viðbrögð alveg ofboðslegt stolt. Það voru forréttindi að fá að klæðast treyjunni og spila minn fyrsta landsleik,“ skrifaði Foden. „Ég er ungur leikmaður sem á margt ólært en ég geri mér grein fyrir þeirri ábyrgð sem því fylgir að spila fyrir Manchester City og England. Í þetta sinn tók ég slæma ákvörðun og hegðun mín var ekki eins og til er ætlast af mér. Ég braut Covid-19 reglurnar sem ætlaðar eru til að vernda mig og liðsfélaga mína. Þar af leiðandi missi ég nú af tækifærinu til að ferðast til Danmerkur með hópnum og það er sárt,“ skrifaði Foden, kvaðst ætla að læra af atvikinu og óskaði félögum sínum góðs gengis. pic.twitter.com/2ECUcTYnaK— Phil Foden (@PhilFoden) September 7, 2020
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Nadía Sif tjáir sig: „Ég lak engu til fjölmiðla“ Nadía Sif Líndal, önnur kvennanna sem heimsótti ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu í gær segist ekki hafa lekið myndefni frá samskiptum sínum við þá til fjölmiðla. 7. september 2020 19:22 Segjast ekki hafa vitað að Foden og Greenwood hafi verið í sóttkví Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. 7. september 2020 18:01 Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56 Greenwood og Foden báðust afsökunar Ungstirni enska landsliðsins báðust afsökunar á að hafa brotið sóttvarnarreglur með því að fá heimsókn upp á hótel. 7. september 2020 13:45 Southgate segir að Greenwood og Foden hafi verið barnalegir: „Mjög alvarlegt“ Landsliðsþjálfari Englands fór yfir brot Masons Greenwood og Phils Foden á sóttvarnarreglum þegar þær buðu tveimur íslenskum stelpum upp á hótel enska landsliðsins. 7. september 2020 13:15 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Sjá meira
Nadía Sif tjáir sig: „Ég lak engu til fjölmiðla“ Nadía Sif Líndal, önnur kvennanna sem heimsótti ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu í gær segist ekki hafa lekið myndefni frá samskiptum sínum við þá til fjölmiðla. 7. september 2020 19:22
Segjast ekki hafa vitað að Foden og Greenwood hafi verið í sóttkví Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. 7. september 2020 18:01
Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56
Greenwood og Foden báðust afsökunar Ungstirni enska landsliðsins báðust afsökunar á að hafa brotið sóttvarnarreglur með því að fá heimsókn upp á hótel. 7. september 2020 13:45
Southgate segir að Greenwood og Foden hafi verið barnalegir: „Mjög alvarlegt“ Landsliðsþjálfari Englands fór yfir brot Masons Greenwood og Phils Foden á sóttvarnarreglum þegar þær buðu tveimur íslenskum stelpum upp á hótel enska landsliðsins. 7. september 2020 13:15
Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59