Þegar Tröllin tröllríða... Sigríður Karlsdóttir skrifar 8. september 2020 09:30 Við þekkjum flest söguna um Trölla. Sem sat einn óralangt í burtu, át rusl og öskraði argur á bæjarbúa sem allir voru bara að reyna hafa góðan dag. Stundum þegar ég gæti ekki að sálartetrinu fer ég að lesa kommentakerfi fréttamiðlanna. Ég gleymi alltaf hvað það er skaðlegt og skil aldrei í mér að hafa eytt tíma í að lesa orð tröllanna. Kannski skuggahliðin læðist þarna út hjá mér. Kommentakerfa-tröllin eru flest öll ogguponsu reið. Örg. Pirruð. Já og smá gröm kannski. Ef það er ekki málfar ýslensku þjóðarinnar, þá er það blessaða frjálsræðið, eða allt þetta hinsegin fólk sem þarf að vera að taka svona mikið pláss í þjóðfélaginu. Eða þetta lið þarna á Alþingi. Tala nú ekki um allar druslurnar sem láta ekki fótboltamennina vera. Málið er, að í hverju reiðu Trölli, býr bara lítill hræddur Trölli og um leið og maður fattar það, þá getur maður… svona umborið Tröllin aðeins betur. Þegar félagsmenn Tröllasamfélagsins byrja að blása úr trompeti sálarinnar, þá er ég pínu glöð að þeir geti bara pikkað fast á lyklaborðið og þannig losað um gremjuna. Drukkið einn, tvo… tólf öllara með. Já eða te. Ég er glöð af því þá mögulega losna aðrir fjölskyldumeðlimir við að fá gremjuna inn á sig. Allavega dempast hún kannski mögulega þarna á þessu Interneti. Gremjan finnur sér nebbla alltaf leið. Ef maður er duglegur að safna gremju, þá finnur hún sér dálítið harkalega leið út. Næst þegar ég les harðort komment Trölla þá ætla ég að senda honum frjálslynt ljós fegurðar og fagnaðar. Kæfa hann í kærleik, í huganum. Af því ég er nefnilega yfir það hafin að setja orð mín á kommentakerfin. Er með svo dannaða ímynd. Hef haft mikið fyrir því að búa hana til. Að minnsta kosti egóið mitt. Svo getum við kannski knúsast öll saman bara þarna í lokin eins og í alvöru ævintýri. Því rót vandans hjá Trölla er að honum vantar bara smá faðmlag og vitneskju um að hann sé nóg eins og hann er. Hvað eru mörg R í því? Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Sjá meira
Við þekkjum flest söguna um Trölla. Sem sat einn óralangt í burtu, át rusl og öskraði argur á bæjarbúa sem allir voru bara að reyna hafa góðan dag. Stundum þegar ég gæti ekki að sálartetrinu fer ég að lesa kommentakerfi fréttamiðlanna. Ég gleymi alltaf hvað það er skaðlegt og skil aldrei í mér að hafa eytt tíma í að lesa orð tröllanna. Kannski skuggahliðin læðist þarna út hjá mér. Kommentakerfa-tröllin eru flest öll ogguponsu reið. Örg. Pirruð. Já og smá gröm kannski. Ef það er ekki málfar ýslensku þjóðarinnar, þá er það blessaða frjálsræðið, eða allt þetta hinsegin fólk sem þarf að vera að taka svona mikið pláss í þjóðfélaginu. Eða þetta lið þarna á Alþingi. Tala nú ekki um allar druslurnar sem láta ekki fótboltamennina vera. Málið er, að í hverju reiðu Trölli, býr bara lítill hræddur Trölli og um leið og maður fattar það, þá getur maður… svona umborið Tröllin aðeins betur. Þegar félagsmenn Tröllasamfélagsins byrja að blása úr trompeti sálarinnar, þá er ég pínu glöð að þeir geti bara pikkað fast á lyklaborðið og þannig losað um gremjuna. Drukkið einn, tvo… tólf öllara með. Já eða te. Ég er glöð af því þá mögulega losna aðrir fjölskyldumeðlimir við að fá gremjuna inn á sig. Allavega dempast hún kannski mögulega þarna á þessu Interneti. Gremjan finnur sér nebbla alltaf leið. Ef maður er duglegur að safna gremju, þá finnur hún sér dálítið harkalega leið út. Næst þegar ég les harðort komment Trölla þá ætla ég að senda honum frjálslynt ljós fegurðar og fagnaðar. Kæfa hann í kærleik, í huganum. Af því ég er nefnilega yfir það hafin að setja orð mín á kommentakerfin. Er með svo dannaða ímynd. Hef haft mikið fyrir því að búa hana til. Að minnsta kosti egóið mitt. Svo getum við kannski knúsast öll saman bara þarna í lokin eins og í alvöru ævintýri. Því rót vandans hjá Trölla er að honum vantar bara smá faðmlag og vitneskju um að hann sé nóg eins og hann er. Hvað eru mörg R í því? Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar