Fótbolti

Svona fór í síðustu tvö skipti er Ís­land mætti Belgíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hörður Björgvin Magnússon í baráttunni við Youri Tielemans í leik liðanna í Brussell í nóvembermánuði 2018.
Hörður Björgvin Magnússon í baráttunni við Youri Tielemans í leik liðanna í Brussell í nóvembermánuði 2018. vísir/getty

Ísland og Belgía mætast í þriðja skiptið á tveimur árum í kvöld er liðin leiða saman hesta sína í Belgíu.

Flautað verður til leiks klukkan 18.45 í Belgíu en leikið verður á Roi Baudouin leikvanginum í Brussel.

Leikurinn er liður í Þjóðadeildinni en þetta er í annað skiptið sem liðin dragast gegn hvor öðru í Þjóðadeildinni.

Þau voru einnig saman í síðustu Þjóðadeild og á íslenska liðið ekkert sérstakar minningar frá þeim leikjum.

Fyrri leiknum hér á Laugardalsvelli lauk með 3-0 sigri Belga. Eden Hazard kom þeim yfir af vítapunktinum og Romelu Lukaku bætti við tveimur mörkum.

Um mánuði síðar mættust liðin í Belgíu og þar unnu heimamenn 2-0 sigur. Michy Batshuayi gerði bæði mörkin en staðan var markalaus í hálfleik.

Íslenski hópurinn er mikið breyttur frá þeim leik og mikið breyttur frá síðasta leik gegn Englendingum en hér að neðan má sjá mörkin úr leikjunum gegn Belgum sem og Englandi.

Klippa: Ísland - Belgía 0-2

Klippa: Belgía - Ísland 2-0

Klippa: Vítadramatík í lok leiksins í Laugardalnum



Upphitun Stöð 2 Sport fyrir leikinn hefst klukkan 18.00 en leikurinn sjálfur er í beinni útsendingu frá klukkan 18.35.

Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.

Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 

Belgía - Ísland (Brussel) - 8.9.2020

Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020

Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020

Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020

England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020




Fleiri fréttir

Sjá meira


×