Það er fjöldi leikja í Þjóðadeildinni í fótbolta í beinni útsendingu á Vísi og sportrásum Stöðvar 2 í kvöld.
Liðin sem léku til úrslita á HM 2018, Frakkland og Króatía, mætast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. England mætir Danmörku á Stöð 2 Sport 2 en leikur Íslands og Belgíu er í beinni á Stöð 2 Sport. Leikirnir sem sýndir eru á sportrásum Stöðvar 2 eru ekki sýndir á Vísi.
Svíar taka á móti Þjóðardeildarmeisturum Portúgala á Vinavöllum í Solna í Stokkhólmi og sá leikur er í beinni útsendingu hér á Vísi (sjá hlekk að neðan). Svíar töpuðu naumlega á móti heimsmeisturum Frakka í fyrsta leik en Portúgalar unnu 4-1 sigur á Króötum án Cristiano Ronaldo.
Tveir fyrstu leikir dagsins hefjast klukkan 16.00 en allir hinir eru klukkan 18.45.
Hægt er að horfa á útsendingar frá leikjunum sem eru í beinni á Vísi með því að smella á viðeigandi hlekk hér að neðan. Útsendingarnar birtast neðst í textalýsingu hvers leiks, svo að lesendur gætu þurft að skruna niður í gegnum textalýsinguna til að finna beina útsendingu.
Leikir í beinni á Vísi í dag:
A-deild
Svíþjóð - Portúgal (Kl. 18.45)
C-deild
Armenía - Eistland (Kl. 16.00)
Georgía - Norður Makedónía (Kl. 16.00)
Kýpur - Aserbaísjan (Kl. 18.45)
Lúxemborg - Svartfjallaland (Kl. 18.45)
D-deild
San Marínó - Liechtenstein (Kl. 18.45)