Fyrrverandi hermenn viðurkenna ódæði gegn Róhingjum Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2020 19:54 Hermenn og hópar vopnaðra manna brenndu fjölda þorpa til grunna og frömdu ýmis ódæði gegn Róhingjum í Mjanmar árið 2017. Vísir/AP Tveir hermenn, sem gerðust liðhlaupar frá her Mjanmar eða Búrma, hafa játað á myndbandsupptöku að yfirmenn þeirra hafi skipað þeim að fremja stríðsglæpi gegn Róhingjum. Þeir segja yfirmenn þeirra hafa gefið þeim þær skipanir að „skjóta alla sem þið sjáið og alla sem þið heyrið í“. Þetta er líklegast í fyrsta sinn sem hermenn ríkisins viðurkenna stríðsglæpi. Mennirnir hafa verið fluttir til Haag og færðir fyrir rannsakendur Alþjóðasakamáladómstólsins, sem hefur meinta stríðsglæpi yfirvalda í Mjanmar til rannsóknar. Í ágúst 2017 byrjuðu Róhingjar að streyma frá Mjanmar til Bangladess. Þau sögðust á flótta undan sókn hers Mjanmars og sögðu að heilu þorpin hefðu verið þurrkuð út. Fregnir bárust einnig af fjölmörgum ódæðum eins og fjöldanauðgunum og aftökum. Þúsundir eru sagðir hafa verið myrtir. Minnst 700 þúsund manns flúðu land og síðan þá hafa yfirvöld í Mjanmar verið sökuð um og kærð fyrir þjóðarmorð. Ríkisstjórn landsins þvertekur þó fyrir að brotið hafi verið á Róhingjum. Þó þeir búi í Rakhinehéraði í Mjanmar, og hafa gert lengi, eru þau í raun án ríkisfangs og yfirvöld ríkisins hafa lagt til að fólkið hafi brennt eigin þorp með því markmiði að fá athygli á heimsvísu. New York Times hefur tekið saman myndir frá 2017 sem sýna hvernig fjöldi þorpa voru brennd til grunna. Mannréttindasamtökin Fortify Rights segja hermennina tvo heita Myo Win Tun sem er 33 ára, og Zaw Naing Tun, sem er þrítugur. Þeir voru í sitt hvorri herdeildinni en gerðust liðhlaupar og enduðu í haldi Arakan-hersins. Það eru skæruliðasamtök Róhingja. Í frétt AP segir að frásagnir mannanna séu í takt við aðrar heimildir frá Mjanmar og Bangladess. Myo Win Tun sagði hann og hermennina í sinni herdeild hafa drepið og grafið 30 manns í árás á eitt þorp. Átta konur, sjö börn og fimmtán menn og eldra fólk. Þá stálu þeir einnig af heimilum fólksins. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, sem gefin var út í fyrra, sagði að yfirvöld í Mjanmar hefðu gert lítið sem ekkert til að koma í veg fyrir ódæði í landinu og þau hefðu ekki verið rannsökuð. Talið er að enn haldi um 600 þúsund Róhingjar til í Mjanmar. Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Bangladess Tengdar fréttir Eitt prósent mannkyns stendur frammi fyrir nauðungarflutningum Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna biðlar til ríkja um allan heim að leggja sig betur fram við að finna heimili handa milljónum flóttafólks og vegalausra einstaklinga sem flýja átök, ofsóknir eða aðstæður sem ógna almannaöryggi. 17. júlí 2020 13:52 Bangladess lokar af flóttamannabúðir Róhingja vegna kórónuveirunnar Yfirvöld í Bangladess hafa lokað af landssvæði í suðurhluta landsins þar sem flóttamannabúðir Róhingja eru staðsettar. Meira en milljón Róhingjamúslima sem flúið hafa Mjanmar búa þar og er þetta gert í von um að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. 9. apríl 2020 17:10 Grípi til nauðsynlegra aðgerða til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Róhingjum Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur fyrirskipað að yfirvöld í Mjanmar ráðist í allar nauðsynlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Rohingjum, minnihlutahópi múslima, í landinu. 23. janúar 2020 13:02 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Tveir hermenn, sem gerðust liðhlaupar frá her Mjanmar eða Búrma, hafa játað á myndbandsupptöku að yfirmenn þeirra hafi skipað þeim að fremja stríðsglæpi gegn Róhingjum. Þeir segja yfirmenn þeirra hafa gefið þeim þær skipanir að „skjóta alla sem þið sjáið og alla sem þið heyrið í“. Þetta er líklegast í fyrsta sinn sem hermenn ríkisins viðurkenna stríðsglæpi. Mennirnir hafa verið fluttir til Haag og færðir fyrir rannsakendur Alþjóðasakamáladómstólsins, sem hefur meinta stríðsglæpi yfirvalda í Mjanmar til rannsóknar. Í ágúst 2017 byrjuðu Róhingjar að streyma frá Mjanmar til Bangladess. Þau sögðust á flótta undan sókn hers Mjanmars og sögðu að heilu þorpin hefðu verið þurrkuð út. Fregnir bárust einnig af fjölmörgum ódæðum eins og fjöldanauðgunum og aftökum. Þúsundir eru sagðir hafa verið myrtir. Minnst 700 þúsund manns flúðu land og síðan þá hafa yfirvöld í Mjanmar verið sökuð um og kærð fyrir þjóðarmorð. Ríkisstjórn landsins þvertekur þó fyrir að brotið hafi verið á Róhingjum. Þó þeir búi í Rakhinehéraði í Mjanmar, og hafa gert lengi, eru þau í raun án ríkisfangs og yfirvöld ríkisins hafa lagt til að fólkið hafi brennt eigin þorp með því markmiði að fá athygli á heimsvísu. New York Times hefur tekið saman myndir frá 2017 sem sýna hvernig fjöldi þorpa voru brennd til grunna. Mannréttindasamtökin Fortify Rights segja hermennina tvo heita Myo Win Tun sem er 33 ára, og Zaw Naing Tun, sem er þrítugur. Þeir voru í sitt hvorri herdeildinni en gerðust liðhlaupar og enduðu í haldi Arakan-hersins. Það eru skæruliðasamtök Róhingja. Í frétt AP segir að frásagnir mannanna séu í takt við aðrar heimildir frá Mjanmar og Bangladess. Myo Win Tun sagði hann og hermennina í sinni herdeild hafa drepið og grafið 30 manns í árás á eitt þorp. Átta konur, sjö börn og fimmtán menn og eldra fólk. Þá stálu þeir einnig af heimilum fólksins. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, sem gefin var út í fyrra, sagði að yfirvöld í Mjanmar hefðu gert lítið sem ekkert til að koma í veg fyrir ódæði í landinu og þau hefðu ekki verið rannsökuð. Talið er að enn haldi um 600 þúsund Róhingjar til í Mjanmar.
Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Bangladess Tengdar fréttir Eitt prósent mannkyns stendur frammi fyrir nauðungarflutningum Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna biðlar til ríkja um allan heim að leggja sig betur fram við að finna heimili handa milljónum flóttafólks og vegalausra einstaklinga sem flýja átök, ofsóknir eða aðstæður sem ógna almannaöryggi. 17. júlí 2020 13:52 Bangladess lokar af flóttamannabúðir Róhingja vegna kórónuveirunnar Yfirvöld í Bangladess hafa lokað af landssvæði í suðurhluta landsins þar sem flóttamannabúðir Róhingja eru staðsettar. Meira en milljón Róhingjamúslima sem flúið hafa Mjanmar búa þar og er þetta gert í von um að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. 9. apríl 2020 17:10 Grípi til nauðsynlegra aðgerða til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Róhingjum Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur fyrirskipað að yfirvöld í Mjanmar ráðist í allar nauðsynlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Rohingjum, minnihlutahópi múslima, í landinu. 23. janúar 2020 13:02 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Eitt prósent mannkyns stendur frammi fyrir nauðungarflutningum Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna biðlar til ríkja um allan heim að leggja sig betur fram við að finna heimili handa milljónum flóttafólks og vegalausra einstaklinga sem flýja átök, ofsóknir eða aðstæður sem ógna almannaöryggi. 17. júlí 2020 13:52
Bangladess lokar af flóttamannabúðir Róhingja vegna kórónuveirunnar Yfirvöld í Bangladess hafa lokað af landssvæði í suðurhluta landsins þar sem flóttamannabúðir Róhingja eru staðsettar. Meira en milljón Róhingjamúslima sem flúið hafa Mjanmar búa þar og er þetta gert í von um að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. 9. apríl 2020 17:10
Grípi til nauðsynlegra aðgerða til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Róhingjum Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur fyrirskipað að yfirvöld í Mjanmar ráðist í allar nauðsynlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Rohingjum, minnihlutahópi múslima, í landinu. 23. janúar 2020 13:02