Michy vekur athygli á Maradona-mynd af sér úr Íslandsleiknum í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2020 12:30 Michy Batshuayi fagnar öðru marka sinna á móti Íslandi í gær. AP/Francisco Seco Belgíski framherjinn Michy Batshuayi blómstraði enn á ný í sigri á Íslendingum í gær en hann skoraði tvívegis í 5-1 sigri. Batshuayi var líka mjög sáttur með eina ákveðna mynd af sér úr leiknum. Michy Batshuayi hefur spilað tvo leiki á móti Íslandi og skorað í þeim fjögur mörk. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigrinum árið 2018 og svo aftur tvö mörk í gær. Belgar hafa hvílt Romelu Lukaku í þessum tveimur leikjum en Batshuayi hefur nýtt sér tækifærið til fullnustu. Það þarf heldur ekki að kvarta mikið yfir tölfræði Batshuayi með belgíska landsliðinu en hann er nú kominn með 18 mörk í 30 landsleikjum og hefur aðeins verið í byrjunarliðinu í ellefu þeirra. Michy Batshuayi tjáði sig um leikinn á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Still finding my way in the sea of Iceland #COMEONBELGIUM pic.twitter.com/wQSkecpeRZ— Michy Batshuayi (@mbatshuayi) September 8, 2020 „Enn finn ég mig vel í sjó af íslenskum leikmönnum,“ skrifaði Michy Batshuayi undir myndina en þar sést hann skora seinna mark sitt í leiknum sem hann skoraði með hælnum. Það sem vekur þó örugglega mesta lukku hjá honum með þessa mynd er að þó að Batshuayi sé að skora markið þá er enginn annar belgískur leikmaður sjáanlegur í kringum hann. Þarna má aftur á móti sjá níu af þeim ellefu leikmönnum íslenska liðsins sem voru inn á vellinum á þessum tímapunkti Batshuayi er því þarna búinn að fá svona Maradona-mynd af sér en ein frægasta fótboltamynd sögunnar er af Diego Maradona í leik með Argentínu á móti Belgíu í opnunarleik HM á Spáni árið 1982. This is great. The story behind the famous photo - Diego Maradona vs Belgium, 1982: http://t.co/iCozR10LuA | pic.twitter.com/KGjhGF97Lc— (@TonyPapa7) July 2, 2014 Diego Maradona fékk þá boltann eftir að liðsfélagi hans ákvað að gefa boltann frekar á hann í stað þess að skjóta yfir varnarvegginn. Leikmennirnir í varnarveggnum litu þá strax á Maradona og um leið smelti ljósmyndarinn af fyrir aftan Maradona. Það leit því út eins og að sex belgískir leikmenn væru að reyna að stoppa Maradona. Það gátu aftur á móti ekki níu leikmenn íslenska liðsins komið í veg fyrir að Michy Batshuayi skoraði markið. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Fleiri fréttir Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn „Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ Ísland í riðli með Frökkum og Maríu Ragnar ráðinn til AGF „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Sjá meira
Belgíski framherjinn Michy Batshuayi blómstraði enn á ný í sigri á Íslendingum í gær en hann skoraði tvívegis í 5-1 sigri. Batshuayi var líka mjög sáttur með eina ákveðna mynd af sér úr leiknum. Michy Batshuayi hefur spilað tvo leiki á móti Íslandi og skorað í þeim fjögur mörk. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigrinum árið 2018 og svo aftur tvö mörk í gær. Belgar hafa hvílt Romelu Lukaku í þessum tveimur leikjum en Batshuayi hefur nýtt sér tækifærið til fullnustu. Það þarf heldur ekki að kvarta mikið yfir tölfræði Batshuayi með belgíska landsliðinu en hann er nú kominn með 18 mörk í 30 landsleikjum og hefur aðeins verið í byrjunarliðinu í ellefu þeirra. Michy Batshuayi tjáði sig um leikinn á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Still finding my way in the sea of Iceland #COMEONBELGIUM pic.twitter.com/wQSkecpeRZ— Michy Batshuayi (@mbatshuayi) September 8, 2020 „Enn finn ég mig vel í sjó af íslenskum leikmönnum,“ skrifaði Michy Batshuayi undir myndina en þar sést hann skora seinna mark sitt í leiknum sem hann skoraði með hælnum. Það sem vekur þó örugglega mesta lukku hjá honum með þessa mynd er að þó að Batshuayi sé að skora markið þá er enginn annar belgískur leikmaður sjáanlegur í kringum hann. Þarna má aftur á móti sjá níu af þeim ellefu leikmönnum íslenska liðsins sem voru inn á vellinum á þessum tímapunkti Batshuayi er því þarna búinn að fá svona Maradona-mynd af sér en ein frægasta fótboltamynd sögunnar er af Diego Maradona í leik með Argentínu á móti Belgíu í opnunarleik HM á Spáni árið 1982. This is great. The story behind the famous photo - Diego Maradona vs Belgium, 1982: http://t.co/iCozR10LuA | pic.twitter.com/KGjhGF97Lc— (@TonyPapa7) July 2, 2014 Diego Maradona fékk þá boltann eftir að liðsfélagi hans ákvað að gefa boltann frekar á hann í stað þess að skjóta yfir varnarvegginn. Leikmennirnir í varnarveggnum litu þá strax á Maradona og um leið smelti ljósmyndarinn af fyrir aftan Maradona. Það leit því út eins og að sex belgískir leikmenn væru að reyna að stoppa Maradona. Það gátu aftur á móti ekki níu leikmenn íslenska liðsins komið í veg fyrir að Michy Batshuayi skoraði markið.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Fleiri fréttir Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn „Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ Ísland í riðli með Frökkum og Maríu Ragnar ráðinn til AGF „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Sjá meira