Óttast að hlýir og þurrir vindar fóðri eldana enn frekar Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2020 11:51 Slökkviliðsmaður slekkur í glæðum eftir Creek-eldinn í Tollhouse í Kaliforníu í gær. Um 14.000 félagar hans glíma við eldana þessa stundina. AP/Marcio Jose Sanchez Veðuraðstæður gætu gert gróðurelda sem brenna stjórnlaust í Kaliforníu og víðar á vesturströnd Bandaríkjanna enn skæðari í dag og næstu dag. Spáð er hlýjum og þurrum árstíðarbundnum vindum sem knýja oft gróðurelda. Eldarnir hafa sums staðar lagt litla bæi nær algerlega í rúst. Gróðureldarnar í Kaliforníu nú síðsumars hafa nú þegar tryggt að árið 2019 verður mesta brunaár sem sögu fara af í ríkinu. Nú hafa meira en 930.800 hektarar lands brunnið og það áður en hefðbundið gróðureldatímabili á þessum slóðum er hafið. Um 14.000 slökkviliðsmenn glíma nú við fjölda elda. Hópur þeirra komst í hann krappan í gær þegar logarnir umkringdu hann í Nacimiento-stöðinni í Los Padres-þjóðgarðinum. Neyddust fjórtán slökkviliðsmenn til þess að leita í neyðarskýli. Einn er þungt haldinn en mennirnir hlutu brunasár og reykeitrun. Veðurfræðingar vara við því að heitur og þurr vindur gæti náð allt að 22 metrum á sekúndu í dag og bætt gráu ofan á svart. Svonefndir Santa Ana-vindar eru árstíðarbundið fyrirbrigði í sunnanverðri Kaliforníu og þeir blása gríðarlega hlýju og þurru lofti frá fjalllendi í austri yfir mannabyggð nær ströndinni. Creek-eldurinrn brennur við bæinn Shaver Lake í Fresno-sýslu á mánudag. Á þriðja tug stórra gróðurelda brenna í Kaliforníu.AP/Noah Berger Smábæir brenna til grunna Gróðureldarnir herja ekki aðeins á Kaliforníu. Í nágrannaríkjunum Oregon og Washington í norðri reyna yfirvöld einnig að hemja bálið af veikum mætti. Kate Brown, ríkisstjóri Oregon, lýsti yfir neyðarástandi vegna eldanna í gær og tugum þúsunda íbúa hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna Almeda-eldsins svonefnda sem hefur valdið mikilli eyðileggingu undanfarna daga. Í morgun stefndi eldurinn á bæinn Medford þar sem um 82.000 manns búa. Nær öllum íbúum þar var gert að hafa sig á brott. https://twitter.com/rajmathai/status/1303565121097064449?s=20 Veðurstofa Bandaríkjanna gaf í fyrsta skipti út viðvörun vegna mikillar eldhættu í suðvestanverðu Oregon. Brown lýsti veðuraðstæðunum sem knýja eldana nú sem atburði sem eigi sér stað „einu sinni á kynslóð“. Í Washington-ríki brann bærinn Malden í austanverðu ríkinu nær alveg til kaldra kola. Talið er að um 80% allra íbúðarhúsa og bygginga í bænum hafi orðið eldinum að bráð á mánudag, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. „Það er ekki hægt að tjá umfang hörmunganna með orðum. Eldurinn verður slökktur en samfélagið er breytt til lífstíðar. Ég vona bara að eldurinn hafi ekki tekið meira en heimili og byggingar. Ég bið fyrir því að allir hafi komist út í tæka tíð,“ segir Brett Myers, lögreglustjóri í Whitman-sýslu sem Malden tilheyrir. Fylgifiskur hnattrænnar hlýnunar af völdum manna AP-fréttastofan segir að fjöldi rannsókna hafi tengt stærri gróðurelda í Bandaríkjunum við hnattræna hlýnun af völdum manna. Hlýrra loftslag hafi skapað þurrari aðstæður í Kaliforníu og búi til meiri eldsmat úr skraufþurrum gróðri. „Tíðni öfgakennds gróðureldaveðurs hefur tvöfaldast í Kaliforníu undanfarna fjóra áratugi og aðalorsökin hefur verið áhrif hækkandi hita á þurreldsneyti,“ segir Noah Diffenbaugh, loftslagsvísindamaður við Stanford-háskóla í Kaliforníu. Eldarnir nú síðsumars kviknuðu í kjölfar methita, þurrks og sterkra vinda. Á þriðja tug stórra gróðurelda geisa nú í Kaliforníu. Bandaríkin Loftslagsmál Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00 Sögulegt ástand í Kaliforníu sem versnar líklega Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. 8. september 2020 23:24 Átta þúsund ferkílómetrar brunnir en versti tíminn eftir Skógar- og kjarreldar hafa brennt tvær milljónir ekra (um átta þúsund ferkílómetra) í Kaliforníu í Bandaríkjunum á þessu ári. Það er met og enn berjast slökkviliðsmenn við elda víða. 7. september 2020 22:33 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Veðuraðstæður gætu gert gróðurelda sem brenna stjórnlaust í Kaliforníu og víðar á vesturströnd Bandaríkjanna enn skæðari í dag og næstu dag. Spáð er hlýjum og þurrum árstíðarbundnum vindum sem knýja oft gróðurelda. Eldarnir hafa sums staðar lagt litla bæi nær algerlega í rúst. Gróðureldarnar í Kaliforníu nú síðsumars hafa nú þegar tryggt að árið 2019 verður mesta brunaár sem sögu fara af í ríkinu. Nú hafa meira en 930.800 hektarar lands brunnið og það áður en hefðbundið gróðureldatímabili á þessum slóðum er hafið. Um 14.000 slökkviliðsmenn glíma nú við fjölda elda. Hópur þeirra komst í hann krappan í gær þegar logarnir umkringdu hann í Nacimiento-stöðinni í Los Padres-þjóðgarðinum. Neyddust fjórtán slökkviliðsmenn til þess að leita í neyðarskýli. Einn er þungt haldinn en mennirnir hlutu brunasár og reykeitrun. Veðurfræðingar vara við því að heitur og þurr vindur gæti náð allt að 22 metrum á sekúndu í dag og bætt gráu ofan á svart. Svonefndir Santa Ana-vindar eru árstíðarbundið fyrirbrigði í sunnanverðri Kaliforníu og þeir blása gríðarlega hlýju og þurru lofti frá fjalllendi í austri yfir mannabyggð nær ströndinni. Creek-eldurinrn brennur við bæinn Shaver Lake í Fresno-sýslu á mánudag. Á þriðja tug stórra gróðurelda brenna í Kaliforníu.AP/Noah Berger Smábæir brenna til grunna Gróðureldarnir herja ekki aðeins á Kaliforníu. Í nágrannaríkjunum Oregon og Washington í norðri reyna yfirvöld einnig að hemja bálið af veikum mætti. Kate Brown, ríkisstjóri Oregon, lýsti yfir neyðarástandi vegna eldanna í gær og tugum þúsunda íbúa hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna Almeda-eldsins svonefnda sem hefur valdið mikilli eyðileggingu undanfarna daga. Í morgun stefndi eldurinn á bæinn Medford þar sem um 82.000 manns búa. Nær öllum íbúum þar var gert að hafa sig á brott. https://twitter.com/rajmathai/status/1303565121097064449?s=20 Veðurstofa Bandaríkjanna gaf í fyrsta skipti út viðvörun vegna mikillar eldhættu í suðvestanverðu Oregon. Brown lýsti veðuraðstæðunum sem knýja eldana nú sem atburði sem eigi sér stað „einu sinni á kynslóð“. Í Washington-ríki brann bærinn Malden í austanverðu ríkinu nær alveg til kaldra kola. Talið er að um 80% allra íbúðarhúsa og bygginga í bænum hafi orðið eldinum að bráð á mánudag, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. „Það er ekki hægt að tjá umfang hörmunganna með orðum. Eldurinn verður slökktur en samfélagið er breytt til lífstíðar. Ég vona bara að eldurinn hafi ekki tekið meira en heimili og byggingar. Ég bið fyrir því að allir hafi komist út í tæka tíð,“ segir Brett Myers, lögreglustjóri í Whitman-sýslu sem Malden tilheyrir. Fylgifiskur hnattrænnar hlýnunar af völdum manna AP-fréttastofan segir að fjöldi rannsókna hafi tengt stærri gróðurelda í Bandaríkjunum við hnattræna hlýnun af völdum manna. Hlýrra loftslag hafi skapað þurrari aðstæður í Kaliforníu og búi til meiri eldsmat úr skraufþurrum gróðri. „Tíðni öfgakennds gróðureldaveðurs hefur tvöfaldast í Kaliforníu undanfarna fjóra áratugi og aðalorsökin hefur verið áhrif hækkandi hita á þurreldsneyti,“ segir Noah Diffenbaugh, loftslagsvísindamaður við Stanford-háskóla í Kaliforníu. Eldarnir nú síðsumars kviknuðu í kjölfar methita, þurrks og sterkra vinda. Á þriðja tug stórra gróðurelda geisa nú í Kaliforníu.
Bandaríkin Loftslagsmál Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00 Sögulegt ástand í Kaliforníu sem versnar líklega Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. 8. september 2020 23:24 Átta þúsund ferkílómetrar brunnir en versti tíminn eftir Skógar- og kjarreldar hafa brennt tvær milljónir ekra (um átta þúsund ferkílómetra) í Kaliforníu í Bandaríkjunum á þessu ári. Það er met og enn berjast slökkviliðsmenn við elda víða. 7. september 2020 22:33 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00
Sögulegt ástand í Kaliforníu sem versnar líklega Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. 8. september 2020 23:24
Átta þúsund ferkílómetrar brunnir en versti tíminn eftir Skógar- og kjarreldar hafa brennt tvær milljónir ekra (um átta þúsund ferkílómetra) í Kaliforníu í Bandaríkjunum á þessu ári. Það er met og enn berjast slökkviliðsmenn við elda víða. 7. september 2020 22:33