Eyjamaðurinn fær að glíma við Íslandsmeistarann í fyrstu umferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2020 14:15 Róbert Daði Sigurþórsson varð í vor fyrsti Íslandsmeistarinn í eFótbolta! Mynd/KSÍ Úrvalsdeildin í efótbolta hefst með fyrstu umferðinni í kvöld en deildin er á samstarfsverkefni á milli Knattspyrnusambands Íslands og Rafíþróttasamtaka Íslands. Það verða fjórir flottir leikir í kvöld þar af eru tveir þeirra í beinni útsendingu. Deildina skipa átta bestu lið landsins og var byggt á árangri leikmanna á Íslandsmótinu í vor, þar sem fimmtíu lið skráðu sig til leiks. Keppendur spila með sín FIFA Ultimate team lið og í kvöld hefst fyrsta umferð mótsins sem mun vera í beinni útsendingu á hverju miðvikudagskvöldi fram í desember. Róbert Daði Sigurþórsson, fyrsti Íslandsmeistarinn í eFótbolta, mætir Eyjamanninum Guðmundi Tómas Sigurðssyni í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni. Silfurmaðurinn Aron Þormar Lárusson mætir Alexander Aroni Hannessyni frá Keflavík í sínum fyrsta leik en Aron Þormar vann fyrri leikinn í úrslitunum í vor en varð svo að sætta sig við silfur eftir 3-0 í seinni leiknum. Leikur Arons Þormars og Alexanders Arons verður sýndur beint á Stöð2 esport og Vísi sem og leikur Leifs Sævarssonar frá LFG og Bjarka Má Sigurðssonar frá Víkingi. Fjórði og síðasti leikur kvöldsins er á milli Tinds Örvars Örvarssonar frá Fylki og Jóhanns Ólafs Jóhannssonar frá LFG. Spilaðar verða fjórðan umferðir á þrettán vikum í úrvalsdeildinni. Þegar FIFA21 kemur út skiptir úrvalsdeildin beint í nýjan leik, en fyrstu umferðirnar verða í FIFA20. Einnig verður opnað á skráningar í opnar deildir, eða neðri deildir, og sigurvegari í opnu deildinni vinnur sér inn þátttökurétt í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Hver viðureign samanstendur af tveimur leikjum og samanlögð markatala ræður úrslitum. Keppt verður í FUT (FIFA Ultimate Team). Útsendingin á Stöð2 esport, Vísi og twitch rás KSÍ hefst klukkan 19.30 en leikirnir byrja klukkan 20.00. Rafíþróttir Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Úrvalsdeildin í efótbolta hefst með fyrstu umferðinni í kvöld en deildin er á samstarfsverkefni á milli Knattspyrnusambands Íslands og Rafíþróttasamtaka Íslands. Það verða fjórir flottir leikir í kvöld þar af eru tveir þeirra í beinni útsendingu. Deildina skipa átta bestu lið landsins og var byggt á árangri leikmanna á Íslandsmótinu í vor, þar sem fimmtíu lið skráðu sig til leiks. Keppendur spila með sín FIFA Ultimate team lið og í kvöld hefst fyrsta umferð mótsins sem mun vera í beinni útsendingu á hverju miðvikudagskvöldi fram í desember. Róbert Daði Sigurþórsson, fyrsti Íslandsmeistarinn í eFótbolta, mætir Eyjamanninum Guðmundi Tómas Sigurðssyni í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni. Silfurmaðurinn Aron Þormar Lárusson mætir Alexander Aroni Hannessyni frá Keflavík í sínum fyrsta leik en Aron Þormar vann fyrri leikinn í úrslitunum í vor en varð svo að sætta sig við silfur eftir 3-0 í seinni leiknum. Leikur Arons Þormars og Alexanders Arons verður sýndur beint á Stöð2 esport og Vísi sem og leikur Leifs Sævarssonar frá LFG og Bjarka Má Sigurðssonar frá Víkingi. Fjórði og síðasti leikur kvöldsins er á milli Tinds Örvars Örvarssonar frá Fylki og Jóhanns Ólafs Jóhannssonar frá LFG. Spilaðar verða fjórðan umferðir á þrettán vikum í úrvalsdeildinni. Þegar FIFA21 kemur út skiptir úrvalsdeildin beint í nýjan leik, en fyrstu umferðirnar verða í FIFA20. Einnig verður opnað á skráningar í opnar deildir, eða neðri deildir, og sigurvegari í opnu deildinni vinnur sér inn þátttökurétt í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Hver viðureign samanstendur af tveimur leikjum og samanlögð markatala ræður úrslitum. Keppt verður í FUT (FIFA Ultimate Team). Útsendingin á Stöð2 esport, Vísi og twitch rás KSÍ hefst klukkan 19.30 en leikirnir byrja klukkan 20.00.
Rafíþróttir Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira