Unga landsliðskonan fékk að finna fyrir því: „Þú þarft að taka hana úr jafnvægi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2020 14:00 Cecilía Rán Rúnarsdóttir lék sinn fyrsta A-landsleik í byrjun ársins og hefur staðið sig mjög vel með Fylkisliðinu í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Vísir/Bára Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður Pepsi Max marka kvenna, fór yfir leik Fylkis og Þór/KA í síðustu umferð með sérfræðingum sínum Mist Rúnarsdóttur og Kristínu Ýr Bjarnadóttur. Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir fékk heldur betur að finna fyrir því frá leikmönnum Þór/KA í þessum leik og Pepsi Max mörk kvenna ákváðu að skoða það nánar. „Þetta er áhugavert. Var uppleggið hjá Þór/KA að koma Cecilíu úr jafnvægi? Arna fær gult fyrir að þvælast fyrir henni, Margrét fær rautt fyrir að þvælast fyrir henni og svo er hún keyrð niður af Örnu,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Annað mark Þór/KA átti aldrei að standa því Arna Sif Ásgrímsdóttir keyrði þá greinilega niður Cecilíu Rán Rúnarsdóttur eftir aukaspyrnu. Margrét Árnadóttir fékk líka rautt spjald eftir samskipti sín við Cecilíu Rán Rúnarsdóttur en stelpurnar sáu Cecilíu Rán þá komast upp með það að hefna sín. „Átti að taka fast á henni,“ spurði Helena Ólafsdóttir og benti á fyrrnefnd dæmi. „Ég myndi alltaf gera það. Ég myndi alltaf hlaupa í hana en vera bara kannski aðeins lúmskari en Arna. Auðvitað áttu að gera þetta. Hún er besti leikmaðurinn og þú þarft að taka hana úr jafnvægi. Þú þarf að gera eitthvað svo að hún hætti að verja,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir sem var vön því á sínum ferli að láta finna fyrir sér í teignum. „Ég heyrði líka í Fylkisbekknum og þau voru brjáluð og öskruðu: Dómari næst fylgist þú með markverðinum okkar í föstum leikatriðum. Hann virtist ekki gera það af því það er búið að gefa Örnu ‚soft' gult og rautt á Margréti. Svo leyfir hann þessu marki að standa. Mér finnst það ótrúlega skrýtið,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Það má finna alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Var uppleggið hjá Þór/KA að reyna að koma Cecilíu úr jafnvægi? FH fær Fylki í heimsókn í Kaplakrika klukkan 17.00 í kvöld en það fer heil umferð í deildinni fram í dag. Leikur Selfoss og Vals klukkan 17.00 og leikur Breiðabliks og Stjörnunnar klukkan 19.15 verða sýndir beint á Stöð 2 Sport en aðrir leikir verða í beinni á Vísi. KR og ÍBV mætast klukkan 17.00 og Þróttur tekur á móti Þór/KA klukkan 18.00. Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Pepsi Max-mörkin Mest lesið Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Fótbolti Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Fótbolti Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Fótbolti Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Enski boltinn Eddie Jordan látinn Formúla 1 Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Körfubolti Mikael mjög leiður: „Var búinn að ætla honum stórt hlutverk" Fótbolti Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Fótbolti Slakir vellir ógna öryggi kvenkyns leikmanna Fótbolti „Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir“ Fótbolti Fleiri fréttir Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Sjá meira
Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður Pepsi Max marka kvenna, fór yfir leik Fylkis og Þór/KA í síðustu umferð með sérfræðingum sínum Mist Rúnarsdóttur og Kristínu Ýr Bjarnadóttur. Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir fékk heldur betur að finna fyrir því frá leikmönnum Þór/KA í þessum leik og Pepsi Max mörk kvenna ákváðu að skoða það nánar. „Þetta er áhugavert. Var uppleggið hjá Þór/KA að koma Cecilíu úr jafnvægi? Arna fær gult fyrir að þvælast fyrir henni, Margrét fær rautt fyrir að þvælast fyrir henni og svo er hún keyrð niður af Örnu,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Annað mark Þór/KA átti aldrei að standa því Arna Sif Ásgrímsdóttir keyrði þá greinilega niður Cecilíu Rán Rúnarsdóttur eftir aukaspyrnu. Margrét Árnadóttir fékk líka rautt spjald eftir samskipti sín við Cecilíu Rán Rúnarsdóttur en stelpurnar sáu Cecilíu Rán þá komast upp með það að hefna sín. „Átti að taka fast á henni,“ spurði Helena Ólafsdóttir og benti á fyrrnefnd dæmi. „Ég myndi alltaf gera það. Ég myndi alltaf hlaupa í hana en vera bara kannski aðeins lúmskari en Arna. Auðvitað áttu að gera þetta. Hún er besti leikmaðurinn og þú þarft að taka hana úr jafnvægi. Þú þarf að gera eitthvað svo að hún hætti að verja,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir sem var vön því á sínum ferli að láta finna fyrir sér í teignum. „Ég heyrði líka í Fylkisbekknum og þau voru brjáluð og öskruðu: Dómari næst fylgist þú með markverðinum okkar í föstum leikatriðum. Hann virtist ekki gera það af því það er búið að gefa Örnu ‚soft' gult og rautt á Margréti. Svo leyfir hann þessu marki að standa. Mér finnst það ótrúlega skrýtið,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Það má finna alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Var uppleggið hjá Þór/KA að reyna að koma Cecilíu úr jafnvægi? FH fær Fylki í heimsókn í Kaplakrika klukkan 17.00 í kvöld en það fer heil umferð í deildinni fram í dag. Leikur Selfoss og Vals klukkan 17.00 og leikur Breiðabliks og Stjörnunnar klukkan 19.15 verða sýndir beint á Stöð 2 Sport en aðrir leikir verða í beinni á Vísi. KR og ÍBV mætast klukkan 17.00 og Þróttur tekur á móti Þór/KA klukkan 18.00.
Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Pepsi Max-mörkin Mest lesið Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Fótbolti Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Fótbolti Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Fótbolti Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Enski boltinn Eddie Jordan látinn Formúla 1 Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Körfubolti Mikael mjög leiður: „Var búinn að ætla honum stórt hlutverk" Fótbolti Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Fótbolti Slakir vellir ógna öryggi kvenkyns leikmanna Fótbolti „Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir“ Fótbolti Fleiri fréttir Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Sjá meira