Allt að 40% afsláttur af flugfargjöldum fyrir íbúa landsbyggðarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. september 2020 14:04 Undir Loftbrú falla Vestfirðir, hluti af Norðurlandi vestra, Norðurland eystra, Austurland, Hornafjörður og Vestmannaeyjar. Loftbrú.is Íbúar á landsbyggðinni sem eru með lögheimili fjarri höfuðborginni eiga frá og með deginum í dag kost á lægri flugfargjöldum til Reykjavíkur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti þessa nýjung, sem heitir Loftbrú, á fundi í flugstöðinni á Egilsstöðum í dag. Samkvæmt tilkynningu á vef stjórnarráðsins veitir Loftbrú 40% afslátt af heildarfargjaldi fyrir allar áætlunarleiðir innanlands til og frá höfuðborgarsvæðinu. Er veittur fullur afsláttur hvort sem valið er afsláttargjald eða fullt fargjald og getur hver einstaklingur fengið lægri fargjöld fyrir allt að þrjár ferðir til og frá Reykjavík á ári (sex flugleggir). Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti verkefnið á fundi í flugstöðinni á Egilsstöðum í dag.Stjórnarráðið Út árið 2020 gilda afsláttarkjörin fyrir tvo flugleggi, það er eina ferð til og frá Reykjavík. „Loftbrú veitir afsláttarkjör til þeirra sem eiga lögheimili á landsbyggðinni fjarri höfuðborgarsvæðinu og á eyjum. Undir Loftbrú falla Vestfirðir, hluti af Norðurlandi vestra, Norðurland eystra, Austurland, Hornafjörður og Vestmannaeyjar. Svæðið er afmarkað með tilliti til póstnúmera. Alls ná afsláttarkjör Loftbrúar til rúmlega 60 þúsund íbúa á þessum svæðum. Markmiðið með verkefninu er að bæta aðgengi íbúa á landsbyggðinni að miðlægri þjónustu og efla byggðir með því að gera innanlandsflug að hagkvæmari samgöngukosti. Afsláttarkjörin koma þeim til góða sem vilja nýta margvíslega þjónustu og afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu og til að heimsækja ættingja og vini. Loftbrú er ætluð fólki í einkaerindum til höfuðborgarinnar en ekki fyrir ferðir í atvinnuskyni eða hefðbundnar vinnuferðir,“ segir í tilkynningu stjórnarráðsins. Þá var opnuð sérstök upplýsingasíða verkefnisins, loftbru.is. Sigurður Ingi segir í færslu á Facebook-síðu sinni að Loftbrú jafni aðstöðumun íbúa sem búa fjarri höfuðborginni. Um sé að ræða eina af mikilvægari byggðaaðgerðum sem ráðist hafi verið í: „Það er mikið réttlætismál að þeir sem búa fjarri höfuðborginni og vilja og þurfa að sækja þjónustu þangað fái niðurgreiðslu á ferðum sínum með flugi. Ég er sérlega ánægður að sjá afsláttarkjörin verða að veruleika en skoska leiðin hefur verið á stefnuskrá minni síðan ég kom í ráðuneytið. Skoska leiðin var áherslumál Framsóknarflokksins í síðustu kosningum, er hluti af stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, fór inn í samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 og samþykkt af Alþingi í júní 2020,“ segir Sigurður Ingi. Loftbrú jafnar aðstöðumun íbúa sem búa fjarri höfuðborginni og er ein af mikilvægari byggðaaðgerðum sem ráðist hefur...Posted by Sigurður Ingi Jóhannsson on Wednesday, September 9, 2020 Samgöngur Byggðamál Fréttir af flugi Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Íbúar á landsbyggðinni sem eru með lögheimili fjarri höfuðborginni eiga frá og með deginum í dag kost á lægri flugfargjöldum til Reykjavíkur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti þessa nýjung, sem heitir Loftbrú, á fundi í flugstöðinni á Egilsstöðum í dag. Samkvæmt tilkynningu á vef stjórnarráðsins veitir Loftbrú 40% afslátt af heildarfargjaldi fyrir allar áætlunarleiðir innanlands til og frá höfuðborgarsvæðinu. Er veittur fullur afsláttur hvort sem valið er afsláttargjald eða fullt fargjald og getur hver einstaklingur fengið lægri fargjöld fyrir allt að þrjár ferðir til og frá Reykjavík á ári (sex flugleggir). Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti verkefnið á fundi í flugstöðinni á Egilsstöðum í dag.Stjórnarráðið Út árið 2020 gilda afsláttarkjörin fyrir tvo flugleggi, það er eina ferð til og frá Reykjavík. „Loftbrú veitir afsláttarkjör til þeirra sem eiga lögheimili á landsbyggðinni fjarri höfuðborgarsvæðinu og á eyjum. Undir Loftbrú falla Vestfirðir, hluti af Norðurlandi vestra, Norðurland eystra, Austurland, Hornafjörður og Vestmannaeyjar. Svæðið er afmarkað með tilliti til póstnúmera. Alls ná afsláttarkjör Loftbrúar til rúmlega 60 þúsund íbúa á þessum svæðum. Markmiðið með verkefninu er að bæta aðgengi íbúa á landsbyggðinni að miðlægri þjónustu og efla byggðir með því að gera innanlandsflug að hagkvæmari samgöngukosti. Afsláttarkjörin koma þeim til góða sem vilja nýta margvíslega þjónustu og afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu og til að heimsækja ættingja og vini. Loftbrú er ætluð fólki í einkaerindum til höfuðborgarinnar en ekki fyrir ferðir í atvinnuskyni eða hefðbundnar vinnuferðir,“ segir í tilkynningu stjórnarráðsins. Þá var opnuð sérstök upplýsingasíða verkefnisins, loftbru.is. Sigurður Ingi segir í færslu á Facebook-síðu sinni að Loftbrú jafni aðstöðumun íbúa sem búa fjarri höfuðborginni. Um sé að ræða eina af mikilvægari byggðaaðgerðum sem ráðist hafi verið í: „Það er mikið réttlætismál að þeir sem búa fjarri höfuðborginni og vilja og þurfa að sækja þjónustu þangað fái niðurgreiðslu á ferðum sínum með flugi. Ég er sérlega ánægður að sjá afsláttarkjörin verða að veruleika en skoska leiðin hefur verið á stefnuskrá minni síðan ég kom í ráðuneytið. Skoska leiðin var áherslumál Framsóknarflokksins í síðustu kosningum, er hluti af stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, fór inn í samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 og samþykkt af Alþingi í júní 2020,“ segir Sigurður Ingi. Loftbrú jafnar aðstöðumun íbúa sem búa fjarri höfuðborginni og er ein af mikilvægari byggðaaðgerðum sem ráðist hefur...Posted by Sigurður Ingi Jóhannsson on Wednesday, September 9, 2020
Samgöngur Byggðamál Fréttir af flugi Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira