Allt að 40% afsláttur af flugfargjöldum fyrir íbúa landsbyggðarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. september 2020 14:04 Undir Loftbrú falla Vestfirðir, hluti af Norðurlandi vestra, Norðurland eystra, Austurland, Hornafjörður og Vestmannaeyjar. Loftbrú.is Íbúar á landsbyggðinni sem eru með lögheimili fjarri höfuðborginni eiga frá og með deginum í dag kost á lægri flugfargjöldum til Reykjavíkur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti þessa nýjung, sem heitir Loftbrú, á fundi í flugstöðinni á Egilsstöðum í dag. Samkvæmt tilkynningu á vef stjórnarráðsins veitir Loftbrú 40% afslátt af heildarfargjaldi fyrir allar áætlunarleiðir innanlands til og frá höfuðborgarsvæðinu. Er veittur fullur afsláttur hvort sem valið er afsláttargjald eða fullt fargjald og getur hver einstaklingur fengið lægri fargjöld fyrir allt að þrjár ferðir til og frá Reykjavík á ári (sex flugleggir). Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti verkefnið á fundi í flugstöðinni á Egilsstöðum í dag.Stjórnarráðið Út árið 2020 gilda afsláttarkjörin fyrir tvo flugleggi, það er eina ferð til og frá Reykjavík. „Loftbrú veitir afsláttarkjör til þeirra sem eiga lögheimili á landsbyggðinni fjarri höfuðborgarsvæðinu og á eyjum. Undir Loftbrú falla Vestfirðir, hluti af Norðurlandi vestra, Norðurland eystra, Austurland, Hornafjörður og Vestmannaeyjar. Svæðið er afmarkað með tilliti til póstnúmera. Alls ná afsláttarkjör Loftbrúar til rúmlega 60 þúsund íbúa á þessum svæðum. Markmiðið með verkefninu er að bæta aðgengi íbúa á landsbyggðinni að miðlægri þjónustu og efla byggðir með því að gera innanlandsflug að hagkvæmari samgöngukosti. Afsláttarkjörin koma þeim til góða sem vilja nýta margvíslega þjónustu og afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu og til að heimsækja ættingja og vini. Loftbrú er ætluð fólki í einkaerindum til höfuðborgarinnar en ekki fyrir ferðir í atvinnuskyni eða hefðbundnar vinnuferðir,“ segir í tilkynningu stjórnarráðsins. Þá var opnuð sérstök upplýsingasíða verkefnisins, loftbru.is. Sigurður Ingi segir í færslu á Facebook-síðu sinni að Loftbrú jafni aðstöðumun íbúa sem búa fjarri höfuðborginni. Um sé að ræða eina af mikilvægari byggðaaðgerðum sem ráðist hafi verið í: „Það er mikið réttlætismál að þeir sem búa fjarri höfuðborginni og vilja og þurfa að sækja þjónustu þangað fái niðurgreiðslu á ferðum sínum með flugi. Ég er sérlega ánægður að sjá afsláttarkjörin verða að veruleika en skoska leiðin hefur verið á stefnuskrá minni síðan ég kom í ráðuneytið. Skoska leiðin var áherslumál Framsóknarflokksins í síðustu kosningum, er hluti af stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, fór inn í samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 og samþykkt af Alþingi í júní 2020,“ segir Sigurður Ingi. Loftbrú jafnar aðstöðumun íbúa sem búa fjarri höfuðborginni og er ein af mikilvægari byggðaaðgerðum sem ráðist hefur...Posted by Sigurður Ingi Jóhannsson on Wednesday, September 9, 2020 Samgöngur Byggðamál Fréttir af flugi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Íbúar á landsbyggðinni sem eru með lögheimili fjarri höfuðborginni eiga frá og með deginum í dag kost á lægri flugfargjöldum til Reykjavíkur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti þessa nýjung, sem heitir Loftbrú, á fundi í flugstöðinni á Egilsstöðum í dag. Samkvæmt tilkynningu á vef stjórnarráðsins veitir Loftbrú 40% afslátt af heildarfargjaldi fyrir allar áætlunarleiðir innanlands til og frá höfuðborgarsvæðinu. Er veittur fullur afsláttur hvort sem valið er afsláttargjald eða fullt fargjald og getur hver einstaklingur fengið lægri fargjöld fyrir allt að þrjár ferðir til og frá Reykjavík á ári (sex flugleggir). Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti verkefnið á fundi í flugstöðinni á Egilsstöðum í dag.Stjórnarráðið Út árið 2020 gilda afsláttarkjörin fyrir tvo flugleggi, það er eina ferð til og frá Reykjavík. „Loftbrú veitir afsláttarkjör til þeirra sem eiga lögheimili á landsbyggðinni fjarri höfuðborgarsvæðinu og á eyjum. Undir Loftbrú falla Vestfirðir, hluti af Norðurlandi vestra, Norðurland eystra, Austurland, Hornafjörður og Vestmannaeyjar. Svæðið er afmarkað með tilliti til póstnúmera. Alls ná afsláttarkjör Loftbrúar til rúmlega 60 þúsund íbúa á þessum svæðum. Markmiðið með verkefninu er að bæta aðgengi íbúa á landsbyggðinni að miðlægri þjónustu og efla byggðir með því að gera innanlandsflug að hagkvæmari samgöngukosti. Afsláttarkjörin koma þeim til góða sem vilja nýta margvíslega þjónustu og afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu og til að heimsækja ættingja og vini. Loftbrú er ætluð fólki í einkaerindum til höfuðborgarinnar en ekki fyrir ferðir í atvinnuskyni eða hefðbundnar vinnuferðir,“ segir í tilkynningu stjórnarráðsins. Þá var opnuð sérstök upplýsingasíða verkefnisins, loftbru.is. Sigurður Ingi segir í færslu á Facebook-síðu sinni að Loftbrú jafni aðstöðumun íbúa sem búa fjarri höfuðborginni. Um sé að ræða eina af mikilvægari byggðaaðgerðum sem ráðist hafi verið í: „Það er mikið réttlætismál að þeir sem búa fjarri höfuðborginni og vilja og þurfa að sækja þjónustu þangað fái niðurgreiðslu á ferðum sínum með flugi. Ég er sérlega ánægður að sjá afsláttarkjörin verða að veruleika en skoska leiðin hefur verið á stefnuskrá minni síðan ég kom í ráðuneytið. Skoska leiðin var áherslumál Framsóknarflokksins í síðustu kosningum, er hluti af stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, fór inn í samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 og samþykkt af Alþingi í júní 2020,“ segir Sigurður Ingi. Loftbrú jafnar aðstöðumun íbúa sem búa fjarri höfuðborginni og er ein af mikilvægari byggðaaðgerðum sem ráðist hefur...Posted by Sigurður Ingi Jóhannsson on Wednesday, September 9, 2020
Samgöngur Byggðamál Fréttir af flugi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira