Pressa á þeim sem gáfu ekki kost á sér að vera upp á sitt besta gegn Rúmeníu Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2020 19:15 Jóhann Berg Guðmundsson og Gylfi Þór Sigurðsson gáfu ekki kost á sér í leikina við England og Belgíu en verða vonandi upp á sitt besta þegar Ísland mætir Rúmeníu eftir mánuð. VÍSIR/GETTY Atli Viðar Björnsson segir frammistöðu íslenska landsliðsins í fótbolta hafa verið gjörólíka gegn Belgíu í gær miðað við Englandsleikinn á laugardag. Margt jákvætt megi taka úr leikjunum. „Það er rosalega erfitt að taka þessa tvo leiki saman sem heild, því þeir voru svo ólíkir. Englandsleikurinn var frábær að næstum því öllu leyti en Belgíuleikurinn í gær meiri vonbrigði en hitt. Ef við lítum á þetta jákvæðum augum þá er fullt af ungum leikmönnum að fá tækifæri, menn eru að fá reynslu og það er verið að máta þá inn í hlutverkin, svo ég held að það sé fleira jákvætt í þessu en neikvætt,“ sagði Atli Viðar við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum. Viðtalið má sjá hér að neðan. Nú er mánuður í að Ísland leiki við Rúmeníu í undanúrslitum umspilsins um sæti á EM næsta sumar. Atli Viðar segir erfitt að meta stöðuna á íslenska liðinu enda hafi Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason ekki gefið kost á sér gegn Englandi og Belgíu, félag Arons Einars Gunnarssonar meinaði honum að spila, Ragnar Sigurðsson, Kolbeinn Sigþórsson og Rúnar Már Sigurjónsson voru meiddir, og þeir Kári Árnason, Hannes Þór Halldórsson og Sverrir Ingi Ingason fóru ekki með til Belgíu. Naumur tími til undirbúnings gegn Rúmenum „Freyr [Alexandersson, aðstoðarþjálfari] sagði sjálfur í aðdraganda þessara leikja að þeir væru að nota þessa landsleikjatörn til að undirbúa þann leik líka. Þeir fá bara tvo æfingadaga fyrir Rúmeníuleikinn svo þeir eru væntanlega búnir að vera að drilla taktík og spá hvað þeir ætla að gera á móti Rúmeníu, en svo er líka stór spurning hvaða leikmenn við fáum á móti Rúmeníu. Það eru tíu leikmenn sem ekki tóku þátt í gær sem eru allir líklegir til að taka þátt á móti Rúmeníu. Það er atriði sem þarf að komast á hreint, hverja við getum notað. Svo er það yngri mannanna, og annarra sem stimpluðu sig inn núna, að fylla upp í og halda áfram góðri frammistöðu,“ sagði Atli Viðar. Hann tók undir að gott hefði verið að hafa alla fyrrnefndu leikmennina til staðar í síðustu leikjum: „Auðvitað hefði það verið best að hafa alla þessa tíu leikmenn alla vikuna og geta undirbúið Rúmeníuleikinn með þessum tveimur leikjum. Þessir þrír sem gáfu ekki kost á sér núna mátu það sem svo að þeir yrðu betur undirbúnir í október með því að vera í sínum félagsliðum núna, svo það er pínulítil pressa á þá að taka að sér hlutverk í sínum liðum og vera eins vel undirbúnir í október og hugsast getur.“ Klippa: Markið sem Hólmbert skoraði á móti Belgum Atli Viðar fór einnig yfir hverjir hefðu stimplað sig vel inn í leikjunum og hverjir hefðu ekki staðið sig nægilega vel: Hreifst af Jóni Degi og Hólmberti „Það var margt jákvætt, sérstaklega á laugardaginn. Guðlaugur Victor var frábær á laugardaginn, stimplaði sig inn og styrkti sína stöðu. Ég sé ekki annað en að hann verði í stóru hlutverki á móti Rúmeníu. Ég var hrifinn af Jóni Degi á laugardaginn, mér fannst gaman að sjá Hólmbert í fyrri hálfleik í gær, og þessar sekúndur sem hann fékk á móti Englandi líka. Hann er klárlega að stimpla sig inn í hlutverk í hópnum líka. Mér fannst Emil Hallfreðsson eiga erfitt uppdráttar eftir að hann kom inn á í gær. Jón Guðni var í vandræðum, það er langt síðan hann hefur spilað. Ari Freyr átti ekki sinn besta leik, einn af okkar reyndari mönnum. Birkir Bjarnason líka. En þetta eru gæjar sem við vitum hvað geta og hvað eiga inni. Það er vonandi að þeir verði á betri stað í sínu formi þegar að Rúmeníuverkefninu kemur í október. Andri Fannar Baldursson var í byrjunarliði í gær, 18 ára. Var það of stórt skref? „Þetta var auðvitað risastórt verkefni fyrir hann. Belgía á útivelli er eins erfitt verkefni og verður fyrir íslenska liðið. Á móti kemur að þó hann sé 18 ára hefur hann verið að spila í efstu deild Ítalíu og mér fannst því frábært að hann fengi að máta sig inn á þetta svið, fá dýrmæta reynslu í bankann, og hann mun láta meira að sér kveða í liðinu á næstunni, það er ekki spurning,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Sportpakkinn - Atli Viðar ræddi um landsliðið Þjóðadeild UEFA Sportpakkinn EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Martinez: Íslenska liðið með frábært hugarfar Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins, var ánægður með hvernig hans menn brugðust við marki Íslands í kvöld og snéru við taflinu. 8. september 2020 21:09 Hamrén: Hefðum þurft að vera þéttari og samheldnari Erik Hamrén – landsliðsþjálfari Íslands – var eðlilega nokkuð súr eftir 5-1 tap gegn Belgíu ytra þó svo að Belgar séu á toppi heimslistans. 8. september 2020 21:03 Andri Fannar: Er búinn að standa mig vel á æfingum og fékk traustið Andri Fannar Baldursson lék sinn fyrsta A-landsleik í kvöld er hann fékk tækifæri á útivelli gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 8. september 2020 20:57 Hólmbert skástur íslensku strákanna: Einkunnir Íslands fyrir Belgíuleikinn Íslenska liðið fékk óvænta forgjöf á móti heimsklassaliði Belgíu í kvöld en þegar upp var staðið þá höfðu þeir fengið kennslustund frá frábæru fótboltaliði. 8. september 2020 20:59 Hólmbert: Hugsaði bara um að láta vaða Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands er liðið tapaði 5-1 fyrir Belgíu á útivelli í kvöld. Framherjinn var nokkuð sáttur með sína frammistöðu. 8. september 2020 20:53 Freyr í viðtali fyrir leik: „Spennandi að sjá strákinn gegn þeim allra bestu“ „Við erum að henda mönnum í djúpu laugina en menn stækka oft við svona verkefni,“ segir Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, fyrir leikinn við Belgíu sem hefst kl. 18.45 á Stöð 2 Sport. 8. september 2020 18:31 Umfjöllun: Belgía - Ísland 5-1 | Efsta lið heimslistans alltof stór biti fyrir Íslendinga Góð byrjun Íslands dugði skammt gegn ógnarsterku liði Belga í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 20:45 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sjá meira
Atli Viðar Björnsson segir frammistöðu íslenska landsliðsins í fótbolta hafa verið gjörólíka gegn Belgíu í gær miðað við Englandsleikinn á laugardag. Margt jákvætt megi taka úr leikjunum. „Það er rosalega erfitt að taka þessa tvo leiki saman sem heild, því þeir voru svo ólíkir. Englandsleikurinn var frábær að næstum því öllu leyti en Belgíuleikurinn í gær meiri vonbrigði en hitt. Ef við lítum á þetta jákvæðum augum þá er fullt af ungum leikmönnum að fá tækifæri, menn eru að fá reynslu og það er verið að máta þá inn í hlutverkin, svo ég held að það sé fleira jákvætt í þessu en neikvætt,“ sagði Atli Viðar við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum. Viðtalið má sjá hér að neðan. Nú er mánuður í að Ísland leiki við Rúmeníu í undanúrslitum umspilsins um sæti á EM næsta sumar. Atli Viðar segir erfitt að meta stöðuna á íslenska liðinu enda hafi Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason ekki gefið kost á sér gegn Englandi og Belgíu, félag Arons Einars Gunnarssonar meinaði honum að spila, Ragnar Sigurðsson, Kolbeinn Sigþórsson og Rúnar Már Sigurjónsson voru meiddir, og þeir Kári Árnason, Hannes Þór Halldórsson og Sverrir Ingi Ingason fóru ekki með til Belgíu. Naumur tími til undirbúnings gegn Rúmenum „Freyr [Alexandersson, aðstoðarþjálfari] sagði sjálfur í aðdraganda þessara leikja að þeir væru að nota þessa landsleikjatörn til að undirbúa þann leik líka. Þeir fá bara tvo æfingadaga fyrir Rúmeníuleikinn svo þeir eru væntanlega búnir að vera að drilla taktík og spá hvað þeir ætla að gera á móti Rúmeníu, en svo er líka stór spurning hvaða leikmenn við fáum á móti Rúmeníu. Það eru tíu leikmenn sem ekki tóku þátt í gær sem eru allir líklegir til að taka þátt á móti Rúmeníu. Það er atriði sem þarf að komast á hreint, hverja við getum notað. Svo er það yngri mannanna, og annarra sem stimpluðu sig inn núna, að fylla upp í og halda áfram góðri frammistöðu,“ sagði Atli Viðar. Hann tók undir að gott hefði verið að hafa alla fyrrnefndu leikmennina til staðar í síðustu leikjum: „Auðvitað hefði það verið best að hafa alla þessa tíu leikmenn alla vikuna og geta undirbúið Rúmeníuleikinn með þessum tveimur leikjum. Þessir þrír sem gáfu ekki kost á sér núna mátu það sem svo að þeir yrðu betur undirbúnir í október með því að vera í sínum félagsliðum núna, svo það er pínulítil pressa á þá að taka að sér hlutverk í sínum liðum og vera eins vel undirbúnir í október og hugsast getur.“ Klippa: Markið sem Hólmbert skoraði á móti Belgum Atli Viðar fór einnig yfir hverjir hefðu stimplað sig vel inn í leikjunum og hverjir hefðu ekki staðið sig nægilega vel: Hreifst af Jóni Degi og Hólmberti „Það var margt jákvætt, sérstaklega á laugardaginn. Guðlaugur Victor var frábær á laugardaginn, stimplaði sig inn og styrkti sína stöðu. Ég sé ekki annað en að hann verði í stóru hlutverki á móti Rúmeníu. Ég var hrifinn af Jóni Degi á laugardaginn, mér fannst gaman að sjá Hólmbert í fyrri hálfleik í gær, og þessar sekúndur sem hann fékk á móti Englandi líka. Hann er klárlega að stimpla sig inn í hlutverk í hópnum líka. Mér fannst Emil Hallfreðsson eiga erfitt uppdráttar eftir að hann kom inn á í gær. Jón Guðni var í vandræðum, það er langt síðan hann hefur spilað. Ari Freyr átti ekki sinn besta leik, einn af okkar reyndari mönnum. Birkir Bjarnason líka. En þetta eru gæjar sem við vitum hvað geta og hvað eiga inni. Það er vonandi að þeir verði á betri stað í sínu formi þegar að Rúmeníuverkefninu kemur í október. Andri Fannar Baldursson var í byrjunarliði í gær, 18 ára. Var það of stórt skref? „Þetta var auðvitað risastórt verkefni fyrir hann. Belgía á útivelli er eins erfitt verkefni og verður fyrir íslenska liðið. Á móti kemur að þó hann sé 18 ára hefur hann verið að spila í efstu deild Ítalíu og mér fannst því frábært að hann fengi að máta sig inn á þetta svið, fá dýrmæta reynslu í bankann, og hann mun láta meira að sér kveða í liðinu á næstunni, það er ekki spurning,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Sportpakkinn - Atli Viðar ræddi um landsliðið
Þjóðadeild UEFA Sportpakkinn EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Martinez: Íslenska liðið með frábært hugarfar Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins, var ánægður með hvernig hans menn brugðust við marki Íslands í kvöld og snéru við taflinu. 8. september 2020 21:09 Hamrén: Hefðum þurft að vera þéttari og samheldnari Erik Hamrén – landsliðsþjálfari Íslands – var eðlilega nokkuð súr eftir 5-1 tap gegn Belgíu ytra þó svo að Belgar séu á toppi heimslistans. 8. september 2020 21:03 Andri Fannar: Er búinn að standa mig vel á æfingum og fékk traustið Andri Fannar Baldursson lék sinn fyrsta A-landsleik í kvöld er hann fékk tækifæri á útivelli gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 8. september 2020 20:57 Hólmbert skástur íslensku strákanna: Einkunnir Íslands fyrir Belgíuleikinn Íslenska liðið fékk óvænta forgjöf á móti heimsklassaliði Belgíu í kvöld en þegar upp var staðið þá höfðu þeir fengið kennslustund frá frábæru fótboltaliði. 8. september 2020 20:59 Hólmbert: Hugsaði bara um að láta vaða Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands er liðið tapaði 5-1 fyrir Belgíu á útivelli í kvöld. Framherjinn var nokkuð sáttur með sína frammistöðu. 8. september 2020 20:53 Freyr í viðtali fyrir leik: „Spennandi að sjá strákinn gegn þeim allra bestu“ „Við erum að henda mönnum í djúpu laugina en menn stækka oft við svona verkefni,“ segir Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, fyrir leikinn við Belgíu sem hefst kl. 18.45 á Stöð 2 Sport. 8. september 2020 18:31 Umfjöllun: Belgía - Ísland 5-1 | Efsta lið heimslistans alltof stór biti fyrir Íslendinga Góð byrjun Íslands dugði skammt gegn ógnarsterku liði Belga í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 20:45 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sjá meira
Martinez: Íslenska liðið með frábært hugarfar Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins, var ánægður með hvernig hans menn brugðust við marki Íslands í kvöld og snéru við taflinu. 8. september 2020 21:09
Hamrén: Hefðum þurft að vera þéttari og samheldnari Erik Hamrén – landsliðsþjálfari Íslands – var eðlilega nokkuð súr eftir 5-1 tap gegn Belgíu ytra þó svo að Belgar séu á toppi heimslistans. 8. september 2020 21:03
Andri Fannar: Er búinn að standa mig vel á æfingum og fékk traustið Andri Fannar Baldursson lék sinn fyrsta A-landsleik í kvöld er hann fékk tækifæri á útivelli gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 8. september 2020 20:57
Hólmbert skástur íslensku strákanna: Einkunnir Íslands fyrir Belgíuleikinn Íslenska liðið fékk óvænta forgjöf á móti heimsklassaliði Belgíu í kvöld en þegar upp var staðið þá höfðu þeir fengið kennslustund frá frábæru fótboltaliði. 8. september 2020 20:59
Hólmbert: Hugsaði bara um að láta vaða Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands er liðið tapaði 5-1 fyrir Belgíu á útivelli í kvöld. Framherjinn var nokkuð sáttur með sína frammistöðu. 8. september 2020 20:53
Freyr í viðtali fyrir leik: „Spennandi að sjá strákinn gegn þeim allra bestu“ „Við erum að henda mönnum í djúpu laugina en menn stækka oft við svona verkefni,“ segir Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, fyrir leikinn við Belgíu sem hefst kl. 18.45 á Stöð 2 Sport. 8. september 2020 18:31
Umfjöllun: Belgía - Ísland 5-1 | Efsta lið heimslistans alltof stór biti fyrir Íslendinga Góð byrjun Íslands dugði skammt gegn ógnarsterku liði Belga í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 20:45