Lögmaður Nelsons Mandela látinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. september 2020 22:47 Bizos og Mandela árið 2008. Denis Farrell/AP George Bizos, sem var meðal annars lögfræðingur Nelsons Mandela og annarra baráttumanna fyrir kynþáttajafnrétti í Suður-Afríku á sjöunda áratugnum, er látinn. Hann var 92 ára gamall. Fjölskylda Bizos segir þá að hann hafi farið í friði á heimili sínu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins en þar er haft eftir Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku, að Bizos hafi lagt mikið af mörkum í uppbyggingu lýðræðis í landinu. Bizos var fæddur í Grikklandi árið 1927. Þegar hann var 13 ára flúði hann með fjölskyldu sinni til Suður-Afríku vegna seinni hemsstyrjaldarinnar. Hann settist að í Jóhannesarborg þar sem hann lærði síðar lögfræði. Bizos er hvað þekktastur fyrir að hafa unnið með Nelson Mandela, sem var forseti Suður-Afríku á árunum 1994 til 1999. Mandela var fyrsti svarti leiðtogi Suður-Afríku og sá fyrsti til að vera kjörinn lýðræðislega. Árið 1956 var Mandela ákærður fyrir landráð en þá hafði hann staðið í baráttu fyrir auknum réttindum svartra í Suður-Afríku og afnámi aðskilnaðarstefnunnar sem var þar við lýði. Bizos varði hann í þeim réttarhöldum, sem lauk með sýknu. Mandela var aftur ákærður árið 1964, þá fyrir að hafa ætlað að steypa af stóli þáverandi stjórnvöldum landsins. Bizos varði hann einnig í þeim réttarhöldum en svo fór að Mandela var dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann var þó látinn laus árið 1990. Eins og áður sagði varð hann forseti árið 1995. „Vinskapur hans [Bizos] og Mandela náði yfir meira en sjö áratugi og var sögulegur,“ segir í yfirlýsingu frá minningarsjóði Nelson Mandela vegna dauða Bizos. Eftir afnám aðskilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku tók Bizos stóran þátt í gerð nýrrar stjórnarskrár landsins og tók að sé mál fyrir fjölskyldur fólks sem var drepið á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Í einu af síðustu málunum sem Bizos tók að sér vann hann bætur fyrir fjölskyldur 34 námuverkamanna sem voru drepnir af suðurafrísku lögreglunni árið 2012. Suður-Afríka Andlát Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
George Bizos, sem var meðal annars lögfræðingur Nelsons Mandela og annarra baráttumanna fyrir kynþáttajafnrétti í Suður-Afríku á sjöunda áratugnum, er látinn. Hann var 92 ára gamall. Fjölskylda Bizos segir þá að hann hafi farið í friði á heimili sínu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins en þar er haft eftir Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku, að Bizos hafi lagt mikið af mörkum í uppbyggingu lýðræðis í landinu. Bizos var fæddur í Grikklandi árið 1927. Þegar hann var 13 ára flúði hann með fjölskyldu sinni til Suður-Afríku vegna seinni hemsstyrjaldarinnar. Hann settist að í Jóhannesarborg þar sem hann lærði síðar lögfræði. Bizos er hvað þekktastur fyrir að hafa unnið með Nelson Mandela, sem var forseti Suður-Afríku á árunum 1994 til 1999. Mandela var fyrsti svarti leiðtogi Suður-Afríku og sá fyrsti til að vera kjörinn lýðræðislega. Árið 1956 var Mandela ákærður fyrir landráð en þá hafði hann staðið í baráttu fyrir auknum réttindum svartra í Suður-Afríku og afnámi aðskilnaðarstefnunnar sem var þar við lýði. Bizos varði hann í þeim réttarhöldum, sem lauk með sýknu. Mandela var aftur ákærður árið 1964, þá fyrir að hafa ætlað að steypa af stóli þáverandi stjórnvöldum landsins. Bizos varði hann einnig í þeim réttarhöldum en svo fór að Mandela var dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann var þó látinn laus árið 1990. Eins og áður sagði varð hann forseti árið 1995. „Vinskapur hans [Bizos] og Mandela náði yfir meira en sjö áratugi og var sögulegur,“ segir í yfirlýsingu frá minningarsjóði Nelson Mandela vegna dauða Bizos. Eftir afnám aðskilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku tók Bizos stóran þátt í gerð nýrrar stjórnarskrár landsins og tók að sé mál fyrir fjölskyldur fólks sem var drepið á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Í einu af síðustu málunum sem Bizos tók að sér vann hann bætur fyrir fjölskyldur 34 námuverkamanna sem voru drepnir af suðurafrísku lögreglunni árið 2012.
Suður-Afríka Andlát Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira