Lúxusíbúðir við Austurhöfn kosta sumar nokkur hundruð milljónir og svona líta þær út Stefán Árni Pálsson skrifar 10. september 2020 11:29 Það má með sanni segja að íbúðirnar við Austurhöfn séu á að besta stað í borginni. Þegar kórónaveiran setti hömlur á heimsóknir fólks í fasteignahugleiðingum gripu forsvarsmenn Austurhafnar til nýstárlegra ráða og nýttu sér stafræna tækni til að sýna íbúðirnar að innan- og utan og gefa fólki raunverulega tilfinningu fyrir hönnun þeirra og gæðum. Þetta er í fyrsta sinn sem slík tækni hefur verið notuð við sölu fasteigna á Íslandi. „Við vildum gefa fólki færi á að fá tilfinningu fyrir því hvernig væri að búa á þessum stað, finna fyrir lífsgæðunum, hárri lofthæð og útsýni, sérsmíðuðum innréttingum og nýjustu tækni við fingurgóma til að stjórna ljósi, hljóði, hita og fleiru,“ segir Sveinn Björnsson, framkvæmdastjóri Íslenskra fasteigna sem hefur yfirumsjón með framkvæmdum á húsinu. Mikil vinna fór í gerð myndbandsins, sem var unnið bæði í Reykjavík og í Belgrad í Serbíu. Sveinn segir að myndbandið muni ekki bara þjóna áhugasömum íslenskum kaupendum heldur einnig erlendum aðilum sem vilja fjárfesta hér en sjá sér ekki fært um að koma og heimsækja Ísland að svo stöddu. Á vefsíðu Austurhafnar er búið að birta verðlista yfir þær íbúðir sem eru til sölu. Dýrasta íbúðin er á fimmtu hæð og kostar hún 345 milljónir. Sú eign er 211 fermetrar og með sjávarútsýni. Athygli vekur að enn stærri íbúðir verða á sjöttu hæð og á eftir að verðleggja þær. Verðið á þeim ætti því að verða mun hærra. Fjölmargar íbúðir eru verðlagðar á rúmlega tvö hundruð milljónir og einnig á bilinu 100-200 milljónir. Ódýrasta eignin er 59 milljónir og er hún fimmtíu fermetrar að stærð. Hér má sjá verðlistann á öllum þeim íbúðum sem búið er að verðleggja. Hér að neðan má sjá kynningarmyndbandið þar sem fólk getur séð hvernig þessar íbúðir líta út. Klippa: Lúxusíbúðir við Austurhöfn kosta sumar nokkur hundruð milljónir og svona líta þær út Hús og heimili Reykjavík Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Þegar kórónaveiran setti hömlur á heimsóknir fólks í fasteignahugleiðingum gripu forsvarsmenn Austurhafnar til nýstárlegra ráða og nýttu sér stafræna tækni til að sýna íbúðirnar að innan- og utan og gefa fólki raunverulega tilfinningu fyrir hönnun þeirra og gæðum. Þetta er í fyrsta sinn sem slík tækni hefur verið notuð við sölu fasteigna á Íslandi. „Við vildum gefa fólki færi á að fá tilfinningu fyrir því hvernig væri að búa á þessum stað, finna fyrir lífsgæðunum, hárri lofthæð og útsýni, sérsmíðuðum innréttingum og nýjustu tækni við fingurgóma til að stjórna ljósi, hljóði, hita og fleiru,“ segir Sveinn Björnsson, framkvæmdastjóri Íslenskra fasteigna sem hefur yfirumsjón með framkvæmdum á húsinu. Mikil vinna fór í gerð myndbandsins, sem var unnið bæði í Reykjavík og í Belgrad í Serbíu. Sveinn segir að myndbandið muni ekki bara þjóna áhugasömum íslenskum kaupendum heldur einnig erlendum aðilum sem vilja fjárfesta hér en sjá sér ekki fært um að koma og heimsækja Ísland að svo stöddu. Á vefsíðu Austurhafnar er búið að birta verðlista yfir þær íbúðir sem eru til sölu. Dýrasta íbúðin er á fimmtu hæð og kostar hún 345 milljónir. Sú eign er 211 fermetrar og með sjávarútsýni. Athygli vekur að enn stærri íbúðir verða á sjöttu hæð og á eftir að verðleggja þær. Verðið á þeim ætti því að verða mun hærra. Fjölmargar íbúðir eru verðlagðar á rúmlega tvö hundruð milljónir og einnig á bilinu 100-200 milljónir. Ódýrasta eignin er 59 milljónir og er hún fimmtíu fermetrar að stærð. Hér má sjá verðlistann á öllum þeim íbúðum sem búið er að verðleggja. Hér að neðan má sjá kynningarmyndbandið þar sem fólk getur séð hvernig þessar íbúðir líta út. Klippa: Lúxusíbúðir við Austurhöfn kosta sumar nokkur hundruð milljónir og svona líta þær út
Hús og heimili Reykjavík Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira