Lúxusíbúðir við Austurhöfn kosta sumar nokkur hundruð milljónir og svona líta þær út Stefán Árni Pálsson skrifar 10. september 2020 11:29 Það má með sanni segja að íbúðirnar við Austurhöfn séu á að besta stað í borginni. Þegar kórónaveiran setti hömlur á heimsóknir fólks í fasteignahugleiðingum gripu forsvarsmenn Austurhafnar til nýstárlegra ráða og nýttu sér stafræna tækni til að sýna íbúðirnar að innan- og utan og gefa fólki raunverulega tilfinningu fyrir hönnun þeirra og gæðum. Þetta er í fyrsta sinn sem slík tækni hefur verið notuð við sölu fasteigna á Íslandi. „Við vildum gefa fólki færi á að fá tilfinningu fyrir því hvernig væri að búa á þessum stað, finna fyrir lífsgæðunum, hárri lofthæð og útsýni, sérsmíðuðum innréttingum og nýjustu tækni við fingurgóma til að stjórna ljósi, hljóði, hita og fleiru,“ segir Sveinn Björnsson, framkvæmdastjóri Íslenskra fasteigna sem hefur yfirumsjón með framkvæmdum á húsinu. Mikil vinna fór í gerð myndbandsins, sem var unnið bæði í Reykjavík og í Belgrad í Serbíu. Sveinn segir að myndbandið muni ekki bara þjóna áhugasömum íslenskum kaupendum heldur einnig erlendum aðilum sem vilja fjárfesta hér en sjá sér ekki fært um að koma og heimsækja Ísland að svo stöddu. Á vefsíðu Austurhafnar er búið að birta verðlista yfir þær íbúðir sem eru til sölu. Dýrasta íbúðin er á fimmtu hæð og kostar hún 345 milljónir. Sú eign er 211 fermetrar og með sjávarútsýni. Athygli vekur að enn stærri íbúðir verða á sjöttu hæð og á eftir að verðleggja þær. Verðið á þeim ætti því að verða mun hærra. Fjölmargar íbúðir eru verðlagðar á rúmlega tvö hundruð milljónir og einnig á bilinu 100-200 milljónir. Ódýrasta eignin er 59 milljónir og er hún fimmtíu fermetrar að stærð. Hér má sjá verðlistann á öllum þeim íbúðum sem búið er að verðleggja. Hér að neðan má sjá kynningarmyndbandið þar sem fólk getur séð hvernig þessar íbúðir líta út. Klippa: Lúxusíbúðir við Austurhöfn kosta sumar nokkur hundruð milljónir og svona líta þær út Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Menning Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira
Þegar kórónaveiran setti hömlur á heimsóknir fólks í fasteignahugleiðingum gripu forsvarsmenn Austurhafnar til nýstárlegra ráða og nýttu sér stafræna tækni til að sýna íbúðirnar að innan- og utan og gefa fólki raunverulega tilfinningu fyrir hönnun þeirra og gæðum. Þetta er í fyrsta sinn sem slík tækni hefur verið notuð við sölu fasteigna á Íslandi. „Við vildum gefa fólki færi á að fá tilfinningu fyrir því hvernig væri að búa á þessum stað, finna fyrir lífsgæðunum, hárri lofthæð og útsýni, sérsmíðuðum innréttingum og nýjustu tækni við fingurgóma til að stjórna ljósi, hljóði, hita og fleiru,“ segir Sveinn Björnsson, framkvæmdastjóri Íslenskra fasteigna sem hefur yfirumsjón með framkvæmdum á húsinu. Mikil vinna fór í gerð myndbandsins, sem var unnið bæði í Reykjavík og í Belgrad í Serbíu. Sveinn segir að myndbandið muni ekki bara þjóna áhugasömum íslenskum kaupendum heldur einnig erlendum aðilum sem vilja fjárfesta hér en sjá sér ekki fært um að koma og heimsækja Ísland að svo stöddu. Á vefsíðu Austurhafnar er búið að birta verðlista yfir þær íbúðir sem eru til sölu. Dýrasta íbúðin er á fimmtu hæð og kostar hún 345 milljónir. Sú eign er 211 fermetrar og með sjávarútsýni. Athygli vekur að enn stærri íbúðir verða á sjöttu hæð og á eftir að verðleggja þær. Verðið á þeim ætti því að verða mun hærra. Fjölmargar íbúðir eru verðlagðar á rúmlega tvö hundruð milljónir og einnig á bilinu 100-200 milljónir. Ódýrasta eignin er 59 milljónir og er hún fimmtíu fermetrar að stærð. Hér má sjá verðlistann á öllum þeim íbúðum sem búið er að verðleggja. Hér að neðan má sjá kynningarmyndbandið þar sem fólk getur séð hvernig þessar íbúðir líta út. Klippa: Lúxusíbúðir við Austurhöfn kosta sumar nokkur hundruð milljónir og svona líta þær út
Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Menning Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira