„Þetta var óhapp sem við sáum ekki fyrir“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2020 11:59 Birgir segir að framhlið hússins hafi hrunið þegar tréverk var fjarlægt. Vísir/Baldur Eigandi hússins að Skólavörðustíg 36 sem rifið var í gær segir að um óhapp hafi verið að ræða. Húsið hafi verið talsvert verr farið en reiknað var með og þegar reynt var að fjarlægja fúið tréverk í milligólfi hafi framhliðin hrunið. Eigandinn vonar að hægt verði að reisa nýtt hús á lóðinni í sem upprunalegastri mynd. Greint var frá því í morgun að húsið að Skólavörðustíg 36, sem reist var árið 1922, hafi verið rifið í óleyfi í gær. Byggingarfulltrúi sagði að ekki hefði legið fyrir leyfi til að rífa húsið þar sem það nyti verndar byggðamynsturs. Eigandinn hafi aðeins haft leyfi til að byggja hæð ofan á húsið. Mygla í öllu tréverkinu Birgir Örn Arnarson einn eigenda hússins að Skólavörðustíg 36 segir í samtali við Vísi að hann hafi varið í morgninum í fundahöld með byggingarfulltrúa, arkítekt og verkfræðingi. Hann segir að ekki hafi staðið til að rífa húsið þegar framkvæmdir hófust heldur aðeins þak hússins, auk milligólfs, líkt og tilskilin leyfi hafi kveðið á um. „Það var komin mygla í allt tréverkið út af rakaskemmdum og við fjarlægjum bitana. Þegar við erum að hífa þá í burtu þá hrynur framhliðin á húsinu,“ segir Birgir. „Fyrir áratugum síðan, löngu áður en við eignuðumst þetta, hafði verið settur gluggi á jarðhæðina. Þegar þessi gluggi er settur er burðarvirki tekið undan húsinu sem átti að vera þarna. Og þegar við tökum milligólfið þá hrynur bara framveggurinn. Þannig að þá var ekki aftur snúið. En við náðum að halda útveggjunum til suðurs og vesturs.“ Svona leit húsið út í júlí 2019. Búið var að birgja fyrir umrædda glugga á neðstu hæðinni og þeir þaktir veggjakroti.Skjáskot/Ja.is Engin „ellefu hæða lundabúð“ á leiðinni Fyrir liggur samþykki á deiliskipulagi og teikningum á lóðinni, auk byggingarleyfis. Umsókn um hið síðastnefnda var samþykkt á fundi byggingarfulltrúa í apríl og var þar með gefið leyfi til að hækka húsið um eina hæð með viðbyggingu. Birgir segir að nú sé verið að vinna að því í samráði við byggingarfulltrúa og arkítekt að leggja inn nýja umsókn um byggingarleyfi. „Auðvitað er þetta óhapp sem litið er alvarlegum augum, við skiljum það alveg. Við erum að vinna þetta í fullu samráði við byggingarfulltrúa og komum til með að gera það. Við þurfum úr þessu að sækja um nýtt leyfi og leggjum inn nýja umsókn úr því að fór sem fór. En þetta var ekki með ráðum gert, þetta var óhapp sem við sáum ekki fyrir því húsið var miklu verr farið en við reiknuðum með.“ Birgir segir að því standi til að reisa nýtt hús í sem upprunalegastri mynd á lóðinni, sem hann telur að muni fegra götumynd Skólavörðustígs talsvert. Það standi alls ekki til að reisa neina „ellefu hæða lundabúð“. „Við munum sannarlega reyna að læðast þarna um og fara varlega svo að fari nú ekkert meira úrskeiðis en þetta. Og vonandi fáum við að hefjast handa sem fyrst við að endurreisa húsið.“ Reykjavík Skipulag Húsavernd Tengdar fréttir Skoða hvort kæra eigi niðurrifið til lögreglu Framkvæmdir við Skólavörðustíg 36, þar sem friðað hús var rifið í gær, hafa verið stöðvaðar. 10. september 2020 10:22 Létu rífa verndað hús við Skólavörðustíg Hús við Skólavörðustíg 36 sem um árabil hýsti búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann var rifið í gær. 10. september 2020 07:23 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Eigandi hússins að Skólavörðustíg 36 sem rifið var í gær segir að um óhapp hafi verið að ræða. Húsið hafi verið talsvert verr farið en reiknað var með og þegar reynt var að fjarlægja fúið tréverk í milligólfi hafi framhliðin hrunið. Eigandinn vonar að hægt verði að reisa nýtt hús á lóðinni í sem upprunalegastri mynd. Greint var frá því í morgun að húsið að Skólavörðustíg 36, sem reist var árið 1922, hafi verið rifið í óleyfi í gær. Byggingarfulltrúi sagði að ekki hefði legið fyrir leyfi til að rífa húsið þar sem það nyti verndar byggðamynsturs. Eigandinn hafi aðeins haft leyfi til að byggja hæð ofan á húsið. Mygla í öllu tréverkinu Birgir Örn Arnarson einn eigenda hússins að Skólavörðustíg 36 segir í samtali við Vísi að hann hafi varið í morgninum í fundahöld með byggingarfulltrúa, arkítekt og verkfræðingi. Hann segir að ekki hafi staðið til að rífa húsið þegar framkvæmdir hófust heldur aðeins þak hússins, auk milligólfs, líkt og tilskilin leyfi hafi kveðið á um. „Það var komin mygla í allt tréverkið út af rakaskemmdum og við fjarlægjum bitana. Þegar við erum að hífa þá í burtu þá hrynur framhliðin á húsinu,“ segir Birgir. „Fyrir áratugum síðan, löngu áður en við eignuðumst þetta, hafði verið settur gluggi á jarðhæðina. Þegar þessi gluggi er settur er burðarvirki tekið undan húsinu sem átti að vera þarna. Og þegar við tökum milligólfið þá hrynur bara framveggurinn. Þannig að þá var ekki aftur snúið. En við náðum að halda útveggjunum til suðurs og vesturs.“ Svona leit húsið út í júlí 2019. Búið var að birgja fyrir umrædda glugga á neðstu hæðinni og þeir þaktir veggjakroti.Skjáskot/Ja.is Engin „ellefu hæða lundabúð“ á leiðinni Fyrir liggur samþykki á deiliskipulagi og teikningum á lóðinni, auk byggingarleyfis. Umsókn um hið síðastnefnda var samþykkt á fundi byggingarfulltrúa í apríl og var þar með gefið leyfi til að hækka húsið um eina hæð með viðbyggingu. Birgir segir að nú sé verið að vinna að því í samráði við byggingarfulltrúa og arkítekt að leggja inn nýja umsókn um byggingarleyfi. „Auðvitað er þetta óhapp sem litið er alvarlegum augum, við skiljum það alveg. Við erum að vinna þetta í fullu samráði við byggingarfulltrúa og komum til með að gera það. Við þurfum úr þessu að sækja um nýtt leyfi og leggjum inn nýja umsókn úr því að fór sem fór. En þetta var ekki með ráðum gert, þetta var óhapp sem við sáum ekki fyrir því húsið var miklu verr farið en við reiknuðum með.“ Birgir segir að því standi til að reisa nýtt hús í sem upprunalegastri mynd á lóðinni, sem hann telur að muni fegra götumynd Skólavörðustígs talsvert. Það standi alls ekki til að reisa neina „ellefu hæða lundabúð“. „Við munum sannarlega reyna að læðast þarna um og fara varlega svo að fari nú ekkert meira úrskeiðis en þetta. Og vonandi fáum við að hefjast handa sem fyrst við að endurreisa húsið.“
Reykjavík Skipulag Húsavernd Tengdar fréttir Skoða hvort kæra eigi niðurrifið til lögreglu Framkvæmdir við Skólavörðustíg 36, þar sem friðað hús var rifið í gær, hafa verið stöðvaðar. 10. september 2020 10:22 Létu rífa verndað hús við Skólavörðustíg Hús við Skólavörðustíg 36 sem um árabil hýsti búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann var rifið í gær. 10. september 2020 07:23 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Skoða hvort kæra eigi niðurrifið til lögreglu Framkvæmdir við Skólavörðustíg 36, þar sem friðað hús var rifið í gær, hafa verið stöðvaðar. 10. september 2020 10:22
Létu rífa verndað hús við Skólavörðustíg Hús við Skólavörðustíg 36 sem um árabil hýsti búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann var rifið í gær. 10. september 2020 07:23